Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 57
Segull ehf: ytu 7 'iusn Það er um sextíu ár frá því Vilberg Guðmundsson stofn- aði rafverktakafyrirtækið Seg- ul, sem nú er rekið af sonum hans, Jóhannesi, Vilberg og Sigurði. Um þessar mundir eru mikil tímamót hjá fyrirtæk- inu. Nýverið var flutt inn í nýtt og glæsilegt hús, að Fiskislóð 2 til 8 í Reykjavík, en Segull lét byggja húsið yfir starfsemi fyr- irtækisins. „Þetta er mikil breyting fyrir okkur, þar sem við vorum á tveimur stöðum áður. Með því að flytja í þetta nýja glæsilega hús sjáum við fram á mikla hagræðingu fyrir okkur og við- skitavini fyrirtækisins. Við erum þess fullviss að með þessu breytingum hjá fyrirtækinu verður framtíðin bjartari en ella,“ sagði Vilberg Vilbergsson framkvæmdastjóri. Sem fyrr segir er Vilberg sonur stofnenda Seguls, Vil- bergs Guðmundssonar, en faðir hans var landskunnur aflamaður, Guðmundur Jóns- son frá Tungu, jafnan kenndur við bátinn Freyju. Vilberg Vilbergsson segir að faðir sinn hafi verið sjómaður á sínum yngri árum og áhugi fyrir sjó, útgerð og sjósókn hafi lengi lifað með fjölskyldunni. Segull hóf starfsemi í gömlu verbúðunum við Tryggvagötu en flutti þaðan að Nýlendu- götu. Eftir því sem starfsemi Bræðurnir Jóhannes, Vilberg og Sigurður. fyrirtækisins jókst varð þörf fyrir stærra húsnæði. Síðar byggði fyrirtækið í Eyjarslóð á- samt Seglagerðinni Ægi, en sem fyrr segir hefur rekstur Seguls verið fluttur undir eitt þak með flutningunum að Fiskislóð 2 til 8. Þegar fyrirtæki hefur starfað í langan tíma og alltaf við góð- an orðstír er eðlilegt að ætla að margir viðskiptamenn hafi átt viðskipti í langan tíma. „Það er þannig að margir af okkar viðskiptavinum hafa verslað við okkur árum saman. Sama er reyndar að segja um starfsmennina. Þeir hafa sumir hverjir haldið mikilli tryggð við fyrirtækið og starfað hér árum saman. Það er svo sannarlega rétt þegar sagt er að góðir starfsmenn séu helsta auðlind hvers fyrirtækis," sagði Vilberg Vilbergsson, en hjá fyrirtækinu starfa nú um tuttugu manns. Að lokum langar mig að spyrja þig Vilberg, hvaða störf- um sinnir Segull helst? „Við erum rafverktakar, erum í raflögnum, gerum við raf- magn í skipum, mótora, rafala og hvað sem er. Það má segja að við séum í rafiðnaði. Eins erum við með stórt og öflugt rafvélaverkstæði." ■ Sjómannablaðið Vf kingur 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.