Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Qupperneq 26
Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík Nýtt skipulag á skipsfjómamáminu Ný lög Með lögum um framhaldsskóla nr. 80 frá ll.júní 1996 féllu úr gildi lög nr. 22/ 1972 um Stýrimannaskólann í Reykjavík og var Stýrimannaskólinn felldur undir fram- haldsskólalögin. Umræður um að breyta og Iengja skipstjórnarnámið hafa staðið með smáhléum allar götur síðan 1984. Þrjár sérstaklega skipaðar nefndir fjölluðu um málið og skiluðu tillögum að frumvarpi og álitsgerðum til menntamálaráðherra. Það hefur því lengi staðið til að breyta skipstjórnarnáminu og löngu tímabært að taka inn nýjar námsgrein- ar og lengja námið, en erfiðlega gengið að ná samstöðu og skilningi á nauðsyn þessa. Árið 1991 var siglingatími, sem var eitt af inntökuskilyrðum í Stýrimannaskólann, styttur úr 24 mánuðum í 6 mánuði og náms- kröfur til inngöngu í skólann hertar. Fáir sóttu um þetta nám, sem var rekið samhliða fyrra námsfýrirkomulagi í eitt skólaár, en að því loknu var fallið frá þessari skipan mála. Nýskipan námsins í stuttu máli ætla ég að kynna hér þær breytingar sem eru hafnar á skipstjórnar- náminu. í mars 1997 lágu fýrir fullmótaðar tillögur menntamálaráðuneytisins um breytt skipulag á skipstjórnarnáminu, byggðar á skýrslum og álitum fýrrgreindra nefnda. Með nýskipan skipstjórnarnámsins frá 1997 sem hófst við Stýrimannaskólann haustið 1998 er skipstjórnarnámið gert að áfanganámi, opnað og gert aðgengilegra með því að unnt er að taka almennar námsgreinar í öllum framhaldsskólum landsins. Strax að loknum grunnskóla er unnt að hefja fagnám sem lýkur með prófi til 30 rúmlesta skip- stjórnarréttinda í sjávarútvegsbrautum sex framhaldsskóla, sem eru dreifYir umhverfis landið og í öllum landsfjórðungum. Allt fýrra nám er metið og reglur um námslok undan- fara og lok áfanga með fúllnægjandi árangri stýra náminu. Það er því unnt að halda áfram með einstakar greinar til efstu stiga, án þess að ljúka sjávarútvegbrautinni sérstaklega. Nám í Sjávarútvegsbraut á að nýtast til síðara framhaldsnáms, ef nemendur vilja snúa sér að annarri námsleið og öðrum störfúm en sjó- mennsku. Efstu stig skipstjórnarnámsins munu í framtíðinni veita rétt til inngöngu í háskóla og tækniskóla eins og stúdentsprófið gerir í dag. Ekki er krafist annarra inntöku- skilyrða en lok grunnskólaprófs, t.d. ekki siglingatíma eins og áður var. Full atvinnu- réttindi fást þó ekki fýrr en lagður er fram lögskráður siglingatími eins og krafist er í lögum um áhafnir skipa, fullgilt heil- brigðisvottorð og vottorð um að hafa staðist kröfur um sjón og heyrn sem kveðið er á um í sérstakri reglugerð um sjón og heyrn skip- stjórnarmanna. Þar er lögð sérstök áhersla á að viðkomandi sé ekki litblindur og skal lit- skyggni prófað með viðurkenndum litatöflum (Sdllings, Ichihares eða öðrum jafngildum töflum til að prófa litskyggni). Aðgreining á lit hliðarljósa með svonefndri lanternuprófun er ekki lengur tekin gild á alþjóðavettvangi. Fjögurra ára nám Nám til skipstjórnarréttinda á að skipu- leggja sem fjögurra ára nám. Sjávarútvegs- brautir eru auk sjávarútvegsbrautar við Stýrimannaskólann í Reykjavík heimilaðar við eftirtalda framhaldsskóla: Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Framhalds- skóla Vestfjarða á ísafirði, VMA - Sjávarút- vegssvið á Dalvík, Verkmenntaskóla Aust- urlands, Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu og Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Með áfangaskiptingu geta nemendur í sjá- varútvegsbrautum og í Stýrimannaskólanum haft þann hraða í náminu sem þeim hentar. Tekið hefur verið upp víðtækt samstarf við Vélskóla íslands og eru almennar greinar eins og tungumál, rafmagns- og stærðfræði samkenndar. Þetta skipulag opnar nemend- um möguleika á að taka samhliða vél- fræðigreinar, t.d vélavarðarnám, sem er ein- nar annar nám og veitir réttindi til að stjórna 750 kW vélum. Stærsti kostur við áfanga- námið er þó að mat á námi frá öðrum framhaldsskólum er auðveldara og það skap- ar meiri sveigjanleika en áður var. Ennfremur ætti að vera auðveldara fýrir aðra framhaldsskóla að meta skipstjórnarnámið, en þó ótrúlegt sé hefi ég þar orðið var við ótrúlegt vanmat á námi skipstjórnarmanna. Mér liggur við að halda að það sé landlægt. Nám íslenskra skipstjórnarmanna hefur erlendis verið tekið jafngilt námi skipstjórn- armanna í nágrannalöndunum, enda er ísland aðili að alþjóðasamningum um menntun, þjálfun, skírteini og vaktir sjóman- na (STCW). Margir íslenskir farmenn hafa vegna alkunnrar og hörmulegrar fækkunar kaupskipa undir íslenskum fána á undanför- num árum farið til starfa erlendis og hafa staðið sig þar með prýði. Sjávarútvegsbraut Sjávarútvegsbrautin er 68 einingar og tekur námið nemanda sem kemur beint úr grunnskóla tvö skólaár eða fjórar annir. Stór hluti af námi í sjávarútvegsbraut er almennar 26 Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.