Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 27
greinar eða 46 einingar, t.d. íslenska, erlend tungumál og raungreinar (eðlisfræði, efna- fræði, líffræði), stærðfræði og tölvufræði. Fólk með stúdentspróf, iðnnám eða vél- stjórnarnám á að geta lokið þeim greinum sjávarútvegsbrautar sem eftir eru á einum vetri þá er jafnframt lokið 30 rúmlesta rétt- indaprófi. Þetta er þó engan veginn skilyrði. Unnt er að halda áfram með allar greinar fagnáms til efri réttindastiga, ef lokið er undanförum eins og er í öllum áfangaskól- um. Sérgreinar brautarinnar eru samtals 22 námseiningar. Með breytingu og lengingu á skip- stjórnarnáminu eru felldar inn í nám íslen- skra skipstjórnarmanna námsgreinar, sem að allra mati hefur lengi vantað í menntun þeir- ra, greinar eins og stjórnun og rekstrarfræði, verkstjórn, vinnusálfræði, vinnuvistfræði, veiðarfæratækni og veiðarfæragerð (sem nýtist einnig sem áfangi í iðnnámi netagerðarmanna), líffræði hafsins, auðlindir og mengunarvarnir. Fyrir farmenn er nauðsynlegt að taka upp kennslu í markaðs- og flutningafræðum, meiri kennslu í sjórétti, alþjóðahafrétti, gerð farmsamninga og kennslu um viYhald skipa svo að eitthvað sé talið. Sumum þessara greina heíur aðeins verið unnt að gera stutt skil og öðrum alls engin; nauðsyn þeirra fýrir sjómenn sjá allir. Stærstur hluti af námi far- manna og fiskimanna verður eins og áður sameiginlegur. Uppbygging þessara nýju áfanga er þegar hafin og hafa færustu kennarar og þekktir skólamenn unnið að því að móta áfangana, sumir þeirra kenna einnig þessi fræði við Háskóla íslands eða við Háskólann á Akur- eyri. Nám í Stýrimannaskólanum ætti því að verða góð og virk tenging á milli vísinda og verklegra starfa. Nemendur sem eru í þessum áföngum hafa lýst sérstakri ánægju með nám og námsefni Áformað er að fagnám til skipstjórnarprófs 1. ; 2. og 3. stigs verði lokið á tveim skólaárum aY loknum áföngum sjávarútvegs- brautar. Skipstjórnarmenn á nýtísku flutninga- og fiskiskipum þurfa að hafa haldgóða og víðtæ- ka þekkingu á mjög mörgu sem snýr að rek- stri þessara skipa, sem kosta hundruð milljó- na króna. Um borð í stærstu fiskiskipunum, úthafs- og frystitogurunum, eru tæki til ful- lvinnslu og frystingar aflans og þau eru langdvölum, oft í mörg hundruð sjómílna fjarlægð frá heimahöfn. Kaupskipin flytja verðmætan farm langa vegu um erfitt hafsvæði. Ábyrgð yfirmanna, bæði í brú og í vélarúmi, er því mikil; þeir stjórna litlu sam- félagi, sem verYur aY vera sjálfu sér nægjan- legt um flesta hluti, oft vikum saman, en þetta eru áhugaverð, þroskandi og skemmti- leg störf, þegar vel gengur í hópi hraustra félaga. Aukið námsframboð Skipstjórnarnám til fýllstu farmannaréttin- da lengist aðeins um eitt ár frá því sem verið hefur og er mun styttra en nám til samsvar- andi réttinda í nágrannalöndunum. Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að verið sé að lengja námið óhóflega mikið og lýsir slíkt tal litlum metnaði eða þekkingu á þessu námi, er þá lítið litið til þeirrar ábyrgðar og verðmæta sem skipstjórnarmenn fá í hendur. Margir þeir sömu og tala um skipstjórn- arnámið verði of langt við breytingu á nám- inu, hafa jafnframt talað hástöfum um að skipstjórnarnámið sé og hafi verið blindgata. Það er einnig alröng fullyrðing. Skipstjórnar- námið er vissulega sérnám til ákveðinna starfa, en það er