Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Side 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Side 47
eftir Hilmar Snorrason skipstjóra Skipstjóri Erika fékk kaldar móttökur hjá Frökkum eftir björgunina. Fækkun hjá Finnum Finnska skipafélagið Finnlines ætlar að flagga út 11 skipum vegna óánægju með sam- keppnismöguleika en skip undir finnskum fána eiga að þeirra sögn ekki möguleika í sam- keppni við skip frá öðrum ríkjum innan Evr- ópubandalagsins. Talið er að ekki færri en 325 fmnskir sjómenn missi vinnuna. Hert eftirlit Siglingamálayfirvöld á Fillippseyjum hafa ákveðið í samvinnu við strandgæsluna að fara í skoðunarherferð gegn innanlandsferjum. Veruleg vanhöld hafa verið á öryggi innan- landsferja en nýlega létust 59 í stóru ferjuslysi þar í landi. Löng sorgarsaga hefur fylgt á- kveðnum útgerðum þar í landi og þá sérstak- lega Gothong Lines en það skipafélag átti ferj- una Dona Paz sem fórst í desember 1987 og með henni um 4000 manns. Þar flugu gámar Frjú hundruð gámar fóru fyrir borð á gámaskipinu OOCL America er það hreppti slæmt veður á leið sinni yfir Kyrrahafið frá Long Beach til Kaohsiung í Taiwan. En það var ekki öll sagan því tvö hundruð gámar til viðbótar urðu fyrir skemmdum um borð. Skipið ber um 5000 gámaeiningar og því hef- ur 10% af farminum verið í uppnámi á þess- ari siglingu skipsins. Góð fjárfesting Nú er hann Bill Gates farinn að snúa sér að sjónum því nýlega keypti þessi ríkasti maður heims 8% hlut í Newport News Shipbuild- ing. Þar með verður hann stærsti einstaki hluthafmn í þessari einu skipasmíðastöð í heiminum sem getur smíðað kjarnorkuknúin flugmóðurskip. Skipasmíðastöðin stendur ekki neitt illa en hjá því starfa um 17.300 manns og var hagnaður síðasta árs 97 milljón- ir dollara. Skipsskaði í desember Eflaust er Iesendum Víkingsins í minni þegar olíuskipið Erika frá Möltu brotnaði í tvennt og sökk undan ströndum Frakldands. Þúsundir tonna af olíu losnuðu frá flakinu og hefur olían menga hundruð kílómetra af strandlengju Frakklands. Mikil óánægja hefur verið með nýtt viðhorf franskra yfirvalda til skipstjóra sem lenda í sjávarháska sem þeir sýndu í kjölfar slyssins. Skipstjóri Erika, ind- verjinn Krun Mathur, var ekki settur í far- bann heldur settur í gæsluvarðhald og því fór hann beint í fangelsi. Þessi meðferð á Mathur hefúr vakið upp spurningar hvort skipstjórar tankskipa séu ekki saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð en það er alla vega viðhorf franskra yfirvalda. Formaður alþjóðasamtaka skip- stjóra sagði að þessi framkoma frakkanna að taka skipstjóra sem væri að koma beint úr sjávarháska og stinga honum í fangelsi væri aðgerð sem myndi valda flótta manna í land. Skipstjóri Erika hefði átt að fá áfallahjálp eftir slíkt slys. Skipstjórinn hafði lent í vandræðum með skip sitt og hafði óskað eftir að fá að koma til hafnar í St. Nazarie í Frakklandi en verið neitað og því hafi hann orðið að halda út í storminn sem varð til þess að skip hans fórst. Séra Tony Rimmer sem er sjómanna- prestur í Dunkerque sendi mótmæli sín til Jacques Chirac forseta og sagði að sjómenn um heim allan væru undrandi á þessu fram- ferði. Skipstjóranum var sleppt út fangelsi áður en jólahátíðin gekk í garð. Einkennileg- ar aðfarir hjá Frökkum. Glæðist hjá könum Það er heldur ekki nema von að Bill hafi fjárfest í skipasmíðastöð því meðalaldur bandaríska kaupskipastólsins eru 30 ár. Kan- arnir eru nú ekki komnir á fullt með smíði á Sjómannablaðið Víkingur 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.