Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Qupperneq 42
Eitt sinn var maður barinn svo illa að Japanarnir héldu að hann væri að deyja. Þá sóttu þeir
fjóra fanga og skipuðu þeim að hlaða steinum ofan á hann.
sjúkrabörum og rankaði við sér nokkru
seinna, en barsmíðarnar höfðu gert hann
nánast vitskertan, hann hvarf inn í frumskóg-
inn og var týndur þar í tvo daga. A þriðja
degi var hann orðinn svangur og kom til baka
en þá alveg horfinn okkur og kominn á eitt-
hvað annað plan, en skemmtilegt aðhlát-
ursefni fyrir Japanana. Ef við hefðum búið
um hann í sjúlcratjaldinu, hefði hann senni-
lega týnst á ný þannig að við fengum honum
vinnu í eldhúsinu þar sem hann var innan
um annað fólk. Þar vann hann þó aðeins í
tæpan hálfan mánuð áður en hann gafst upp
og dó drottni sínum.
Næstu búðir við okkur voru við Hintok og
þar var einn fangi bókstaflega barinn í hel.
Hann var gómaður þar sem hann lá og hvíldi
sig í runnum fyrir neðan skurðinn hjá þeim.
Japanarnir fóru með hann í skurðinn og
börðu hann eins og harðfisk fyrir framan
hina. Hann leið nokkrum sinnum út af en
rankaði við sér eftir hinar vanalegu aðferðir
sem notaðar voru við þessar aðstæður.
Þannig héldu þeir áfram þar til hann komst
eldd aftur til meðvitundar. Hann var þó ekki
dáinn enn og var borinn til búðanna. En þó
hann hafi komið til meðvitundar aftur tók
það sig ekki fyrir hann að fara á næstu vakt
með það eitt fyrir augum að deyja sem og
hann gerði.
Hintok Japanarnir voru ekkert skárri en
„Musso“ og „The Bull“. I einu tilfellinu
þörfnuðust þeir hundrað og tuttugu manna
vinnuflokks en gátu bara safnað saman hund-
rað og fimm mönnum í Hintok. Þá fóru þeir
bara í sjúkratjaldið og tóku fyrstu fimmtán
mennina sem á vegi þeirra voru þó að allir
væru þeir langt leiddir af blóðkreppusótt.
Þeim var safnað saman og sendir af stað að
skurðinum. Einn þeirra var sérstaklega mik-
ið veikur en enginn mátti hjálpa honum á-
fram og eftir að hafa hrunið nokkrum sinn-
um komst hann ekki lengra. Honum tókst
að lokum að skríða aftur í sjúkratjaldið en
þegar Japanarnir uppgötvuðu að hann vant-
aði náðu þeir aftur í hann. Þar sem hann stóð
ekki sjálfúr í fæturna studdu hann tveir með-
an sá þriðji barði hann af miklum krafti.
Hann engdist um á jörðinni meðan þeir
spörkuðu í hann og börðu til óbóta. Hann
var enn lifandi þegar þeir hættu en dó tveim-
ur tímum síðar.
Svipað dæmi kom upp í búðunum okkar.
Þrír mjög veikir mennu féllu í yfirlið á leið til
vinnu og „Musso“ sendi flokksstjórann á eft-
ir þeim. Hann safnaði þeim saman og rak á-
fram til vinnu. Musso“ kom á móti þeim og
byrjaði þegar í stað að berja þá með digrum
bambus. Hann braut fyrstu tvo bambusana
eftir allnokkur bylmingshögg, en náði þá í
uppáhaldsverkfærið sitt, skóflu. Hann barði
þá miskunnarlaust í dágóðan tíma og skipaði
þeim síðan að sækja stóran tein og bera hann
langa leið langa leið. Þar sem þetta var næt-
urvakt og engin brennandi heit sól til að auka
á raunir þeirra, skipaði hann þeim að halda
teininum fyrir ofan höfuð. Það var þó sama
hvað hann barði þá til og frá, þeir gátu ekki
lyft teininum upp fyrir höfuð. En loksins
tókst þeim að ná teininum upp að brjóstkassa
og þar þurftu þeir að halda honum í tuttugu
mínútur. í hvert skipti sem þeir slökuðu á
greip hann inn r' með skóflunni og þar sem
þeir gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér voru
þeir í hræðilegu ástandi þagar hann ioksins
sleppti þeim.
„Musso“ vann sér fleira til frægðar þesa
sömu nótt. Náungi sem ég kallaði Benny
hélt á meitli og félagi hans hitti ekki með
hamrinum með þeim afleiðingum að hann
braut höndina á Benny. „Musso“ kenndi
Benny um að hafa ekki haldið meitlinum
beinum og í stað þess að láta gera að meiðsl-
unum var hann settur í að snúa stórri sveif
sem knúði rafal fyrir flóðlýsinguna í skurðin-
um. Það var alltof erfitt fyrir hann að snúa
sveifinni með annarri höndinni svo að
neyddist til að nota hina höndina sem var
blóðug og brotin. „Musso“ stóð yfir honum
og í hvert skipti sem hann slakaði á og ljósin
42
Sjómannablaðið Víkingur