Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Síða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Síða 41
Stríðsfangar þurftu oft að lifa við skelfilegar aðstæður. Breski hermaðurinn Jeffrey English var tekinn til fanga af Japönum við fall Singapore árið 1942. í mai 1943 var hann ládnn vinna við gerð járnbrautar frá Burma til Siam þar sem aðstæður ullu dauða tveimur af hverjum þremur sríðsföngum.. I eftirfatandi grein segir hann frá versu sinni í fangabúðum Jap- ana Enn og aftur unnum við í forugum grjót- skurði sem nú var um einn og hálfan kíló- metra frá búðunum. Vaktaskiptin fóru fram við skurðinn en ekki hjá búðunum. Mönn- um var safnað saman til talningar klukkan 7 á morgnana og þurftu svo að ganga að skurð- inum og vera byrjaðir að vinna klukkan 8. Vinnuflokkurinn sem þá lauk vaktinni þurfti að ganga aftur að búðunum sem var fullur hálftíma ganga. En það var nú ekki þar með sagt að næsti tíu og hálfur tíminn væri til matar og hvíldar. Fimm daga vikunnar þurfti að fara niður að ánni og sækja matarbirgðir. Það þýddi að fara þurfti út um klukkan 13:30 og til baka var ekki komið fyrr en milli 17 og 18 á daginn. í búðunum þar sem við vorum áður létu þeir þá sem voru of veikir til að vinna á skurð- inum sækja matarbirgðirnar en hér voru allir sendir í skurðinn nema þeir sem voru rúm- fastir. Vegna þessa þurftu þeir sem unnu í skurðinum á nóttunni að sækja matarbirgð- irnar síðdegis. Maður var vinnandi eða á leið- inni í og úr vinnu í fjórtán tíma og fjóra tíma að sækja matarbirgðir. Þá voru aðeins eftir sex tímar á sólarhring til að borða, sofa og þrífa sig. Fyrstu vikuna, þegar enn voru yfir þrjú- hundruð hraustir menn í ensk-áströlsku búð- unum, þurfd hver aðeins í matarleiðangur tvisvar á viku. Það hefði meira að segja getað verið sjaldnar, en helmingurinn af þessum þrjúhundruð voru á dagvakt og því aðeins hundrað og fimmtíu eftir á hinni óhamingju- sömu næturvakt. Auðvitað gat enginn venju- legur maður staðið undir þvílíku álagi og það með því að fá aðeins svolítið af hrísgrjónum dag hvern. í ofanálag við alla þessa vinnu bættist svo blóðkreppusótt og aðrir sjúkdóm- ar sem breiddust út á ógnarhraða. Þar sem vinnufærir menn urðu sífellt færri jókst byrð- in á þeim sem uppi stóðu og eftir fáeinar vik- ur þurftu þeir að sækja matarbirgðirnar alla fimm dagana til viðbótar við að vinna í skurðinum á nóttunni og höfðu því aðeins tvo daga á viku til einhverrar hvíldar. Sífellt fleiri menn kiknuðu undan álaginu, urðu veikir eða hreinlega misstu vitið. Aldrei fengu þeir þó að ná sér til fulls áður en þeim var sparkað í vinnu aftur. Þeir entust samt aldrei lengur en þrjá til fjóra daga í senn áður en þeir veiktust á ný. Dagskráin sem við þurftum að fylgja í hinum búðunum féll al- veg í skuggann fyrir þessu og eins voru japönsku liðsforingjarnir hin mestu prúð- menni miðað við þessa harðstjóra. Þar voru bara hýddir þeir sem voru með eitthvað hangs og þeir sem ögruðu hinu mis-vonda skapi liðsforingjanna á einhvern hátt. Hér var meira misþyrmt af handahófi og hver sá barinn sem vann ekki nógu hratt að þeirra mati. Sérstaklega voru tveir varðanna einfaldlega bara blóðþyrstir sadistar. Þeir hétu „Musso“ og „The Bull“ og á milli þeira virtist vera keppni um það hvor gæti valdið meiri sárs- auka. Þeir voru báðir á næturvaktinni og mættu á staðinn með reipi bundið um úlnlið- inn sem þeir beittu þegar ofbeldisþörfin kom yfir þá. Einnig voru þeir með sinn hvorn bambusinn, með vel klofna enda þar sem það þótti sársaukafyllra. Flest gátu þeir þó notað sem barefli og var skófla í miklu uppálialdi, sérstaklega hjá Musso. Á hverjum morgni komu tveir eða þrír frá vinnu útataðir í blóði, rennandi eða storknuðu, meðan aðrir voru með bólgin og marin andlit en án augnbrúna og augnhára þar sem þau höfðu verið brennd af með logsuðutæki. Þetta var uppáhalds pyntingaraðferð annars Japana sem kallaðist „Snowdrop". Svona keyrðu þeir menn áfram eins og grimmur húsbóndi lemur burðardýr áfram, lengra en það mögulega getur komist. Menn voru skjögrandi áfram með fimm metra Ianga tráboli eða rúllandi risastórum grjóthnull- ungum á undan sér til enda skurðarins með Japana hlaupandi við hlið sér, berjandi þá í hné, sköflung og ökkla til að keyra þá áfram. Oft féllu menn í yfirlið og til að ganga úr skugga um að þeir væru ekki að látast var sparkað í magann á þeim, rifbeinin eða nár- ann. Ef maðurinn hreyfði sig ekki eftir það var uppáhalds bragðið að rúlla honum á mag- ann og hoppa í hnésbæturnar á honum þannig að hnéskeljarnar nudduðust vel í lausa mölina. Ef hann rúllaði á hliðina var útgáfan sú að standa á vanga fangans, mjaka sér vel fram og til baka og rífa undirhökuna á möl- inni. Ykkur er óhætt að trúa mér þegar ég segi að báðar þessar áðferðir voru gífurlega á- hrifaríkar til að ganga úr skugga um það hvort að yfirliðið var í alvöru eða ekki. Eitt sinn var maður barinn svo illa að Jap- anarnir héldu að hann væri að deyja. Þá sóttu þeir fjóra fanga og skipuðu þeim að hlaða steinum ofan á hann. Fangarnir tóku eftir því að maðurinn var enn með lífsmarki en Japanarnir sögðu að það skipti ekki máli-þeir mættu grafa hann lifandi. Það var svo fyrir mikinn sannfæringarkraft hugrakks ástralsks liðsforinga (sem eðlilega þurfti að þola bym- ingshögg fyrir vikið, en lét það ekki aftra sér) að þeir skiptu loksins um skoðun og létu bera manninn til búðanna. Hann var borinn á Sjómannablaðið Víkingur 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.