Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 60
Vaki DNG Mörg ný verkefni hafa verið sett af stað „Árangur í vöruþróun vegna aukins slagkrafts hjá VAKA- DNG eftir sameiningu er ekki farinn að skila sér. Mörg ný verkefi hafa verið sett af stað og má vænta árangurs á árinu. Við leggjum mikla áherslu á markaðstengda vöruþróun og unnið er að mörgum spennandi verkefnum. Þar vil ég til dæmis nefna heildarlausnir fyrir línu- skip þar sem við höfum sam- ræmt þann búnað sem fyrir- tækin seldu áður hvort um sig, en við höfum nú samkeyrt í eitt heildarkerfi átaks- og lengdar- mælinn LineTec ásamt Beitu- Vaka frá Vaka og beitningavél, linuspil, uppstokkara, rekka- kerfi og annan búnað sem not- aður er á línuveiðum frá DNG- Sjóvélum. Einnig er verið að þróa sértakann búnað við handfæravinduna til að opna notkunarmögleika með hana við makrílveiðar. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á nýtt línuskip sem hefur þetta nýja kerfi okk- ar og erum við mjög bjartsýnir á að fleiri slíkar uppsetningar fylgi í kjölfarið. Af öðrum vet- vangi má nefna að nú erum við að setja á markað nýjan smá- fiskateljara fyrir fiskeldið sem byggir á tækni sem ekki hefur áður verið notuð til að telja lif- andi fisk. Mikill áhugi er fyrir þessum nýja seiðateljara bæði í Noregi og Skotlandi, og ekki síst í Miðjarðarhafslöndunum þar sem ekki hefur verið unnt að telja smáan fisk með viðlíka afköstum og nákvæmni þar til nú,“ sagði Hermann Kristjáns- son framvkæmdastjóri í samtali við blaðið. VAKI DNG hefur yfir um- fangsmiklu sölu- og markaðs- kerfi á að skipa, bæði með dótturfélögum og söluskrifstof- um víða um heim. Hverjar eru áherslur fyrirtækisins í mark- aðsmálum og hvar eru helstu sóknarfærin? „Megináherslur okkar í markaðsmálum er að byggja upp dreifikerfi sem getur þjón- ustað viðskiptavini okkar á helstu markaðssvæðum fyrir- tækisins og að bjóða heildar- lausnir á þeim sviðum þar sem við höfum haslað okkur völl. Við höfum tryggt okkur þjón- ustuaðila um allt land, þar sem við önnumst ekki þjónustuna sjálfir eru fulltrúar okkar til staðar. Frá sameiningu Vaka og DNG hefur aðaláherslan verið lögð á uppbyggingu dreifikerf- isins fyrir fiskveiðibúnaðinn. Við rekum nú dótturfyrirtæki bæði í Bergen og Skotlandi og höfum gert samninga við um 40 um- boðsaðila í yfir 30 löndum sem sinna þjónustu og sölu. Helstu sóknarfærin eru tvímælalaust í Noregi. Ef við tökum fiskeldið sem dæmi þá eru þar gífurlegir möguleikar þar sem framleiðsl- an mun aukast verulega á næstu árum. í Noregi er áætlað að framleiðslan verði komin yfir 800.000 tonn eftir 5-6 ár en í fyrra var framleitt rúmlega 400.000 tonn af laxi og silungi í Noregi og verðmæti afurðanna nálægt 100 milljörðum ís- lenskra króna. Ein af meginfor- sendunum fyrir því að þessi vöxtur geti orðið er að fiskeldið haldi áfram að iðnvæðast og taki í notkun tækni og búnað sem gera reksturinn sjálfvirkari og auki hagkvæmni. Það sama gildir um sjávarútveginn og fiskeldið, að þeir sem ætla sér að ná árangri þar í framtíðinni þeir verða að veiða takmarkað- an aflann á sem hagkvæmast- an hátt. Það er einmitt á þessu sviði sem við höfum verið leið- andi og ætlum okkur að vera það áfram á komandi árum.“ Hvaða markaður er mikil- vægastur og hvar hefur vöxtur- inn verið mestur? „Ef við horfum til stærðar markaðarins og vaxtarmögu- leika þá er Noregur mikilvæg- asti markaður okkar bæði hvað varðar fiskveiðar og fiskeldi. Þar er til dæmis stór floti línu- skipa, smábátaútgerð er tölu- verð og eins og áður sagði er fiskeldi þar í miklum vexti. Þar munum við beita okkur af mestum krafti og halda áfram að byggja upp þjónustu og dreifikerfi okkar. Sömuleiðis eru miklir möguleikar á vestur- strönd Canada og í Suður Am- eríku, bæði Chile og Argentínu og þar eigum við von á tölu- verðum vexti á komandi árum.“ Hvaða vörur standa upp úr í dag hjá Vaka? „Hlutfall á milli þeirra vara sem við erum að selja í dag er ákaflega jafnt, þannig að erfitt er að segja að einhver ein standi upp úr. Ef miðað er við áætlanir fyrir árið 2000, verður mesta veltan af átaks- og lengdarmælunum en fast á hæla þeirra fylgja færavindan og teljararnir fyrir fiskeldið. Ef við horfum fram á veginn þá erum við vel í stakk búnir til að takast á við þær sveiflur sem óhjákvæmilega geta orðið í fiskveiðum og einnig eldinu, 60 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.