Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 33
3. mynd. Dreifing langreyða sem sáust í hvalatalningum á N-Atlantshafi 1995.
Til að meta núverandi ástand hvalastofna
miðað við „upprunalegt“ ástand (þ.e. áður en
veiðar hófust) þurfa að liggja fyrir upplýsingar
um stofngerð (skilgreining stofnsvæðis), fjölda
hvala á stofnsvæðinu (úr hvalatalningum) og
veiðisögu svæðisins auk upplýsinga um há-
marksafrakstursgetu tegundarinnar. Innan Al-
þjóðahvalveiðiráðsins hefur verið þróað reikni-
líkan sem metur stofnþróun aftur í tímann út
frá þessum þáttum og þar með upprunalega
stofnstærð. Mat á hæfilegum afrakstri er þó
ætíð háð fínstillingu reikniiíkansins eftir gefn-
um forsendum.
Vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins gerði
heildarúttekt á ástandi hrefnu- og langreyðar-
stofna í Norður Atlantshafi árin 1990 og 1991.
/treikningar nefndarinnar sýndu m.a. að veiðar
undanfarna áratugi hefðu engin teljandi áhrif
haft á Mið-Atlantshafsstofn hrefnu og að Aust-
ur-Grænlands-íslandsstofn langreyðar væri í
góðu ástandi. Ekki náðist þó samstaða innan
nefndarinnar varðandi veiðiþol stofnanna. í
Ijósi nýrra talninganiðurstaðna frá 1995 gerði
vísindanefnd Norður Atlantshafs Sjávarspen-
dýraráðsins úttektir á ástandi Mið-Atlantshafs-
stofns hrefnu (1997) og Austur Grænlands-fs-
landsstofns langreyðar (1999). Niðurstaða vís-
indanefndarinnar var að hvort sem litið væri á
Mið-Atlantshafsstofninn í heild sinni eða ein-
göngu íslenska strandsvæðið, væri hrefnustofn-
inn nú nálægt upprunalegri stærð. Samkvæmt
varfærnustu forsendum sem raunhæft þótti að
nota í úttektinni var hámarksafrakstursgeta ís-
lenska strandsvæðisins til iangs tíma litið talin
vera 253 dýr.
Varðandi Austur Grænlands-íslandsstofn
langreyðar voru niðurstöður vísindanefndar-
innar að ástand stofnsins sé gott og að veiðar á
allt að 200 dýrum árlega næstu 10 ár myndu
ekki færa stofnstærðina niður fyrir 70% af
upphaflegri stofnstærð þótt gengið væri út frá
svartsýnustu forsendum. Jafnvel ef gengið er út
frá 1% hámarksafrakstursgetu, sem vísinda-
nefndin taldi þó neðan raunhæfismarka,
myndi stofninn, með þessu veiðiálagi, vera
stærri árið 2020 en hann var árið 1990 er hval-
veiðum var hætt Vísindanefndin þó rétt, vegna
óvissu í stofngerð, að mælast til að veiðunum
yrði dreift innan stofnsvæðisins ef leyfðar yrðu
veiðar á 200 langreyðum á ári.
Ofangreindar úttektir á langreyði og hrefnu,
sem verða að teljast mjög varfærnislegar, benda
eindregið til að stofnar tegundanna hér við land
séu í mjög góðu ástandi og þoli umtalsverðar
veiðar. Hrefnuveiðar hér við land meginhluta
þessarar aldar virðast hafá haft hverfandi áhrif á
stofninn. Langreyðarstofninn virðist hafa náð að
jafna sig eftir ofveiði aldamótanna er veiðar
hófust frá Hvalfjarðarstöðinni 1948 og þolað
þær veiðar vel. Athyglivert er að steypireyðar-
stofninn virðist hafá átt mun erfiðara uppdrátt-
ar, en hann er nú talinn vera um eða innan við
1000 dýr sem er einungis lítið brot af upphaf-
legri stærð. Ekki hefur verið gerð úttekt á ástandi
og veiðiþoli sandreyðarstofnsins hér við land
sem talinn er vera a.m.k. 10500 dýr, en ólíklegt
verður þó að teljast að veiðar undanfarinna ára-
tuga, sem námu að meðaltali 0.6% af þessari
stofnstærð hafi haft alvarleg áhrif á stofninn. f
samræmi við fyrrgreindar alþjóðlegar úttektir á
hvalastofnum hér við land hefur Hafrannsókna-
stofnunin lagt til að aflamark verði 250 hrefnur
og 200 langreyðar.
