Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 38
Athugun á þrávirkum mengunarefnum í selum, ísbjörnum og refum:
Styrkur þrávirkra
mengunarefna er að
aukast hér við land
Karl Skirnisson, dýrafræðingur á Keld-
um, hefiir í samstarfi við þýska starfsbræður
sína gert athugun á þrávirkum mengunarefn-
um í íslenskum land- og sjávarspendýrum.
Mældur var styrkur þrávirkra eiturefna í Iifur
refa sem veiddir hafa verið bæði við sjávarsíð-
una og inn til landsins, mælingar á sams kon-
ar efnum í lifur ísbjarnarins fræga sem kennd-
ur er við Bolungarvík og var krufmn að Keld-
um fyrir nokkrum árum og að lokum mæl-
ingar slíkra efna í spiki íslenskra land- og út-
sela.
En hvað eru þrávirk mengunarefni?
Karl segir að í stuttu máli séu þrávirk efni
samnefni fýrir efni sem upprunnin eru frá
manninum og safnast fyrir í lífverum, þar
sem úrgangslosunarkerfi þeirra ræður ekki
við að brjóta þau niður og skilja þau út úr lík-
amanum. Yfirleitt fá dýrin þessi efni úr fæðu.
Karl segir að yfirleitt sé lítið af þessum efnum
í ungviði en síðan eykst hlutfallið eftir því
sem líða tekur á ævina. Með auknum styrk
geta efnin farið að hafa neikvæð áhrif á lík-
amsstarfsemi lífveranna og jafnvel valdið
dauðsföllum. Uppruni efnanna er af þrenn-
um toga.
„Þetta geta verið pláguefni sem framleidd
hafa verið síðustu 50-60 ár og eru ætluð til að
drepa til dæmis skordýr eða sveppi. Dæmi
um þetta er t.d. DDT sem er mjög virkt skor-
dýraeitur og Gammatox (HCH) sem íslend-
ingar böðuðu sauðfé upp úr um áratugaskeið
til að vinna bug á sníkjudýrum eins og fjár-
kláðamaur.
Önnur tegund eru ýmiss konar iðnaðar-
efni sem iðnaðarþjóðfélög nota í tæki o.fl.
Dæmi um það er t.d. PCP sem var mikið
notað á spenna. Þessi efni hafi farið út í um-
hverfið og reynst þrávirk. Þriðja tegundin er
svo ýmsar aukaafurðir sem hafa myndast við
Karl Skírnisson.
Hefur ásamt félögum sínum gert athugun
á þrávirkum mengunarefnum. Mældur var
styrkur þrávirkra eiturefna í lifur refa sem
veiddir hafa verið bæði við sjávarsíðuna
og inn til landsins, mælingar á sams konar
efnum í lifur ísbjarnarins fræga sem
kenndur er við Bolungarvík og var krufinn
að Keldum fyrir nokkrum árum og að lok-
um mælingar slíkra efna í spiki íslenskra
land- og útsela.
framleiðslu annarra efna. Eitt af þessum efn-
um er t.d. díoxín sem er geysilega eitrað efni
og stórhættulegt.“
Karl segir eitranir fara mikið eftir því hvar
lífverurnar eru í fæðukeðjunni.
„Dýr sem tróna á toppi fæðukeðjunnar,
t.d. rándýr sem hafa étið önnur rándýr, eru
yfirleitt með mest af þessum efnum í sér og
þar er hættan mest á því að þau fari að hafa á-
hrif á líkamsstarfsemi.“
Efnin berast á misjafnan hátt. Sum efnin
hafa verið notuð hér á landi en þó í miklu
minna mæli en margar aðrar þjóðir, t.d. þær
sem þurfa reglulega að berjast við skordýra-
plágur.
„Mest af þessum efnum berst hins vegar til
íslands annars staðar frá, aðallega með loft-
straumum og sjávarstraumum.“
Karl hefur haft forgöngu um að rannsókn-
ir hafi verið gerðar á magni þrávirkra efna í
38
Sjómannablaðið Víkingur