Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 38
Athugun á þrávirkum mengunarefnum í selum, ísbjörnum og refum: Styrkur þrávirkra mengunarefna er að aukast hér við land Karl Skirnisson, dýrafræðingur á Keld- um, hefiir í samstarfi við þýska starfsbræður sína gert athugun á þrávirkum mengunarefn- um í íslenskum land- og sjávarspendýrum. Mældur var styrkur þrávirkra eiturefna í Iifur refa sem veiddir hafa verið bæði við sjávarsíð- una og inn til landsins, mælingar á sams kon- ar efnum í lifur ísbjarnarins fræga sem kennd- ur er við Bolungarvík og var krufmn að Keld- um fyrir nokkrum árum og að lokum mæl- ingar slíkra efna í spiki íslenskra land- og út- sela. En hvað eru þrávirk mengunarefni? Karl segir að í stuttu máli séu þrávirk efni samnefni fýrir efni sem upprunnin eru frá manninum og safnast fyrir í lífverum, þar sem úrgangslosunarkerfi þeirra ræður ekki við að brjóta þau niður og skilja þau út úr lík- amanum. Yfirleitt fá dýrin þessi efni úr fæðu. Karl segir að yfirleitt sé lítið af þessum efnum í ungviði en síðan eykst hlutfallið eftir því sem líða tekur á ævina. Með auknum styrk geta efnin farið að hafa neikvæð áhrif á lík- amsstarfsemi lífveranna og jafnvel valdið dauðsföllum. Uppruni efnanna er af þrenn- um toga. „Þetta geta verið pláguefni sem framleidd hafa verið síðustu 50-60 ár og eru ætluð til að drepa til dæmis skordýr eða sveppi. Dæmi um þetta er t.d. DDT sem er mjög virkt skor- dýraeitur og Gammatox (HCH) sem íslend- ingar böðuðu sauðfé upp úr um áratugaskeið til að vinna bug á sníkjudýrum eins og fjár- kláðamaur. Önnur tegund eru ýmiss konar iðnaðar- efni sem iðnaðarþjóðfélög nota í tæki o.fl. Dæmi um það er t.d. PCP sem var mikið notað á spenna. Þessi efni hafi farið út í um- hverfið og reynst þrávirk. Þriðja tegundin er svo ýmsar aukaafurðir sem hafa myndast við Karl Skírnisson. Hefur ásamt félögum sínum gert athugun á þrávirkum mengunarefnum. Mældur var styrkur þrávirkra eiturefna í lifur refa sem veiddir hafa verið bæði við sjávarsíðuna og inn til landsins, mælingar á sams konar efnum í lifur ísbjarnarins fræga sem kenndur er við Bolungarvík og var krufinn að Keldum fyrir nokkrum árum og að lok- um mælingar slíkra efna í spiki íslenskra land- og útsela. framleiðslu annarra efna. Eitt af þessum efn- um er t.d. díoxín sem er geysilega eitrað efni og stórhættulegt.“ Karl segir eitranir fara mikið eftir því hvar lífverurnar eru í fæðukeðjunni. „Dýr sem tróna á toppi fæðukeðjunnar, t.d. rándýr sem hafa étið önnur rándýr, eru yfirleitt með mest af þessum efnum í sér og þar er hættan mest á því að þau fari að hafa á- hrif á líkamsstarfsemi.“ Efnin berast á misjafnan hátt. Sum efnin hafa verið notuð hér á landi en þó í miklu minna mæli en margar aðrar þjóðir, t.d. þær sem þurfa reglulega að berjast við skordýra- plágur. „Mest af þessum efnum berst hins vegar til íslands annars staðar frá, aðallega með loft- straumum og sjávarstraumum.“ Karl hefur haft forgöngu um að rannsókn- ir hafi verið gerðar á magni þrávirkra efna í 38 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.