Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 24
Sjávarútvegsráðuneytið Breyttar reglur um Frá upphafi kvótakerfis 1984 hefur verið lagt álag á óunninn botnfisk, sem fluttur hefur verið á erlendan markað Fyrsta árið tók það aðeins til þess fisks, sem fiskiskip sigldu með, en á árinu 1985 var það látið taka til alls óunnins fisks, sem fluttur var á erlendan markað. í upphafi var ástæðan sú að þegar afli viðmiðunaráranna var fundinn, fengu skip 25% álag á þann fisk, sem þau höfðu siglt með á viðmiðunarárunum. Var þetta ákveðið vegna þeirra tafa, sem þau höfðu orðið fyrir vegna siglinganna og eins vegna þess að reynslan sýndi, að afli sem landað var erlendis vóg að jafn- aði nokkru minna vegna rýrnunar og vigtunaraðferða. Með því að reikna álag á afia þeirra eftir að kvótakerfinu var komið á var talið, að skipin væru í ó- breyttri stöðu til að halda áfram sama veiði- og siglingamunstri. Eftir því sem lengra líður frá upphafs- árum kvótakerfsins verður röksemda um álagið síður leitað í þessu. Með á- kvörðun um álag á síðari árum hefur verið stefnt að því að hafa áhrif á, hve mikið væri flutt út af óunnum fiski, þá var eitthvert álag talið eðlilegt vegna þeirrar rýrnunar á fiskinum, sem verður við útflutning og vegna mismunandi vigtareglna hér og erlendis. í gildandi reglugerð er álagið 20% á þorsk, 15% á ýsu, ufsa, karfa og grálúðu en 10% á skarkola, steinbít, langlúru, þykkvalúru, skrápflúru og sandkola. Hefur álagið að mestu verið óbreytt frá 1991 nema hvað það var lækkað úr 20% í 15% á ýsu á fiskveiðiárinul997/1998. Breytingin sem ákveðin er, er að þeir sem flytja út óunninn fisk geti valið um, hvort þeir vigta fiskinn endanlega hér á landi, samkvæmt þeim reglum sem um það gilda, eða hvort þeir láta vigta hann erlendis á þeim mörkuðum sem leyfi hafa til slíks. Sé fiskurinn vigtaður end- anlega hér á landi ber hann ekkert álag, en sé hann vigtaður erlendis beri allar botnfisktegundir, aðrar en þorskur, 10% álag þegar frá upphafi yfirstandandi fisk- veiðiárs. Þorskur sem hins vegar hefur borið 20% lækki í 17% frá 1. september sl. en síðan í 15% frá upphafi næsta fisk- veiðiárs og loks í 10% á fiskveiðiárinu 2001/02. Helstu ástæður eru: - Nauðsynlegt er að nýta alla markaði fyrir fisk og fiskafurðir og að markaður fyrr óunninn fisk getur oft verið mjög hagkvæmur. - Nokkur vandi hefur verið varðandi eftirlit með útflutninig á óunnum fiski og ósamræmi í lögum, reglum eða fram- kvæmd á því á hvaða fisk álagið hefur komið. - Nauðsynlegt er vegna rýrnunar í flutningi og vegna mismunandi vigtun- arreglna hér á landi og erlendis, að 10% álag komi á þann fisk, sem ekki er vigtaður hér á landi. Þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands hefur ályk- tað um að afnema beri allt álag á útflut- ningi af ferskum fiski. ■ i < i 24 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.