Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 49
sýnishornið af austurlenskum mat sem við átt-
um eftir að borða næstu dagana. Ekki kláruð-
um við af diskunum enda óvanir að borða með
prjónun. Var flugfreyjan mjög undrandi á
því og þuldi einhver ósköp yfir okkur á máli
sem við skildum ekki bofs í. Sögðum við bara
„guðlaun“ að góðum og gömlum íslenskum sið
og með það fór hún.
Þegar til Pusan kom tók á mód okkur mað-
ur frá Barwil en það er alþjóðlegt fyrirtæki sem
þjónustar skip í höfnum. Höfuðstöðvar þess
eru í Osló. Átti þetta fyrirtæki að sjá um skip-
ið á leið þess heim. Þessi maður keyrði okkur á
hótel Sorabol þar sem við áttum að gista með-
an við dvöldumst þarna. Við komum okkur
fyrir og Sigurður kom hangikjötslærinu sem
hann hafði tekið með sér í kæli. Ædaði hann að
hafá það á jólunum en það yrði væntanlega ein-
hvers staðar á Suður-Kínahafi.
Við höfðum litla viðdvöl á hótelinu því
Barwilmaðurinn vildi að við kæmum á fund á
skrifstofúnni hans og færum svo að skoða skip-
ið sem kaupa átti. Gekk fundurinn vel enda
hafði Sigurður skipstjóri komið þarna áður.
Minnist reyndar á það í bókinni um hann.
Vildu Kóreumennirnir allt fyrir okkur gera
og voru hinir almennilegustu.
Andrias i Hvanndasundi
Var nú farið að skoða skipið en til að komast
um borð þurftum við að taka bát á leigu og
sigla spölkorn að skipinu þar sem það lá við
festar.
Við fyrstu sýn leist mér ekki sem best á það
og það sem olli því var að Rússarnir höfðu iátið
smíða aukaíbúðir ofan á bakka og bátadekk.
Lýtti þetta mjög útlit þess. Var skipið einnig
með mjög lítið í olíutönkunum og lá þess
vegna illa á sjónum. Þetta álit mitt átti þó eft-
ir að breytast. Skal nú reynt að lýsa þessu skipi
sem fyrir valinu varð í stað Arnars.
Skip þetta hét Neptún. Hafði það verið
smíðað í Tomrefjörd í Noregi árið 1986 og
teiknað af sömu verkfræðistofu og teiknaði
Arnar, Skipsteknisk A/S. Það er 60 m langt og
13 m breitt, 6 m styttra og 1 m mjórra en
Arnar. Skipið var smíðað fyrir Færeyinga á
“velmegunarárum” þeirra og var þá útbúið á
kolmunnaveiðar. Hét það Andrias í Hvannda-
sundi. Þetta fyrirtæki fór á hausinn eftir rúmt
ár og lá þá skipið í einhvern tíma eða þar til að
Rússar keyptu það 1989. Létu þeir breyta
ýmsu svo sem íbúðum og vinnsludekki. Eftir
að skipið kom til Rússlands fór það að veiða Ala-
skaufsa. Voru þær veiðar einhvern tíma og síð-
an var fárið að veiða hinn fræga Kamchatka-
krabba sem er heljarstór krabbi, áþekkur hin-
um íslenska trjónukrabba. Krabbi þessi getur
orðið 1,5 til 2 m í þvermál. Mjög góður á
bragðið.
Ymsar breytingar voru gerðar á skipinu
þegar krabbaveiðarnar byrjuðu. M.a. voru
settar nýjar íbúðir sem áður er minnst á og
gerðu skipið svo ljótt fyrir augað. I áhöfn voru
um 60 menn og gefttr það auga leið að þröngt
var setinn bekkurinn í ekki stærra skipi. Er ég
hræddur um að ekki hefði þýtt að bjóða ís-
lenskri áhöfn aðbúnað af þessu tagi. Uthald
var 3 til 4 mánuðir. Landanir, olíutaka og öfl-
un vista var framkvæmt úti á sjó. Aðalvél
skipsins var af sömu gerð og stærð og var í
Arnari, Wartsila Vasa 3000 kW (4080 hö).
TÆKNIBÚNAÐUR
RAFM0T0RAR
Stærðir: 0,18-900 kW
HRAÐASTÝRINGAR
AFLR0FAR
Nýjung: ACS-140
Litlar stýringar
Stærðir:
0,37 - 2,2 kW
Breidd: 8cm
Festist beint á
DIN-skinnu
Gerð:
SACE
Stærðir:
125 til
2500 A (In)
JLIIII
F1IPIP
Nánari upplýsingar í síma 5 200 800 og á vefnum:
www.ronning.is & www.abb.com
• JOHAN
RÖNNING
Sjómannablaðið Víkingur
49