Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 31
Umræður nútímans um hvalveiðar, sem oft eru þrungnar miklum dlfmningahita, bera nokkurn keim af þessari sérstöku sögu sam- bandsins milli hvala og manna. Þannig setja sumir andstæðingar hvalveiða hvalinn ofar öðrum dýrum og jafnvel á stall með mönnum hvað varðar gáfnafar og tilfinningar meðan sumir hvalveiðisinnar líta nánast á hvali sem meindýr í hafinu sem séu á góðri leið með að éta mennina út á gaddinn. Á vísindanlegum vettvangi hefur umræðan um hvalveiðar lengst af snúist um mat á á- standi og veiðiþoli stofna þótt pólitíkin hafi oft ólgað undir niðri eins og glögglega má sjá t.d. í skýrslum vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðs- ins á undanförnum árum. Einnig hafa hvalir og önnur sjávarspendýr komið talsvert við sögu í tengslum við svokallaðar fjölstofnarann- sóknir á vistkerfi hafsins sem aukin áhersla hef- ur verið lögð á í seinni tíð. Með þeini er leitast við að auka skilning okkar á gagnvirkum áhrif- um dýrastofna og er langtímamarkmið slíkra rannsókna að ná sem bestri heildarnýtingu á auðlindum sjávar. Hér á eftir verða í stuttu máli raktar nýlegar rannsóknir á vegum Haf- rannsóknastofnunarinnar er varða ástand og veiðiþol helstu nytjahvala hér við land og stöðu hvala í vistkerfi hafsins við ísland. Hvalveiðar við Ísland Af fornum íslenskum heimildum má ráða að nytjar af hvölum hafi verið talsverðar á íslandi strax frá landnámsöld. Þótt ekki sé unnt að meta út frá þessum ritum hvaða tegundir hvala hafi mest verið veiddar né í hve miklu magni virðist ljóst að um var að ræða fremur frumstæð- an sjálfsþurftarbúskap sem ekki getur hafa gengið nærri hvalastofnunum við landið. Aðra sögu er að segja afveiðum Baska og fleiri þjóða Evrópu og Norður Ameríku hér við land sem hófust í byrjun 17. aldar og stóðu fram á miðja 19. öld. Þessar veiðar gengu svo mjög nærri stofnum sléttbaks (Islandssléttbaks) og norðhvals (Grænlandssléttbaks) að þeir hafa ekki enn rétt úr kútnum þrátt fýrir nánast aldar- langa friðun. Nú er talið að stofn sléttbaks í Norður Atlantshafi telji aðeins fáein hundruð dýr og norðhvalsstofninn er enn minni. Árið 1883 markar upphaf nútíma hvalveiða við ísland, en þá reistu Norðmenn hvalstöð á Langeyri við Álftafjörð vestra. Stöðvunum fjölgaði síðan hratt, og fyrir aldamót gerðu sex stöðvar alls út 23 hvalveiðiskip frá Vestfjörð- um. Mest nam ársveiðin 868 hvölum og er talið að aflasamsetningin hafi verið um 55% steypireyðar, 37% langreyðar 6% hnúfubakar auk fáeinna- sandreyða og íslandssléttbaka. Þegar veiðin tók að dvína út af Vestfjörðum um aldamótin, fluttu margar stöðvanna til Austfjarða, þar sem enn var mikið af hval. Fyrsta Austfjarðastöðin var reist aldamótaárið að Asknesi í Mjóafirði og var hún um tíma stærsta hvalstöð í rekstri á norðurhöfúm. Upp úr aldamótunum fjölgaði stöðvunum á Aust- fjörðum, og jafnframt dvínaði veiðin. Þannig veiddust aðeins 35 hvalir árið 1914 samanbor- ið við um 1300 dýr árið 1902 (1. mynd). f Austfjarðaveiðunum virðast langreyður og hnúfubakur hafa verið mun stærri hluti aflans en í afla Vestfjarðastöðvanna. Þessum alda- mótaveiðum erlendra fyrirtækja við Island lauk með ákvörðun Alþingis um bann við öllum hvalveiðum frá ársbyrjun 1916. Greinilegt er af þróun veiðanna um aldamótin að um ofveiði var að ræða. Einkum voru