Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 54
Fyrirtækið NORTEK sérhæfir sig í sölu og þjónustu öryggiskerfa Búnaður sem hægt er að treysta Björgvin Tómasson framkvæmdastjóri NORTEK. Fyrirtækið NORTEK sérhæfir sig á sviði öryggiskerfa til sjós og lands. Má þar nefna brunaviðvörunarkerfi, slökkvikerfi, myndavélakerfi, varaaflgjafa, innbrotavið- vörunarkerfi, aðgangsstýrikerfi og neyðarljós. NORTEK selur kerfin, hannar þau og setur upp, þjónustar þau og gerir árlegar skoðanir á þeim. NORTEK ehf var stofnað árið 1996 og er með aðsetur bæði í Reykjavík og á Akureyri. Björgvin Tómas- son rafmagnstæknifræðingur og fram- kvæmdastjóri NORTEK starfaði hjá ABB í Noregi um árabil og þar kynntist hann öryggiskerfum sem þar eru framleidd og þykja einhver þau bestu sem fáanleg eru. Nokkur af þeim veiðiskipum sem nú eru í smíðum erlendis verða búin öryggisker- fum frá NORTEK. Meðal fyrirtækja í landi sem eru með öryggiskerfi frá fyrirtækinu má nefna Kaupþing, Bifreiðar- og landbú- naðarvélar, Vísa ísland og svo sjálft Alþingi. Við ræddum við Björgvin Tómasson um starfsemi NORTEK og fyrst var hann spurður u brunavarnarkerfið sem fyrirtækið selur. „Þegar útgerðarmenn láta smíða fyrir sig skip velja þeir búnaðinn í brúna en skipta sér lítið af hlutum eins og bruna- viðvörunarkerfum. Því er algengt að svokallað rásakerfi sé sett upp í skipum. Það virkar þannig að ef einn skynjari bilar þá þarf að einangra alla rásina. Þetta þýðir að ef rásin er til dæmis í vélarrúmi þá er vélarúmið einangrað og engin viðvörunar- búnaður þar virkur þar til skipið kemur til lands og viðgerð fer fram. Það mega vera upp í 20 skynjarar á hveri rás og í þessum stærri togurum okkar geta verið um 70 skynjarar í skipinu og skipinu skipt upp í ca. átta slaufur." -Að hvaða leyti er sá brunaviðvörunar- búnaður sem þið bjóðið uppá frábrugðinn þessu kerfi? „Við bjóðum svona kerfi en við mælum frekar með hliðrænum kerfum (adressuk- erfi). Þar er hver skynjari með eigið heimil- isfang, ef svo má að orði komast. Þar er hægt að einangra hvern skynjara en öll slaufan er í áfram í lagi og virk. Sá bún- aður sem við bjóðum er frá Eltek í Noregi og finnst hann í nokkrum íslenskum skipum. Verðmunurinn er ekki tiltakanlega mikill á þessum búnaði og það sem munar sparast hiklaust með minni viðhaldskost- naði, auknu öryggi og minnkun á óþarfa brunaboðum. Ég er ekki að halda því fram að sá viðvörunarbúnaður sem nú er um borð í mörgum skipum sé lélegur. Engu að síður er sá hængur á að í versta tilfelli getur verið að enginn skynjari á íbúða- gangi eða í vélarúmi sé virkur vegna þess að einn er bilaður. Kerfið sem Nortek mæl- ir með frá Eltek gefur því mun meira öryggi, er aðeins dýrara í innkaupum, en á móti kemur að það er mun ódýrara í rekstri." -Þú sagðir að hver skynjari frá ykkur væri með eigið heimilisfang. Lýstu því aðeins nánar hvað það þýðir? „Á skjá í stjórnstöð kemur fram nákvæm staðsetning hvers skynjara um borð. Við skulum segja sem svo að skynjari í brú sé númer 201 og ef það númer kemur á skjáinn ásamt texta er strax vitað hvar skynjarinn er sem gefur brunaboð. Sama má segja um skynjara í káetum eða hvar sem er. Þetta er mikið öryggisatriði og sparar dýrmætan tíma. Búnaðurinn frá Eltek er viðurkenndur af virtum flokkunar- félögum svo sem Det Norske Veritas og Lloyds. Við erum nýbúnir að hanna svona kerfi í eitt af nýju skipunum sem er í smíð- um fyrir íslenskt útgerðarfélag. Þar eru tvær stjórnstöðvar í kerfinu, önnur í brú og hin í vélarrúmi. Þær „tala“ hundrað prósent saman og þú færð allar upplýsin- gar á báðum stöðunum og getur gert allar aðgerðir hvort heldur er uppi í brú eða niðri í vélarými. [ hliðrænu kerfunum getum við stillt næmi hvers og eins skynjara til að aðlaga hann umhverfinu og koma þannig í veg fyrir að þeir fari í gang að óþörfu eins og oft vill brenna við í rása kerfum. Þá fara menn að slökkva á skynjararásum sem er mjög alvarlegt mál eins og áður hefur komið fram. Ég er sannfærður um að ef útgerðarmenn taka viðvörunarbúnað okkar strax inn í útboðslýsingu fyrir nýs- míði eða breytingar sem send er skipas- míðastöðvum þá gætir þess í engu í heil- darverði." Slökkvikerfi í framhaldi af þessu liggur beint við að ræða lítið eitt um slökkvikerfi. NORTEK býður fram stór og lítil slökkvikerfi af ýmsum gerðum, til dæmis C02, vatns- þoku, Argotec og Halotron IIB. Björgvin Tómasson segir að kerfin sem NORTEK selur komi frá þekktum framleiðendum, svo sem Heien Larssen. „Það eru mörg skip í íslenska flotanum með C02 og Hallon kerfi frá Heien Lars- sen, en því miður verða Hallon slökkvi- 54 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.