Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 14
Tilfærsla á aflamarki Þingmenn úr Frjálslynda flokknum, Vinstri grænum og Samfylkingunni hafa óskað eftir því við sjávarútvegsráðherra að hann skili Alþingi skýrslu um tilfærslu á aflamarki (kvóta). í beiðninni er vísað í þingsköp Alþingis, lög um stjórn fisk- veiða og hliðsjón af ákvæðum upplýs- ingalaga. Þess er óskað að „sjávarút- vegsráðherra feli Fiskistofu að afla upp- lýsinga um tilfærslu á aflamarki þar sem aðilaskipti hafa orðið á aflahlutdeild, svo sem vegna sölu á kvóta, vegna erfða eða annarra varanlegra breytinga á afla- heimildum, og flytji Alþingi skýrslu um efnið. Sérstaklega verði tilgreindir þeir aðilar sem ráða yfir 2% eða meira af aflaheimildum og skiptingu aflaheimilda á skip í eigu þeirra.“ Greinargerð með beiðninni hljóðar svo: Þar sem nú hafa orðið miklir atburðir um sölu á aflaheimildum ber nauðsyn til að Alþingi, og raunar allur almenningur, fái sem gleggstar upplýsingar um ráð- stöfun og vegferð aflaheimilda á undan- förnum árum, enda er hér um ráðstöfun sameignar þjóðarinnar að tefla, lögum samkvæmt. Þá þykir þingmönnunum eðlilegt að dómendur kveðji til skýrslu- gerðarmenn svo að hæfi þeirra verði eigi í efa dregið. ■ Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta Eigum ávallt tilbúin lyfjaskrín fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili. INGÖLFS APÖTEK Almennur sími 568 9970 Beinar línur fyrir lækna 568 9935 Kristján Pálsson Sjálfstæðisflokki er fyrsti flut- ningsmaður þingsályktunartillögu um notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veður- stofu íslands. Tillaga Kristjáns hljóðar svona: Alþingi ályktar að beina því til umhverfi- sráðherra að fela Veðurstofu íslands að nota íslensku hugtökin logn, hægur vindur, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass vindur, hvassviðri, stormur, rok, ofsaveður og fárviðri eins og við á í veðurlýsingum og veðurspám í Ijós- vaka- prentmiðlum samhliða metrum á sekúndu þegar lýst er veðurhæð. í greinagerð segir að þróun íslenskrar tungu og málnotkunar hafi orðið hröð á undanfömum árum og baráttan til að viðhalda henni í samkeppninni við erlend mál og alþjóðlegt tæknimál verið mikil. Komið hefur fram í þessu sambandi að í Fláskóla (slands er vaxandi tilhneiging til þess að fyrirlestrar skólans séu haldnir á ensku. Verndun málsins hefur þó tekist vel að mörgu leyti og hefur menntamála- ráðuneytið unnið að því, m.a. með degi íslenskrar tungu. (slensk veðurhugtök eiga sér jafnlanga sögu og landmánið og hafa að stofni til lítið breyst í aldanna rás. Veðurstofa íslands hefur tekið upp þá nýbreytni að tala í veðurspám og veðurlýsingum í Ijós- vakamiðlum um metra á sekúndu þegar veðurhæð er lýst. Gömlu íslensku orðin, logn, hægur vindur, andvari os.frv. eru ekki lengur notuð I fjölmiðlum af starfsmönnum þessarar opinberu stofnunar. Skýringar á þessari nýbreytni hafa ekki verið sann- færandi heldur óljósar I meira lagi, enda ekkert sem bendir til að nauðsynlegt sé að fella þessi hugtök úr orðasafni Veðurstofunnar. Með þessari ákvörðun Veðurstofu íslands er málfar íslendinga þynnt út og íslensk tunga gerð fátæklegri og málvitund og málskilningur takmarkaðri. Ungt fólk elst ekki lengur upp við þessa orðanotkun og orðin verða svo aðeins til í orðabókum, öllum gleymd og grafin nema sérfræðingum. Lestur veðurfrétta og veður- spárí Ijósvakamiðlum eru svo ríkur þáttur í daglegu lífi fólks að ef notkun orða er hætt þar er næsta víst að að notkun þeirra leg- gist niður í daglegu tali. Markmið með þessari tillögu er að hvet- ja til þess að íslensk veðurhugtök verði notuð samhliða alþjóðlegu einingakerfi til að lýsa veðurhæð. Lögð er áhersla á að viðhalda fjölbreytileika íslenskrar tungu jafnframt notkun alþjóðlegra skilgreininga. Þau orð um veðurhæð sem nefnd eru í tillögunni eru skilgreind I Veður- og haf- fræði eftir Eggert Lárusson. ■ 14 SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.