Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 35
krabbadýr (mest áta) og smokkfiskar sam-
kvæmt útreikningunum og hafa því ekki
a.m.k. bein áhrif á nytjastofna fiska. Ekki er
unnt að meta hugsanleg óbein áhrif t.d. vegna
samkeppni um fæðu, út frá fyrirliggjandi upp-
lýsingum. Þótt fiskneysla hvala sé jafnmikil eða
meiri en fiskaflinn er ekki þar með sagt að
fækkun hvala jafngildi auknum fiskafla. Sem
fyrsta nálgun við þá spurningu var gerð tilraun
til að kanna hugsanleg áhrif þriggja tegunda
skíðishvala, hrefnu, langreyðar og hnúfubaks á
stofna þorsks, loðnu og rækju með notkun
fjölstofnalfkans Hafrannsóknastofnunarinnar.
Samkvæmt útreikningunum á neyslu er
hrefnan langatkvæðamesta fiskætan meðal
hvala á landgrunni fslands. Fyrirliggjandi
þekking um fæðuval hrefnu hér við land er af
skornum skammti og byggist á greiningu inni-
halds um 60 maga. Samkvæmt þessum tak-
mörkuðu gögnum er ljósáta 39% fæðunnar,
loðna 30%, síii 25% og þorskfiskar 6%. Þorsk-
ur var meðal fæðutegundanna en ekki var unnt
að meta hlutdeild tegundarinnar innan fæðu-
flokksins þorskfiska en hvert prósent skiptir
miklu máli þegar um er að ræða heildarneyslu
upp á tvær milljónir tonna. I eftirfarandi úr-
eikningum er gert ráð fyrir að þorskur sé 3% af
fæðu hrefnu.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er 97% af
fæðu langreyðar ljósáta og 3% fiskmeti. Þótt
gögn þessi séu mikil af vöxtum eru þau tak-
mörkuð í tíma og rúmi þar sem þau byggja ein-
göngu á sýnatöku úr langreyðum sem veiddar
voru yfir sumartíman á hvalveiðimiðunum
vestur af landinu. Fiskmeti, einkum loðna hef-
ur mælst mun stærri hluti af fæðu langreyðar
annars staðar í Norður Atlantshafi. I fjölstofna-
líkaninu er gert ráð fyrir að loðna sé 2.5% af
fæðu langreyðar.
Nánast engar athuganir liggja fyrir á maga-
innihaldi hnúfubaks hér við land. Með hlið-
sjón af erlendum athugunum og því hve
hnúfubakur er algengur á loðnumiðum hér við
land, er gert ráð fyrir að loðna sé 60% af fæðu
tegundarinnar.
í útreikningunum var jafnframt gert ráð fyr-
ir að stærð þessara þriggja hvalastofna væri
70% af „hámarksstofnstærð" og var leitast við
að kanna áhrif þess á á stofna þorsks, loðnu og
rækju að hvalastofnarnir yxu í hámarksstærð. I
stuttu máli benda niðurstöðurnar til að slíkur
vöxtur hvalastofna gæti haft umtalsverð áhrif
til lækkunar á afrakstursgetu þorsks og loðnu
og vegar áhrif hrefnu þar þyngst.
Veiðum úr íslenska þorskstofninum er
stjórnað samkvæmt svokallaðri aflareglu þar
sem leyft er að veiða 25% af veiðistofni (þ.e.
lífmassa fjögurra ára og eldri). Þessari veiði-
stjórnun er ætlað að byggja upp þorskstofninn
þannig að ársafli þorsks verði um 350 þúsund
tonn í framtíðinni (langtímaafrakstursgeta).
Hrefna er eina hvalategundin í líkaninu sem
étur þorsk, en vitað er þó að ýmsar tegundir
tannhvala éta einnig þorsk. Samkvæmt niður-
stöðum fjölstofnalíkansins minnkar ofan-
greind langtímaafrakstursgeta þorsks um allt
að 20% eða sem samsvarar um 75 þúsund
tonna veiði árlega ef hugsanleg fjölgun hvala-
tegundanna er tekin með í dæmið (6. mynd).
