Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Page 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Page 45
Frívaktin Stór hundur hleypur í kring- um slátrara, og einn kúnninn spyr hann: -Ertu ekki smeykur um að hundurinn kunni að fá sér bita af kjötinu? -Nei, nei, þetta er vel uppal- inn rakki. Hann gerir ekki ann- að en að sleikja kjötið. Tvær vinkonur mættust á götu, önnur ók barnavagni og sagði: -Hérna sérðu litla snáðann minn. Erhann ekki sætur. Hverjum finnst þér hann líkj- ast? -Ekki gott fyrir mig að svara þvi, svarar hin. Það er stutt síðan ég fluttist hingað og þekki þvi ekki marga hér. Manni: - Óskaplega hnerrar eru þetta í þér, Danni. Danni: - Jú- jú, ég er víst komin með heymæði. - Hvernig getur það hafa gerst? - Kannski auðskilið. Var úti með grasekkju í gær. Segðu mér nú, Elsa mín hvað eruð þið Pétur að gera allt kvöldið i herberginu þinu? spurði faðirinn. - Hann er bara að segja mér brandara, svaraði dóttir- inn hin rólegasta. - Einmitt það, ég vona bara að þeir séu ekki afþvi taginu, sem nágrannarnir eiga eftirað brosa að eftir níu mánuði. Agnar: - Hvernig gekk ferðin til Portúgals, Matti? Matti: - Ekki rétt vel. Ég varð veikur og þurfti að fara til dýralæknis. Agnar: - Til dýralæknis? Hvers vegna dýralæknis? Matti: - Ég kann ekki orð í portúgölsku, og dýralæknar eru vanir að sinna sjúklingum án þess að tala við þá. Hann Stebbi litli kom dag einn ofseint í skólann og kennslukonan spurði um á- stæðuna. Þetta var í sveitahéraði, og Stebbi svaraði: - Ég þurfti að fara með kúna til nautsins. - Nú agði kennslukonan. - Gat pabbi þinn ekki gert það? - Nei svaraði drengurinn. - Það þurfti að vera alvöru naut. Klukkan var fjögur um morg- unin, þegar hringt var við úti- dyrnar á gleðihúsinu. For- stöðukonan opnaði og fyrir utan stóð kumpán einn með báða handleggi í umbúðum. - Mig vantar píu, sagði hann. - Nei ekki á þessum tíma, ansaði konan. - Klukkan er fjögur og stúlkurnar sofa allar. - Ekkert múður! hvein í pilti. -Píu verð ég að fá á stundinni! Nú varð flyðrumóðirin reið og þusaði: - í fyrsta lagi sofa þær allar eins og ég sagði. Og svo skil ég ekki hvað þú hefur að gera með stúlku, þú sem ert með báðar hendur reifað- ar. Gaurinn leit á konuna með aumkunaraugum og mælti: - Með hverju heldurðu að ég hafi hringt dyrabjöllunni! Maður einn lenti i bílslysi, missti meðvitund og rankaði við sérá sjúkrahúsi. Fyrsta lífsmark hans varað spyrja, hvort hann væri kominn til himnaríkis. - Nei, elskan mín, heyrði hann rödd konu sinnar svara. Þú getur séð að ég er hérna hjá þér. Það stóð til að hengja tvo menn. Böðulinn smeygði snör- unni um háls þess fyrri, en tókst það svo óhöndulega að fanginn féll út í nærliggjandi vatn og synti í burt. Þegar böðullinn smeygði snörunni um háls þess síðari, sagði hann:- Hertu vel að. Ég kann ekki að synda. Lóa segir við vinkonu sína: - Segðu mérnú, Vigga min, hefur maðurinn þinn aldrei komið að þér i rúminu með ókunnum manni? - Nei, aldrei, svarar Vigga. Það hefur annað hvort verið pabbi hans eða bróðir hans. Hún Stína litla sat hin þæg- asta og horfði á meðan for- eldranir höfðu fataskipti, því þau ætluðu I veislu. Þegar fað- irinn tók smókinginn, sagði hún aðvarandi: - Pabbi, þú skalt ekki fara í þetta. - Af hverju ekki væna mín? - Af því að þú ert alltaf lasinn daginn eftir að þú ferð í þessi föt. Hann Leifur neytir áfengis aðallega undir tveim kring- umstæðum. í fyrsta lagi, þegar hann er einn, út af leiðindum. Og i öðru lagi, þegar hann er í félagskap annarra, til að vera ekki öðr- um til leiðinda. Þau hjónin voru eitthvað að kýta, og að því kom að karlinn sagði: - Þú ert svo hjólbeinótt, að grís gæti hlaupið á milli staur- anna á þér. - Nú hlauptu þá bara! svar- aði konan á bragði. Tvær roskanr konur sátu á bekk í skemmtigarðinum og köstuðu brauðmolunum til fuglanna. Skyndilega slangraði að bekknum slarkaralegur piltur með bjórflösku í hönd og settist hjá þeim. Fljótlega hvíslaði önnur konan að hinni: - Emma, hann erað leika við liminn á sér. - Almáttugur, rektu hann burt undir eins! - Það er ómögulegt, svara hin. Hann notar höndina á mér. Þú minnir mig ailtaf á sjó- ferð, sagði ungfrú Þórhildur Jónsdóttir við ungan uppá- þrengjandi pilt. - Einmitt, svaraði hann. - Þú meinar að ég sé dálítið rómantískur? - Nei, heldur það, að ég finn til flökurleika. Farþegaflugvélin flaug yfir Alpafjöllin, og ein daman leit undrandi út um einn glugg- ann. - Hvað er þetta? spurði hún flugfreyjuna og benti. - Þetta er snjór, svaraði flugfreyjan. - Það hélt ég líka, sagði stúlkan undrandi. En ég heyrði manninn fyrir framan mig segia að þetta væri Sviss. Sjómannablaðið Víkingur 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.