Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 60
Vaki DNG
Mörg ný verkefni hafa
verið sett af stað
„Árangur í vöruþróun vegna
aukins slagkrafts hjá VAKA-
DNG eftir sameiningu er ekki
farinn að skila sér. Mörg ný
verkefi hafa verið sett af stað
og má vænta árangurs á árinu.
Við leggjum mikla áherslu á
markaðstengda vöruþróun og
unnið er að mörgum spennandi
verkefnum. Þar vil ég til dæmis
nefna heildarlausnir fyrir línu-
skip þar sem við höfum sam-
ræmt þann búnað sem fyrir-
tækin seldu áður hvort um sig,
en við höfum nú samkeyrt í eitt
heildarkerfi átaks- og lengdar-
mælinn LineTec ásamt Beitu-
Vaka frá Vaka og beitningavél,
linuspil, uppstokkara, rekka-
kerfi og annan búnað sem not-
aður er á línuveiðum frá DNG-
Sjóvélum. Einnig er verið að
þróa sértakann búnað við
handfæravinduna til að opna
notkunarmögleika með hana
við makrílveiðar.
Þessa dagana er verið að
leggja lokahönd á nýtt línuskip
sem hefur þetta nýja kerfi okk-
ar og erum við mjög bjartsýnir
á að fleiri slíkar uppsetningar
fylgi í kjölfarið. Af öðrum vet-
vangi má nefna að nú erum við
að setja á markað nýjan smá-
fiskateljara fyrir fiskeldið sem
byggir á tækni sem ekki hefur
áður verið notuð til að telja lif-
andi fisk. Mikill áhugi er fyrir
þessum nýja seiðateljara bæði
í Noregi og Skotlandi, og ekki
síst í Miðjarðarhafslöndunum
þar sem ekki hefur verið unnt
að telja smáan fisk með viðlíka
afköstum og nákvæmni þar til
nú,“ sagði Hermann Kristjáns-
son framvkæmdastjóri í samtali
við blaðið.
VAKI DNG hefur yfir um-
fangsmiklu sölu- og markaðs-
kerfi á að skipa, bæði með
dótturfélögum og söluskrifstof-
um víða um heim. Hverjar eru
áherslur fyrirtækisins í mark-
aðsmálum og hvar eru helstu
sóknarfærin?
„Megináherslur okkar í
markaðsmálum er að byggja
upp dreifikerfi sem getur þjón-
ustað viðskiptavini okkar á
helstu markaðssvæðum fyrir-
tækisins og að bjóða heildar-
lausnir á þeim sviðum þar sem
við höfum haslað okkur völl.
Við höfum tryggt okkur þjón-
ustuaðila um allt land, þar sem
við önnumst ekki þjónustuna
sjálfir eru fulltrúar okkar til
staðar.
Frá sameiningu Vaka og
DNG hefur aðaláherslan verið
lögð á uppbyggingu dreifikerf-
isins fyrir fiskveiðibúnaðinn. Við
rekum nú dótturfyrirtæki bæði í
Bergen og Skotlandi og höfum
gert samninga við um 40 um-
boðsaðila í yfir 30 löndum sem
sinna þjónustu og sölu. Helstu
sóknarfærin eru tvímælalaust í
Noregi. Ef við tökum fiskeldið
sem dæmi þá eru þar gífurlegir
möguleikar þar sem framleiðsl-
an mun aukast verulega á
næstu árum. í Noregi er áætlað
að framleiðslan verði komin yfir
800.000 tonn eftir 5-6 ár en í
fyrra var framleitt rúmlega
400.000 tonn af laxi og silungi í
Noregi og verðmæti afurðanna
nálægt 100 milljörðum ís-
lenskra króna. Ein af meginfor-
sendunum fyrir því að þessi
vöxtur geti orðið er að fiskeldið
haldi áfram að iðnvæðast og
taki í notkun tækni og búnað
sem gera reksturinn sjálfvirkari
og auki hagkvæmni. Það sama
gildir um sjávarútveginn og
fiskeldið, að þeir sem ætla sér
að ná árangri þar í framtíðinni
þeir verða að veiða takmarkað-
an aflann á sem hagkvæmast-
an hátt. Það er einmitt á þessu
sviði sem við höfum verið leið-
andi og ætlum okkur að vera
það áfram á komandi árum.“
Hvaða markaður er mikil-
vægastur og hvar hefur vöxtur-
inn verið mestur?
„Ef við horfum til stærðar
markaðarins og vaxtarmögu-
leika þá er Noregur mikilvæg-
asti markaður okkar bæði hvað
varðar fiskveiðar og fiskeldi.
Þar er til dæmis stór floti línu-
skipa, smábátaútgerð er tölu-
verð og eins og áður sagði er
fiskeldi þar í miklum vexti. Þar
munum við beita okkur af
mestum krafti og halda áfram
að byggja upp þjónustu og
dreifikerfi okkar. Sömuleiðis eru
miklir möguleikar á vestur-
strönd Canada og í Suður Am-
eríku, bæði Chile og Argentínu
og þar eigum við von á tölu-
verðum vexti á komandi árum.“
Hvaða vörur standa upp úr í
dag hjá Vaka?
„Hlutfall á milli þeirra vara
sem við erum að selja í dag er
ákaflega jafnt, þannig að erfitt
er að segja að einhver ein
standi upp úr. Ef miðað er við
áætlanir fyrir árið 2000, verður
mesta veltan af átaks- og
lengdarmælunum en fast á
hæla þeirra fylgja færavindan
og teljararnir fyrir fiskeldið. Ef
við horfum fram á veginn þá
erum við vel í stakk búnir til að
takast á við þær sveiflur sem
óhjákvæmilega geta orðið í
fiskveiðum og einnig eldinu,
60
Sjómannablaðið Víkingur