stofnar hnúfubaks og steypireyðar illa leiknir, en langreyðurin virðist hafa staðið betur af sér þessar veiðar. Engar hvalveiðar voru stundaðar frá Islandi frá 1916 til 1935, er til starfa tók ein hvalstöð á Tálknafirði, en þá höfðu lögin verið rýmkuð þannig að gefa mátti út sérleyfi til hvalveiða fyr- ir fslendinga. Þessi stöð starfaði til 1939 er heimstyrjöldin batt endi á starfsemina. Heildar- veiði á þessu tímabili var innan við 500 hvalir. Þriðja tímabil nútímahvalveiða við fsland hófst með rekstri hvalstöðvarinnar í Hvalfirði 1948ogstóð til 1985,enárið 1986 gekk í gildi ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) um tímabundna stöðvun veiða í atvinnuskyni. I samræmi við ákvæði hvalveiðisáttmálans var hins vegar veiddur takmarkaður fjöldi lang- og sandreyða í rannsóknarskyni árin 1986-1989. Erá hvalstöðinni í Hvalfirði hafa alls verið gerð út 9 skip, en þó aldrei fleiri en 4 á hverri vertíð. 5 tegundir hvala hafa verið veiddar frá stöðinni, langreyður, sandreyður, búrhvalur, hnúfubakur og steypireyður. Þær tvær síðast- nefndu voru þó aðeins veiddar í litlum mæli, og hefur hnúfubakur verið alfriðaður hér við Iand frá 1955 og steyðireyður frá 1960. Þá var búrhvalur alfriðaður í N-Atlantshafi frá og með árinu 1983. Langreyður hefur verið lang- mikilvægasta tegundin í afla Hvalfjarðarstöðv- arinnar. Meðalársveiði tegundanna á tímabil- inu 1948-1985 var : 234 langreyðar, 68 sand- reyðar og 82 búrhvalir (2. mynd). Hrefnuveiðar hafa einnig verið stundaðar frá allmörgum stöðum á Norður- og Vesturlandi á þessarri öld. Þær voru þó lengst af í mjög smá- um stíl. Þannig var meðalársveiðin um eða inn- an við 50 dýr á tímabilinu frá 1914 og fram á sjöunda áratuginn en þá jókst veiðin smám sam- an, og var um 200 dýr á ári á tímabilinu 1975- 1985. Auk þessa stunduðu Norðmenn hrefnu- veiðar hér við land á sjöunda áratugnum. Veiðibann og ástand nytjastofna hvala Helstu rök sem færð voru fram fyrir ákvörð- un Alþjóðahvalveiðiráðsins um tímabundna stöðvun hvalveiða í atvinnuskyni frá árinu 1986 voru óvissa urn ástand hvalastofna og erf- iðleikar við notkun veiðistjórnunarkerfis ráðs- ins. Ákvörðunin fól í sér að vísindanefnd ráðs- ins skyldi ljúka heildarúttekt á ástandi hvala- stofna heimsins eigi síðar en árið 1990. Einnig var vísindanefndinni falið að hanna veiðistjórn- unarkerfi sem hámarkaði öryggi gagnvart of- veiði en lágmarkaði jafnframt gagnaþörf. Eins og kunnugt er stendur þetta allsherjarveiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins enn yfir þrátt fyrir að vísindanefnd ráðsins hafi lokið úttekt á all- mörgum hvalastofnum, þróað veiðistjórnunar- kerfi og mælt með notkun þess við ráðið. Meint misræmi milli ráðgjafar vísindanefndarinnar og ákvarðanatöku ráðsins í þessum efnum var ein helsta ástæða úrsagnar fslands úr Alþjóðahval- veiðiráðinu árið 1992 og afsagnar formanns vís- indanefndarinnar ári síðar. Sem framlag til heildarúttektar Alþjóðahval- veiðiráðsins á hvalastofnum við ísland voru hvalrannsóknir hér við land stórefldar með sér- stöku átaksverkefni á árunum 1986-1989. Þótt meginmarkmið verkefnisins hafi verið að meta ástand og veiðiþol nytjahvalastofna voru í tengslum við verkefnið stundaðar margvíslegar rannsóknir á líffræði, vistfræði, erfðafræði, Sjómannablaðið Víkingur 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.