Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 43
Þetta var uppáhalds pyntingaraðferð annars Japana sem kallaðist „Snowdrop". dofnuðu fékk hann yfir sig bambushýðingar. Svona var hann látinn vera í klukkutíma og leið yfir hann tvisvar á þeim tíma, en þegar yfir hann leið í þriðja skiptið kom hann ekki aftur til meðvitundar. Honum var hjáipað að búðunum við vaktarlok en dó viku síðar úr kóleru sem hann var örugglaga kominn með áður en hann varð Ieikfang í höndum „Musso“. Gáið að því að „Musso“ var einungis ó- breyttur hermaður undir engu aðhaldi eða hömlum frá yfirmönnum sínum. Nafn hans var eitt af fáum nöfnum sem við komumst að. Hann var óbreyttur Kanaga. Ég verð að játa það að mér féll ekki eitt einasta tár þegar ég frétti að eftir stríðið hefðu bæði „Musso“ og „The Bull“ verið hengdir eftir réttarhöld hjá stríðsglæpadómsstólnum. Ég frétti þó aldrei hvað varð um „Snowdrop“. Að loknum þremur vikum vorum við að þrotum komnir. I okkar hluta búðanna ein- um voru fimmtíu dánir, hundrað og fimm- tíu rúmliggjandi í sjúkratjaldi og aðeins fimmtíu vinnufærir enn. Svipað ástand var hjá Áströlunum nema hvað tölurnar voru tvisvar sinnum hærri en hjá okkur. Meira að segja Japanarnir gerðu sér grein fyrir að eitthvað þurfti að gera þar sem þeir fáu menn sem enn stóðu uppi voru að gefast upp, þó þeir reyndu að halda þeim uppi með barsmíðum. Það kemur bara sá tími að hvers konar barsmíðar virðast ákjósanlegri en meiri vinna. Japanarnir fengu snjalla hugmynd. Þeir útskýrðu að vinnandi menn þyrftu meiri mat en þeir sem voru rúmliggjandi á sjúkra- húsi. Þetta virtist mjög svo rökrétt hugsun en dýrðarljóminn fór þó af henni þegar þeir útskýrðu nánar hvað þeir meintu. Þeir ætl- uðu að hafa skammtana nákvæmlega jafn stóra og þeir voru hjá vinnumönnunum en minnka sjúkrahúsmatinn niður í tvær mál- tíðir á dag. Þá fengu vinnandi menn meira en hinir, ekki satt? ■ Sigurjón Egilsson ritstjóri Eru laun sjó manna svo sérstök? Sigurjón Egilsson ritstjóri spyr hvort rétt sé að bera saman laun sjó- manna og hálaunaðra bankamanna. Eftir að ljóst var að einstaka starfs- menn Fjárfesting- arbanka atvinnu- lífsins væru með hærri tekjur en venja hefur verið til að borga hér á landi var meðal annars gripið til þess, þegar verja átti háulaunin, að þeir sem svo mikið fá greitt hafi staðið sig einstaklega vel í starfi og þess vegna bæri þeim að bera vel úr býtum. Það var leitað fleiri raka og þar á meðal annars voru yfirmenn bankans bornir saman við aflaskipstjóra. En er sá samanburður til einhvers? Eru störf bankamannsins og skipstjórans ekki svo ólík að allur samanburður verður ekki einu sinni til gamans og hvað þá til gagns. Ég gul- Iyrði að ef einhverjum ber að hafa há laun þá er það aflaskipstjórinn, ég tala nú ekki urn ef hann er jafnframt gætinn og góður sjómaður. Ég hef unnið með mörgum manninum, stjórnendum til sjós og lands og ég hef aldrei í landi séð stjórnenda sem þarf að leggja á sig það sem skipstjóri þarf að gera, þegar aðstæð- ur krefjast þess.Lesendur Sjómannablaðsins Víkings þekkja flestir þær aðstæður sent geta skapast til sjós og hversu mikið þær krefjast af sjómönnunt og þá sérstaklega skipstjórum. Það er ekki þannig að hægt sé að kalla saman fundi eða ráðstefnur áður en ákvarðanir eru teknar til sjós, oft á tíðum ákvarðanir sem með engu móti er hægt að taka til baka. Það eitt gerir starf stjórnanda til sjós kröfuharðara en annarra. Rétt ákvörðun skipstjórans getur skilið milli lífs og dauða. Það er sérstaða. Annað sem verður að geta um er að sjó- menn bera mikinn kostnað vegna olíu sem þarf urn borð í skipin. Þeir sem vilja bera sig saman við sjómenn verða að geta þess að þeir bera ekki kostnað af rekstri bankanna. Alls ekki. f ljós hefúr komið að hálaunðu menn- irnir sem bornir eru saman við skipstjóranna þurfa alls ekki að borga til vinnustaðarins, nei þeir aka um á bílum sem bankinn á og þeir þurfa ekki einu sinni að borga bensín á þá bíla sem þeim eru útvegaðir, hvað þá að þeir þurfi að borga olíu á fiskiskip. Hitt er rétt að aflasælir sjómenn hafa góð laun, sem betur fer, þar sem lítil von væri til þess að menn fengjust til þess að starfa á sjó ef launin gætu ekki orðið góð þegar vel gengur. Hér kem ég að einu atriði til viðbótar, en það er einmitt það að þegar lítið eða ekkert fiskast þá eru laun sjómanna ekkert til að hrópa húrra yfir. Það er staðreynd að kauptrygging skipstjóra nær ekki 150 þúsund krónum á mánuði og jafnvel aflasælastu skipstjórar þurfa á stundum að sættast á að uppskera trygginguna eina. Þó menn séu hæfir og kræfir ráða þeir ekki veðrurn og vindum. En að endingu langar ntig að geta þess sem ég heyrði einn af reyndari skipstjórunt lands- ins segja þegar hann heyrði af launum banka- mannanna og samanburðinum við skip- stjórana. Hann sagðist, og það réttilega, þekkja vel til, en hann vissi ekki um neinn skipstjóra sem hefðu nálægt því sömu árslaun og viðmiðunarhópurinn á bankakontórnum við Ármúla í Reykjavík. ■ Sjómannablaðið Víkingur 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.