Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 52
- framhald af bls. 27 Virðingarleysi og vanmat á sjómannamenntuninni og störfum sjómanna kemur einnig fram í landlægum undanþágum til starfa í atvinnuveginum, segir meðal annars í grein Guðjóns. Samstarf Með cieil iskipulagi að skólahverfi á Rauðarárholti, var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur 10. september 1996, að því stóðu Stýrimannaskólinn í Reykjavík, Vél- skóli íslands og Kennaraháskóli íslands. Með samþykki menntamálaráðherra var skipun samstafsnefndar milli þessara þriggja skóla á holtinu staðfest hinn 12. mars 1998. Ég hefi ávallt gert mér miklar vonir um að samstarf þeirra þriggja skóla sem eru á Rauðarárholti, Kennaraháskóla Islands, Vélskóla Islands og Stýrimannaskólans í Reykjavík muni lyfta skipstjórnarmenntun í landinu og Stýrimannaskólanum í Reykjavík á hærra plan, ef unnið er að heilindum að slíku samstarfi. Með meira og fjölbreyttara framboði á námi getur skipstjórnarnámið orðið eftirsóknarvert og eins og mál hafa þróast teldi ég það heillavænlegt að bóklegt nám Fiskvinnsluskólans kæmi inn í Sjómannaskólann, þó að Fiskvinnsluskólinn yrði áfram sjálfstæð stofnun. Umræður um Tækniháskóla atvinnulífsins eru hafnar og ég held að það væri engin goðgá að nemendur í vélaverkfræði og tæknigreinum tengdust þeim tæknivæddu skólum sem eru í Sjómannaskólanum, Stýrimannaskólanum og Vélskólanum. Með áfanganáminu nýtast skólastofur betur en áður var, þegar hver bekkjardeild hafYi sína stofu allan daginn. Skipstjórnar- og vélstjórnarnám mun þegar tímar líða þykja vænlegur kostur og margir möguleikar eru fýrir ungt fólk sem fer í slíkt nám, sem er blandað verklegt og bók- legt nám. Aðsókn En það er alvarlegt mál, ekki aðeins fýrir þessar skólastofnanir heldur alla íslendinga og þjóðarbúið í heild, ef ungt fólk fæst ekki til starfa í sjávarútvegi, hvort sem er á sjó eða í landi, nema þá til að selja sjávarafurðir og útgerðarvörur og þjónustu tengda sjávarútvegi. Öll umræða og hugsun um þennan undirstöðuatvinnuveg og menntun verður að vera mun jákvæðari en verið hefur um langa hríð. Þetta á við bæði um fjölmiðla, stjórnvöld og allan almenning. Iðulega heyrir maður og Ies ótrúlegt svart- nættisraus þeirra sem starfa í sjávarútveg- inum, sem hefur þó haft góða afkomu á undanförnum árum og á mikla möguleika. Virðingarleysi og vanmat á sjómanna- menntuninni og störfúm sjómanna kemur einnig fram í landlægum undanþágum til starfa í atvinnuveginum. Reglugerð menntamálaráðuneytisins er ekki fýlgt eftir þrátt fýrir ítrekaðar óskir og kvartanir Stýrimannaskólans um að þeir aði- lar sem gefa út prófskírteini geri það. I skjóli samkeppnislaga hefúr Stýrimanna- skólinn meira að segja mátt sæta ákærum Siglingaskólans og fýrrverandi kennara skólans til margra ára fýrir of lág verð á þes- sum námskeiðum, sem skv. reglugerð eiga að vera 168 kennslustundir, en fjöldi kennslus- tunda í einstökum greinum hefur verið settur í samræmi við þær kröfur um öryggi og þekkingu sem telst nauðsynleg tiil að stjórna skipum af þessar stærð. Hér má nefna greinar eins og siglingafræði, stöðugleika.siglingatæki og veðurfræði, tækjakennslu og siglingasam- líkir. f Stýrimannaskólanum í Reykjavík hefúr verið reynt að hafa sérfræðinga til kennslu í hverri námsgrein, en samkeppnisaðilinn svonefndi auglýsir fullum fetum námið á op- inberum vettvangi innan þeirra tímamarka, að þó að kennt væri allar stundir og engar frímínútur teknar næðist ekki nema 110 kennslustundir á auglýstum tíma. Svona lagað lyftir auðvitað ekki þessu námi. 30 rúmlesta námið í sjávarútvegs- brautum er undanfari náms á hærri réttinda- stigum. í Vestmannaeyjum fóru siglinga- fiski- leitar- og fjarskiptatæki Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum undir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, þegar stýrimannaskólarnir féllu undir framhaldsskólalögin. Þar er einnig siglingasamlíkir og kennarar með áratuga kennslu skipstjórnarfræða. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum var því einn þeirra skóla sem fékk heimild menntamálaráðuneytisins til að halda sjávarútvegsbrautir. Ekki var þó unnt að halda þá braut þar frekar en annars staYar á landinu nema við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Við Grunnskólinn í Vestmannaeyjum er aftur á móti haldið uppi skipstjórnarnámi sem veitir prófskírteini, er unglingar framvísa síðar og óska eftir fúllum réttindum. Nú stendur til með frv. til laga um áhafnir farþegabáta að þetta próf veiti atvinnuréttindi á minni skip til siglinga með farþega á afmörkuðum hafsvæðum, sem verða nánar skilgreind af Siglingastofnun íslands. Ég undirritaður var einn nefndarmanna sem var því samþykkur og tel að þaY sé í fúllkomnu lagi svo lengi sem tilskilinni kennslu er haldið uppi, en þá verYur líka svo að vera. Þetta ástand sem hér hefúr verið lýst á sér ekki hliðstæðu í neinni annarri atvinnugrein. Það hvetur ekki beinlínis dugmikla og kapp- sama nemendur, sem viY þurfúm einmitt á að halda í sjávarútveginum til að fara í þetta nám. Ég tel að Stýrimannaskólinn í Reykjavík hafi af samviskusemi og með öryggi sjó- manna og skipaflotans að leiðarljósi fýlgt samviskusamlega þeim reglugerðum sem á að kenna eftir. Kennarar skólans hafa af reynslu og samviskusemi byggt upp námið. Okkur er bókstaflega sent langt nef fýrir þetta með því að menn komist átölulaust upp með að kenna ekki þá tíma eða það efni sem tilskilið er í reglugerð um 30 rúmlesta námið. Ég 52 Sjómannablaðið Víkinguh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.