Einnig gætu áhrifin á loðnustofninn orðið um-
talsverð eða um 10% minnkun í langtíma-
afrakstri eða um 60 þús. tonn. Ekki var gert ráð
fyrir afráni hvala á rækju, en þó koma fram ó-
bein áhrif á rækjustofninn, en samkvæmt
reiknilíkaninu eykst rækjuaflinn með aukn-
ingu hvalastofna. Þetta skýrist af sterku sam-
bandi þorsks (sem afræningja) og rækju (sem
bráðar) og er því afleiðing af ofangreindum á-
hrifum hvalastofnanna á þorskstofninn. Þessi
óbeinu áhrif á rækjuafla vega þó lítið á móti of-
angreindum áhrifum á fiskistofnana auk þess
sem þau eru bundin enn meiru óvissu en hin
beinu áhrif.
Stærstu óvissuþættir þessara útreikninga
varða hlutdeild þorsks í fæðu hrefnunnar og
framtíðarþróun í stærð hvalastofnanna. Eins
og áður sagði eru fyrirliggjandi gögn um fæðu
hrefnunnar hér við land afar takmörkuð. I út-
reikningunum var gert ráð fyrir að 3% af fæðu
hrefnunnar væri þorskur, en þegar hlutdeildar-
tölur eru svo lágar er lítill gagnagrunnur sérlega
bagalegur. Hugsanlega eru vaxtarmöguleikar
hvalastofnanna ofmetnir í útreikningunum.
Þannig bendir fyrrnefnd úttekt NAMMCO til
að hrefnustofninn hér við land sé yfir 90% af
„upphaflegri" stærð og hefur samkvæmt því
ekld mikla vaxtarmöguleika ef gert er ráð fyrir
að upphafleg stofnstærð sé föst og óbreytanleg
stærð. Það er hins vegar ekki líklegt, t.d. virðist
hnúfubaksstofninn þegar vera kominn yfir
„upphaflega" stofnstærð án þess að sjáanleg
merki séu um að hægt hafi á vexti stofnsins sem
verið hefur 10-15% undanfarna áratugi. Ef
hrefnustofninn er hins vegar við burðarmörk
vistkerfisins má Iíta svo á að áhrifin séu þegar
komin fram sem hluti af náttúrulegri dánar-
tíðni þorsks. I því tilfelli myndi endurupptaka
hrefnuveiða sem miðaðist við að halda stofnin-
um í þeirri stærð sem gefur hámarksafrakstur
(60-70% af upphaflegri stærð) líklega hafa
svipuð hlutfallsleg áhrif á afrakstursgetu
þorsks, en slíkt þyrfti þó að kanna sérstaklega.
Einnig má nefna óvissu í stofnmati hvalanna,
einkum hvað varðar hrefnu. Mun hærra mat á
stofnstærð hrefnu hér við land fékkst í hvala-
talningunum 1995 en í eldri talningum, en
jafnframt voru hærri öryggismörk um matið. I
útreikningunum voru einungis skoðuð áhrif
þriggja tegunda skíðishvala, en fleiri hvalateg-
undir gætu hugsanlega einnig verið mikilvægar
í þessu samhengi, t.d. höfrungategundirnar
sem virðast sækja mikið í þorskfiska.
Segja má að niðurstöður þess að bæta ofan-
greindum þrem tegundum skíðishvala inn í
fjölstofnalíkanið sé aukin óvissa um framtíðar-
þróun stofna þorsks, loðnu og rækju. Standist
helstu forsendur útreikninganna er þó ljóst að
hvalir geta haft veruleg áhrif á afrakstur ann-
arra nytjastofna við Island og er því mikilvægt
að tillit sé tekið til áhrifa þeirra við gerð fjöl-
stofnalíkana. Til þess þarf þó að minnka óviss-
una með auknum rannsóknum. Þáttur hrefnu
virðist einkar mikilvægur í efnahagslegu tilliti
vegna hugsanlegra áhrifa á afrakstur þorsk-
stofnsins, en þar er jafnframt brýn þörf á aukn-
um rannsóknum á fæðuvali til að að meta á-
hrifin af meiri nákvæmni en unnt hefur verið
að gera til þessa. Einnig er mikilvægt að afla
frekari gagna um fæðuval annarra hvalateg-
unda og fylgjast áfram með þróun hvalastofna
hér við land með reglulegum talningum. M
Önnumst allar raflagnir og viógeróir í bátum, skipum oi
verksmiöjum. Áratuga þjónusta viö íslenskan sjávarútvei
tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuöu starfsfólki.
SEGULL HF. Fiskislóð 2 til 8 Sfmi: 551 3099 Fax: 552 6282
Sjómannablaðið Víkingur
35