Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 49
sýnishornið af austurlenskum mat sem við átt- um eftir að borða næstu dagana. Ekki kláruð- um við af diskunum enda óvanir að borða með prjónun. Var flugfreyjan mjög undrandi á því og þuldi einhver ósköp yfir okkur á máli sem við skildum ekki bofs í. Sögðum við bara „guðlaun“ að góðum og gömlum íslenskum sið og með það fór hún. Þegar til Pusan kom tók á mód okkur mað- ur frá Barwil en það er alþjóðlegt fyrirtæki sem þjónustar skip í höfnum. Höfuðstöðvar þess eru í Osló. Átti þetta fyrirtæki að sjá um skip- ið á leið þess heim. Þessi maður keyrði okkur á hótel Sorabol þar sem við áttum að gista með- an við dvöldumst þarna. Við komum okkur fyrir og Sigurður kom hangikjötslærinu sem hann hafði tekið með sér í kæli. Ædaði hann að hafá það á jólunum en það yrði væntanlega ein- hvers staðar á Suður-Kínahafi. Við höfðum litla viðdvöl á hótelinu því Barwilmaðurinn vildi að við kæmum á fund á skrifstofúnni hans og færum svo að skoða skip- ið sem kaupa átti. Gekk fundurinn vel enda hafði Sigurður skipstjóri komið þarna áður. Minnist reyndar á það í bókinni um hann. Vildu Kóreumennirnir allt fyrir okkur gera og voru hinir almennilegustu. Andrias i Hvanndasundi Var nú farið að skoða skipið en til að komast um borð þurftum við að taka bát á leigu og sigla spölkorn að skipinu þar sem það lá við festar. Við fyrstu sýn leist mér ekki sem best á það og það sem olli því var að Rússarnir höfðu iátið smíða aukaíbúðir ofan á bakka og bátadekk. Lýtti þetta mjög útlit þess. Var skipið einnig með mjög lítið í olíutönkunum og lá þess vegna illa á sjónum. Þetta álit mitt átti þó eft- ir að breytast. Skal nú reynt að lýsa þessu skipi sem fyrir valinu varð í stað Arnars. Skip þetta hét Neptún. Hafði það verið smíðað í Tomrefjörd í Noregi árið 1986 og teiknað af sömu verkfræðistofu og teiknaði Arnar, Skipsteknisk A/S. Það er 60 m langt og 13 m breitt, 6 m styttra og 1 m mjórra en Arnar. Skipið var smíðað fyrir Færeyinga á “velmegunarárum” þeirra og var þá útbúið á kolmunnaveiðar. Hét það Andrias í Hvannda- sundi. Þetta fyrirtæki fór á hausinn eftir rúmt ár og lá þá skipið í einhvern tíma eða þar til að Rússar keyptu það 1989. Létu þeir breyta ýmsu svo sem íbúðum og vinnsludekki. Eftir að skipið kom til Rússlands fór það að veiða Ala- skaufsa. Voru þær veiðar einhvern tíma og síð- an var fárið að veiða hinn fræga Kamchatka- krabba sem er heljarstór krabbi, áþekkur hin- um íslenska trjónukrabba. Krabbi þessi getur orðið 1,5 til 2 m í þvermál. Mjög góður á bragðið. Ymsar breytingar voru gerðar á skipinu þegar krabbaveiðarnar byrjuðu. M.a. voru settar nýjar íbúðir sem áður er minnst á og gerðu skipið svo ljótt fyrir augað. I áhöfn voru um 60 menn og gefttr það auga leið að þröngt var setinn bekkurinn í ekki stærra skipi. Er ég hræddur um að ekki hefði þýtt að bjóða ís- lenskri áhöfn aðbúnað af þessu tagi. Uthald var 3 til 4 mánuðir. Landanir, olíutaka og öfl- un vista var framkvæmt úti á sjó. Aðalvél skipsins var af sömu gerð og stærð og var í Arnari, Wartsila Vasa 3000 kW (4080 hö). TÆKNIBÚNAÐUR RAFM0T0RAR Stærðir: 0,18-900 kW HRAÐASTÝRINGAR AFLR0FAR Nýjung: ACS-140 Litlar stýringar Stærðir: 0,37 - 2,2 kW Breidd: 8cm Festist beint á DIN-skinnu Gerð: SACE Stærðir: 125 til 2500 A (In) JLIIII F1IPIP Nánari upplýsingar í síma 5 200 800 og á vefnum: www.ronning.is & www.abb.com • JOHAN RÖNNING Sjómannablaðið Víkingur 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.