Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 12
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum:
Glæsiíbúð við.
Grandaveg
N-
Skipstjóra-
og stýrimanna-
félagið Verð-
andi í Vest-
mannaeyjum
hefur hafið út-
leigu á íbúð
sem félagið
festi kaup á. í-
búðin sem er
öll hin glæsileg-
asta er á besta
stað í Reykja-
vík, að Granda-
vegi 1 í Vesturbænum. Með
öllum húsgögnum og heim-
ilstækjum lætur nærri að íbúð-
in kosti um ellefu milljónir
króna.
Það voru félagarnir Magnús
Guðmundsson, Ebeneser
Guðmundsson og Halldór
Guðbjörnsson sem sáu um að
koma öllu fyrir og standsetja í-
búðina svo hún væri tiæbúin til
útleigu. Þeir nutu aðstoðar eig-
inkonu Ebenesar, Láru
Jónsdóttur, og dóttur
Magnúsar, Önnu Kristínu.
Þeir félagarnir segjast sann-
færðir um að talsverður áhugi
verði fyrir íbúðinni meðal fé-
lagsmanna.
Fyrir á Verðandi tvær íbúðir
á Spáni, við bæinn Torrevieja.
Talsvert hefur verið um að þær
íbúðir hafi verið í leigu, en ekki
nægjanlega af félagsmönnum í
Verðandi. Ætlunin er að selja
þessar íbúðir.
Þetta er ekki allt. Verðandi á
sumarhús í Gríms-
nesi þar sem miklar
breytingar hafa ver-
ið gerðar á síðustu
tveimur árum. Það
er búið að leggja
hitaveitu, skipta
um innbú, gera
verönd, setja heit-
an pott og fleira
og fleira. Áður en
ráðist var í þess-
ar framkvæmdir
var sumarhúsið aðallega
leigt út á sumrin en eftir
breytingarnar fellur varla
úr helgi allt árið og hefur þessi
aukna aðsókn farið langt um-
fram væntingar.
Þegar verið var að undirbúa
kaup á tækjum og húsgögnum
í nýju íbúðina hafði Ebeneser
samband við fjölda verslana
og óskaði tilboða. Það gladdi
þá félaga mikið að Reynisstað-
ur í Vest-
mannaeyjum var með hagst-
sæðasta tilboðið í húsgögnin
og því voru þau keypt í Vest-
mannaeyjum.
<
(
(
-
12
Sjómannablaðið Víkingur