Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 37
Guörún í erli dagsins. Hér eru það fréttamenn sem leita svara hjá henni. númer fimmtán bjó Eyjólfur Kristjánsson starfsmaður sparisjóðsins ásamt konu sinni og börnum. Þetta fólk tók mikilli tryggð við mig. Þar sá ég heimili eins og heimili eiga að vera. í æsku var ég þarna á tímabili miklu meira en heima hjá mér. Ég dróst óskaplega að þessu heimili og auðvitað var þetta uppbót fyrir það sem við fórum á mis við á minu heimili. Eyjólfúr átti son sem hét Einar og var mikill vinur minn. Eg fékk þann heiður að hlýða honum yfir siglingafræðina fyrir próf í Stýri- mannaskólanum. Einar tók út af Haukanesi. Vinur hans og skipsfélagi ætlaði að koma hon- um til bjargar og kastaði sér á eftir honum. Hvorugur þeirra fannst. Surprise var þarna nálægt og þeir tóku þátt í að leita. Næstu nótt sat pabbi í eldhúsinu og grét en mamma var að reyna að hugga hann. Eg man þess ógn. Utan í hvern á ég að gráta þegar pabbi minn er að gráta? Ég hef grun um að við þrælabörn- in höfum búið við ónotalegt öryggisleysi. Með allri virðingu fyrir mæðurunum sem báru hit- ann og þungan held ég að börn hafi gott af því að þekkja föður sinn.“ Hálfgerður hulduher ,Að pabbi hafi einhvern tíman notið lífsins? Nei, ég held rneira að segja að hann hafi ekki talið sig eiga slíkt skilið. Þessir menn höfðu ekki sterka sjálfsmynd. Hann var hreykinn ef krökkunum gekk vel. Hann var ekki heima þegar ég varð stúdent og að minnir ekki held- ur þegar systkini mín úskrifuðust. Þegar farið er að hugsa um hvað maður hugsaði lítið um hans líf fær maður sektarkennd ofan á gamla öryggisleysið. Hvers konar vanvitar vorum við? Hann var ekki margmáll um túrinn þeg- ar hann kom í land og við spurðum ekki. Hann lifði í sínum heimi sem var annar en okkar heimur. Móðir mín var bóndadóttir úr Rangárvallasýslu frá fyrrverandi stórbýli og var kannski ekki ýkja hrifin af biyggjum og skipum. Þó man ég að við fylgdum pabba stundum til skips. Einhverjir bræðra minna fóru einn og einn túr með honum þegar þeir stálpuðust en hann hvatti þá ekki til að gerast sjómenn og var raunar á móti því. Enda fór enginn þeirra þá leið. Einstaka atriði sitja í minninu. Einu sinni í stríðinu var pabbi að tala um að Þorsteinn Einarsson skipstjóri á Surprise hefði bannað sínum mönnum að hátta er þeir færu í koju. Þetta var varúðarráð- stöfun ef eitthvað kæmi fyrir. Þeir sváfu í skítagallanum og mér fannst þetta skelfilegt. Þessir menn fengu ekki mikið klapp á herðarn- ar og aldrei heyrði ég vikið vingjarnlega að þeim. Ég man hvað mér sárnaði þegar krakk- arnir í skólanum stríddu okkur sjómanns- börnunum á því að pabbar okkar fengju hræðsiupeninga þegar þeir sigldu á stríðsárun- um. Þá fengu skipverjar einhverja áhættu- þóknun og fólk taldi þetta eftir. Þessum mönnum hefur ótrúlega lítill sómi verið sýndur. Þetta var hálfgerður hulduher.“ -Sem þingmaður hefur þú stutt ýmis rétt- lædsmál sjómannastéttarinnar. Er það upp- runinn sem segir til sín? „Já ég hef reynt að leggja málefnum sjó- manna lið á Alþingi. Einhver verður að gera það. Þessari stétt hefúr ekki mildll sómi verið sýndur. Menn ræða helst um að taka af þeim sjómannaafsláttinn. Þá koma pappírsblækur sem aldrei hafa komið nálægt sjó í ræðustól- inn. Þó aðbúnaður sé orðinn annar núna eru 40 dagar í Smuguunni ekkert skemmtiefni. Sem betur fer er ekki búið að mönnum eins og áður var. En ég hef ekki séð að þingmenn reiði áhuga á málurn sjómanna í þverpokum. Hins vegar er óskaplega gott að græða peninga á aflanum. Enn er verið að selja reitina í Hafn- arfirði fyrir milljónatugi sem við krakkarnir breiddum saltfiskinn á og þetta útgerðarfyrir- tæki „átti“. Einhver hefur því hagnaðurinn verið en hann skilaði sér mjög takmarkað á Jó- ífíðarstaðaveginn. Það heíði þó verið í lagi ef við hefðum vitað að feður okkar voru ekki bara íúll- ir sjóarar heldur einnig hinir raunverulegu máttarstólpar þjóðfélagsins. Það hefði létt lid- um fátækum krökkum lífið,“ sagði Guðrún Helgadóttir. ■ Texti: Sœmimdur GuSvinsson. Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. Sjómannablaðið Víkingur 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.