Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 23
andi slasaðist i umrætt sinn og sé um að kenna vanbúnaði um borð í skipi stefnda og gáleysi starfsmanna stefnda. Beri útgerðin, sem eigi og geri út skipið, bótaábyrgð á tjóni kokksins. Hann kveður ótvírætt af læknaskýrslum að hann hafi hlotið meiðsl sín vegna slyssins um borð í skipi stefnda 13. mars 1995. Læknar hafi ekki greint meiðsl hans rétt og jafnframt hafi skipstjórnarmennirnir ekld meðhöndlað sig á réttan hátt. Honum hafi ekki verið kom- ið strax í land, ekki hafi verið tekin af honum lögregluskýrsla og sjópróf hafi ekki verið haldin íyrr en löngu eftir að umræddur tjóns- atburður átti sér stað. Skipstjórinn hafi borið það fýrir rétti í sjóprófum, sem haldin hafi verið síðar, að hann hafi ekki metið stöðuna rétt. Hann hafi talið að ekki þyrfti að hafa samband við lögreglu út af atvikinu þó að það hafi hvarflað að honum að gera það. Kokkur- inn telur að vegna þessa beri að skýra allan vafa sér í hag. Málsástæður útgerðarinnar Utgerðin byggir sýknukröfu sína á því að umrætt slys hafi ekki orðið með þeim hætti að útgerðin beri á því bótaábyrgð að lögum. Kokkurinn hafi verið vanur sjómaður og verið að sinna venjulegu og eðlilegu verki um borð í skipinu í umrætt sinn. Óumdeilt sé að veltingur skipsins hafi valdið því að kokkur- inn missti jafnvægið og slasaðist, en slíkt geti alltaf gerst á Islandsmiðum, einkum yfir vetr- armánuðina. Ekki sé hægt að fallast á það að útgerð eða eigendur skipa beri að lögum á- byrgð á slíku, heldur hljóti þetta að teljast ó- happatilvik. Útgerðin hafnar því að skipið hafi verið vanbúið og sá vanbúnaður hafi verið orsök slyssins. Læsingabúnaður umræddrar hurðar hafi verið ósköp venjulegur og í engu frábrugðinn því sem tíðkist um borð í skipurn og reyndar víðar. Ekltert bendi til þess að læsingabúnað- urinn hafi gefið sig, enda hafi ekkert séð á honum eftir óhappið. Allt eins líldegt sé því, að hurðinni hafi eldd verið almennilega lokað heldur aðeins hallað aftur. Það að hurðin hafi opnast út en ekki inn eins og teikningar geri ráð fýrir sé atriði sem ekki verði heimfært undir saltnæman vanbúnað. I því efni sé eng- in algild regla og engin skynsamleg rök styðji það að hurðir skuli endilega opnast inn en ekki út við aðstæður sem þessar. I umræddu tilviki sýnist einfaldlega eðlilegra að hurðin opnist út en ekki inn, enda muni það vera venjan. Þá kveðst útgerðin ekki geta fallist á það að veiðarfærabúnaður, sem verið hafi urn borð í skipinu í umrætt sinn, geti talist vanbúnaður skipsins. Hafi þetta í engu verið frábrugðið því sem tíðkist á svipuðum skipum og engar athugasemdir hafi verið gerðar við að hann væri um borð. Þeirri málsástæðu að sigling skipsins hafi í umrætt sinn verið gáleysisleg er mótmælt af hálfu útgerðarinnar þar sem ekkert Iiggi fýrir í málinu sem styðji þá fullyrðingu. Skipið hafi verið á venjulegri siglingaleið til Vest- mannaeyja. Ekki sé um það deilt að veður hafi verið slæmt, en hins vegar ekld neitt fár- viðri og ekki verra veður en gengur og gerist á íslandsmiðum á þessum árstíma. Hraði skipsins hafi verið u.þ.b. 7 sjómílur á klukku- stund, sem sé ekki full ferð og ekki geti talist óvarleg sigling. Það kunni að vera rétt að skipið hafi oltið óvenju mikið. Alkunna sé hins vegar að skip velti mismikið og séu misgóð sjóskip. Út- gerðin kveðst hins vegar ekki fallast á það að bótagrundvöllur geti byggst á því að skip velti mikið. Aðalatriðið sé það, að skipið hafi haft gilt haffærisskírteini og því ljóst að útgerð og eigendum þess hafi verið heimilt að halda því til veiða. Þá bendir útgerðin á að kokkurinn, sem sé vanur sjómaður og hafði að auki verið skipverji á skipinu um nokkurra mánaða skeið, hafi mátt vera við því búinn að skipið tæki hressilegar dýfur og hafi því átt að gæta þess að vera í aðstöðu til að halda sér eða grípa í eitthvað ef á þyrfti að halda. Hafa beri í huga þá meginreglu að menn verði almennt að kunna fótum sínum forráð og kveðst stefndi fullyrða að með eðlilegri aðgæslu og varkárni hefði stefnandi ekki misst fótanna og slasast. Þá bendir útgerðin á að enginn annar um borð hafi orðið fyrir meiðslum eða lent í erf- iðleikum á sama tíma. Því telji útgerðin að hér hafi farið saman óhappatilvik og óaðgæsla kokksins og beri því að sýkna útgerðina af kröfum stefnanda. Niðurstaða Svo sem fýrr greinir reisti kokkurinn kröf- ur sínar á hendur útgerðinni á því, að útgerð- in beri bótaábyrgð á tjóni hans þar sem van- búnaður um borð í skipinu og gáleysi starfs- manna hans hafi með samverkandi hætti valdið því að stefnandi varð fýrir umræddu slysi. Fram hefur komið í málinu að kokkurinn var vanur sjómaður og hafði verið skipverji á umræddu skipi um nokkurra mánaða skeið. Hann mátti því vera við því búinn að skipið tæki snöggar dýfur og bar því að gæta fýllstu varúðar. Upplýst er að engir aðrir um borð lentu í erfiðleikum eða urðu fýrir meiðslum á sama tíma og kokkurinn slasaðist. Að öllu framansögðu verður að telja ósannað að van- búnaður um borð í skipinu eða gáleysi starfs- rnanna hafi valdið því að kokkurinn varð fýr- ir umræddu slysi. Verður að telja að tjón hans verði eingöngu rakið til óhappatilviks og óað- gæslu hans í umrætt sinn. Ber samkvæmt framansögðu að sýkna útgerðina af öllum kröfum kokksins í máli þessu. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. ■ Sjómannablaðið Víkingur 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.