Fjölstofnarannsóknir
Samfara fullnýtingu fiskistofna, og oft vel
það, hefur á undanförnum árum verið vaxandi
áhugi innan fiskifræðinnar á svokölluðum fjöl-
stofnarannsóknum, þ.e. vistfræðilegu samspili
tegundanna í fæðuvef sjávar. Fjölstofnasamspil
er í eðli sínu mjög flókið og rannsóknir á því
sviði skammt á veg komnar. Þessar rannsóknir
verða aldrei svo fullkomnar að hægt sé að taka
alla þætti vistkerfisins til greina og spá fyrir um
allar hugsanlegar víxlverkanir, enda er það ekki
tilgangur þeirra. Á hinn bóginn er með þessum
rannsóknum leitast við að rannsaka vistfræði-
legt umhverfi nytjategunda sjávar með það fyr-
ir augum að öðlast betri skilning á helstu á-
hrifavöldum í afkomu þessarra stofna. Hér við
land eru rannsóknir þessar lengst komnar varð-
andi samspil þorsks, loðnu og rækju og er þeg-
ar farið að taka tillit til þeirra í veiðiráðgjöf.
í umræðum um hvalveiðimál á undanförn-
um árum hefur át hvala og hugsanleg áhrif
þeirra á aðra nytjastofna sjávar oft verið ofar-
lega á baugi. Hvalatalningar undanfarinn ára-
tug hafa leitt í ljós að mikill lífmassi felst í
hvalastofnum á fslandsmiðum og því forvitni-
legt að kanna hlutverk þeirra í lífríki hafsins.
Fyrirfram er þó ljóst að mikið skortir á upplýs-
ingar um fæðuval margra hvalategunda til að
unnt sé að fá nákvæma mynd af fjölstofnaá-
hrifum þeirra. Á Hafrannsóknastofnuninni
hefur þó, út frá bestu fyrirliggjandi upplýsing-
um um hverja tegund, verið lagt mat á heildar-
afrán hvala og einnig hafa verið gerðar tilraun-
ir til að kanna hugsanleg áhrif nokkurra hvala-
tetgunda með aðstoð fjölstofnalíkans. Lögð
skal áherslu á að hér er einungis um grófa nálg-
un að ræða sem ætti þó að gefa rétta mynd af
stærðargráðunni.
Til grundvallar útreikningunum á afráni
hvala lágu effirfarandi upplýsingar :
1) Stofnstærðir að sumarlagi (júlí) sam-
kvæmt talningum.
2) Meðalþyngdir einstaklinga.
3) Almenn orkuþörf spendýra
4) Far og viðverutími í hafinu umhverfis
landið.
5) Fæðusamsetning.
6) Orkuinnihald fæðu.
Gengið er út frá stofnstærðum mismunandi
hvalategunda í júlí þegar hvalatalningar fóru
fram, en þá er fjöldi flestra tegunda nálægt há-
marki. Fjöldinn í öðrum mánuðum var reikn-
aður út frá tiltækum gögnum um far tegund-
anna, þ.e. hlutfallslegan þéttleika á hálfs mán-
aðar tímabilum (4. Mynd) og árleg viðvera teg-
undar („hvaldagar") svo fengin með samlagn-
ingu allra hálfs mánaðar tímabila ársins. Dag-
leg orkuþörf einstaklinga var reiknuð út frá al-
mennum lífeðlisfræðilegum lögmálum um
samband orkuþarfar spendýra og líkams-
þyngdar viðkomandi hvalategundar en árleg
orkuþörf tegundarinnar síðan fengin með ein-
faldri margföldun með fjölda hvaldaga. Þessari
heildarorkuþörf var síðan skipt niður á fæðu-
Sjómannablaðið Víkingur
33