Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 34
Guðrún Helgadóttir rithöfundur og þingmaður til margra ára er dóttir togarasjómanns. Hann var undantekningarlítið á sjó yfir jólin öll bernsku- og uppvaxtarár Guðrúnar. í viðtali við Sæmund Guðvinsson rifjar hún upp minningar úr æsku sinni um föður sem hún fór á mis við. „Pabbi minn hét Helgi Guðlaugsson og var á sjónum í 54 ár. Langlengst var hann á togaranum Surprise sem Einar Þorgilsson & Co gerðu út frá Hafnarfirði en að vísu var það ekki alltaf sami togarinn. Við systkinin vorum 10 og samtals 14 í heimili því að afi minn og amma bjuggu hjá okkur allan tímann. Það segir sig sjálft að faðir minn hafði ekki efni á að taka sér frí enda er það einfaldlega svo að ég þekkti þann mann aldrei neitt nema af af- spurn,“ sagði Guðrún Helgadóttir. „Mér finnst það skrítið hvað þessum þætti mannlífs á íslandi hefúr verið lítið sinnt og lít- ið um hann skrifað. Því meira sem ég hugsa um þetta þá sé ég að hér var bókstaflega um þrælahald að ræða. Það er ekki hægt að kalla það neitt annað. Þessir menn unnu eins og hund- ar við illan aðbúnað og ekki tókst þeim að verða ríkir af allri þessari vinnu. Auðvitað vorum við krakkarnir svipt föður okkar og þá er ég um leið að tala fyrir hönd þúsunda íslenskra barna. Það var enginn skilningur á þessu fyrr á árum. Mér hefúr verið sagt meira um pabba af gömi- um skipsfélögum heldur en ég vissi sjálf af eigin reynslu. Ég hef aldrei á ævinni sest niður með pabba mínum til að tala um eitthvað af mínum vandamálum. Hann var einfaldlega gestur á heimilinu og utan við allan daglegan rekstur þess. Þannig séð var móðir mín, Ingi- gerður Eyjólfsdóttir, barnflesta einstæða móð- irin sem ég hef kynnst.“ Datt útaf í trollbuxunum „Ég var að rifja upp með systur minni hvenær pabbi hefði verið heima á jólum. Við komust að þeirri niðurstöðu að fyrstu jólin mín sem pabbi var heima hafi verið árið 1943 þeg- ar ég var átta ára. Við mundum að hann hafði verið í buxum, hvítri skyrtu og vesti. Við höfð- um aldrei áður séð hann þannig til fara. A þessum jólum var hann áreiðanlega að koma úr siglingu því við fengum silfurkrossa í jóla- gjöf sem hann hafði keypt í útlöndum. Það var ekki lítill viðburður. Svo munum við að næst var hann heima á jólum fimm árum síðar eða árið 1948. Það er líka minnisstætt vegna þess að þá kom hann óvænt heim eftir klukkan sex á aðfangadag. Við mundum að þá datt hann útaf í trollbuxunum og var því ekki mikið innlegg í jólin. Langsjaldnast var hann heima um jólin og tók auðvitað engan þátt í neinum jólaundirbúningi sem slíkum.“ -Vissir þú eitthvað um hans jól á sjónum? „Nei. Það sem hefúr angrað mig eftir því sem ég hef elst er hvað við hugsuðum í raun og veru lítið um hans líf á sjónum. Við tókum þetta bara eins og sjálfsagðan hlut. Það var afar gaman þegar hann kom úr siglingu því að hann var mjög duglegur að versla föt á okkur krakkana þegar ekkert fékkst hér í stríðinu og eftir stríðið. En þó man ég vel eftir angistinni af því að við vissum að þeir voru í hættu allan tímann. Það er það eina sem ég hef kannski skilið sem krakki. Ég er til dæmis enn í dag af- skaplega veðurhrædd. Ég man andvökunætur þegar veður var vont og vindurinn gnauðaði á þakinu. Þá var ég óskaplega hrædd um að pabbi dæi og hvað yrði þá um okkur öll. Ég man að einu sinni kom skipið ekki þegar von var á því og fólkið beið á bryggjunni. Við stóð- um og biðum eftir að skip binist við sjóndeild- arhringinn. Sá hryllingur að það kæmi kannski ekki er greiptur í minni mitt. í stríð- inu máttu skipin ekki hafa samband og það vissi engin hvar þau voru. Skip fórust og það voru kannski tvö eða þrjú börn í mínum bekk sem þá misstu feður sína. Ég man þegar Sviði fórst í desember 1941 með allri áhöfn. Þetta snerti allan bæinn. Svo var menn að taka út og maður hafði skelfinguna í blóðinu.“ 34 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.