t.d. minni blindgata til lögfræðináms en læknisfræðinám. Ef fólk hefur valið sérnám, getur það ekki byrjaðnám til annarrar sérfræði öðruvísi en að byrja á byrjuninni í því sérstaka fagnámi. Með ný- skipan skipstjórnarnámsins er ungu fólki um allt land gert auðveldara að hefja skip- stjórnarnám í sjávarútvegsbrautum fram- haldsskólanna. Við skipstjórnarnám í framtíðinni geta nemendur nýtt sér þann kost áfangakerfisins að hver og einn getur haft þann námshraða sem honum hentar. Auk náms í reglulegum dagskóla býður Stýrimannaskólinn upp á bréfanám í 30 rúmlesta námi og í samvinnu við Verkmenntaskóla Austurlands upp á fjarnám í skipstjórnarfræðum, sem er sérstaklega hugsað fyrir sjómenn á hafi úti. Vilji fólk snúa sér að öðru námi er áhættan engin og það nýtist til undirbúnings öYru nám. En það verður að halda vel utan um nám til lögboYinna réttinda og ekki á að líða neitt fúsk og undanslátt í tímasókn eða kröf- um eins og menn hafa því miður komist átölulaust upp með. Það sýnir aftur á móti í hnotskurn vanmat á náminu og á stóran þátt í því að ungt fólk með heilbrigðan metnað, sem vill velja sér störf og undirbúa ævistarfið velur ekki störf sem eru aðeins metin í orði en ekki á borði. Miðað við lengd skipstjórnarnáms í ná- grannalöndunum hefur skipstjórnarnám á Islandi lengi verið allmikið styttra nám. I Danmörku, er t.d. inntökuskilyrði í skip- stjórnarnám stúdentspróf (gymnasialt C- niveau) í almennum greinum eins og stærð- fræði, dönsku, ensku, efna- og eðlisfræði og má einkunn ekki vera lægri en 6 í þessum greinum, auk þess sem námstíminn hefur verið lengri. GÓÐ OG VÍÐTÆK MENNTUN Með tilliti til þessara breytinga á skipulagi skipstjórnarnáms á íslandi, verður námið öllum aðgengilegra. Fyrstu stig námsins er unnt að taka um allt land, en námi til víðtækustu skipstjómarrétdnda og efstu stig- um verður lokið í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Gæði námsins eiga og verða að vera tryggð, en Stýrimannaskólinn er búinn ágætum tækjakosti, sem stenst kröfur Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO). Sérfræðingar hver á sínu sviði kenna flestar námsgreinar Stýrimannaskólans. Með samstarfi við skylda framhaldsskóla eins og Vélskóla íslands og ef til vill fleiri skóla í framtíðinni, t.d þá sem sjá um iðn- nám netagerðarmanna og fiskiðnaðarmanna eins og Fiskvinnsluskólann, ásamt skólum á háskólastigi eins og Tækniskóla Islands, Sjávarútvegsdeild H.I. og H.A., Kennaraháskóla fslands og fl. er unnt að bjóða nemendum upp á mun fleiri náms- tækifæri en áður var. Þetta getur nýst nem- endum síðar á ævinni, ef þeir að loknum störfúm til sjós í nokkur ár vilja hverfa að störfum í landi. Skipstjórnarmenntaða menn þarf ekki aðeins til starfa á skipum heldur einnig til fjölmargra stofnana og starfa sem eru í beinum tengslum við sjávarútveg og siglingar. Hér má nefna hafnarstjórnir, út- gerðir og skipafélög, störf hafnsögumanna, skipaskoðun og störf á Siglingastofnun Is- lands, við Landhelgisgæslu íslands, sjóbjörg- unar- og slysavarnastörf að ótöldum mjög fjölbreytilegum störfum við sölu og kynn- ingu sjávarafurða, veiðarfæra, tækja og bún- aðar í fiskvinnslu og um borð í skipum, en þar hafa íslendingar haslað sér völl víða um heim á undanförunm árum. - framhald á bls. bls 52. Sjómannablaðið Víkingur 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.