Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Síða 24
Sjávarútvegsráðuneytið Breyttar reglur um Frá upphafi kvótakerfis 1984 hefur verið lagt álag á óunninn botnfisk, sem fluttur hefur verið á erlendan markað Fyrsta árið tók það aðeins til þess fisks, sem fiskiskip sigldu með, en á árinu 1985 var það látið taka til alls óunnins fisks, sem fluttur var á erlendan markað. í upphafi var ástæðan sú að þegar afli viðmiðunaráranna var fundinn, fengu skip 25% álag á þann fisk, sem þau höfðu siglt með á viðmiðunarárunum. Var þetta ákveðið vegna þeirra tafa, sem þau höfðu orðið fyrir vegna siglinganna og eins vegna þess að reynslan sýndi, að afli sem landað var erlendis vóg að jafn- aði nokkru minna vegna rýrnunar og vigtunaraðferða. Með því að reikna álag á afia þeirra eftir að kvótakerfinu var komið á var talið, að skipin væru í ó- breyttri stöðu til að halda áfram sama veiði- og siglingamunstri. Eftir því sem lengra líður frá upphafs- árum kvótakerfsins verður röksemda um álagið síður leitað í þessu. Með á- kvörðun um álag á síðari árum hefur verið stefnt að því að hafa áhrif á, hve mikið væri flutt út af óunnum fiski, þá var eitthvert álag talið eðlilegt vegna þeirrar rýrnunar á fiskinum, sem verður við útflutning og vegna mismunandi vigtareglna hér og erlendis. í gildandi reglugerð er álagið 20% á þorsk, 15% á ýsu, ufsa, karfa og grálúðu en 10% á skarkola, steinbít, langlúru, þykkvalúru, skrápflúru og sandkola. Hefur álagið að mestu verið óbreytt frá 1991 nema hvað það var lækkað úr 20% í 15% á ýsu á fiskveiðiárinul997/1998. Breytingin sem ákveðin er, er að þeir sem flytja út óunninn fisk geti valið um, hvort þeir vigta fiskinn endanlega hér á landi, samkvæmt þeim reglum sem um það gilda, eða hvort þeir láta vigta hann erlendis á þeim mörkuðum sem leyfi hafa til slíks. Sé fiskurinn vigtaður end- anlega hér á landi ber hann ekkert álag, en sé hann vigtaður erlendis beri allar botnfisktegundir, aðrar en þorskur, 10% álag þegar frá upphafi yfirstandandi fisk- veiðiárs. Þorskur sem hins vegar hefur borið 20% lækki í 17% frá 1. september sl. en síðan í 15% frá upphafi næsta fisk- veiðiárs og loks í 10% á fiskveiðiárinu 2001/02. Helstu ástæður eru: - Nauðsynlegt er að nýta alla markaði fyrir fisk og fiskafurðir og að markaður fyrr óunninn fisk getur oft verið mjög hagkvæmur. - Nokkur vandi hefur verið varðandi eftirlit með útflutninig á óunnum fiski og ósamræmi í lögum, reglum eða fram- kvæmd á því á hvaða fisk álagið hefur komið. - Nauðsynlegt er vegna rýrnunar í flutningi og vegna mismunandi vigtun- arreglna hér á landi og erlendis, að 10% álag komi á þann fisk, sem ekki er vigtaður hér á landi. Þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands hefur ályk- tað um að afnema beri allt álag á útflut- ningi af ferskum fiski. ■ i < i 24 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.