Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Qupperneq 8
„íslenskur sjávarútvegur er merltilegt fyrirbccri þar sem margir eru kallaðir en fáir útvaldir... Roðið var þá orðið forsenda þess að flakið héngi saman. Það merkilega við þetta var, að á þessum tima virtist þessi afleita afurð falla nokkuð vel að smekk Tjalla þannig að segja má að afleiðing þessara fráleitu vinnubragða hafi orðið mun minni en reikna mátti með. Það er í öllu falli morgunljóst að enski markaður- inn nú um stundir myndi ekki borga einn einasta eyri fyrir það sem á þessum tima þótti gott og gilt. Hroðaleg dæmi um ótrúlegan skort á skynsemi áttu sér stað í Smugunni með- an það tímabil stóð sem hæst. Dæmi voru um að menn misstu sig gjörsamlega og sprengdu hvað eftir annað vegna of mikils afla. Allt of margir voru að inn- byrða meira en þeir réðu við með góðu móti, en á þessum árum höfðu gæðakröf- ur erlendra kaupenda vaxið, þannig að þessi vinnubrögð leiddu vitaskuld af sér stór vandamál. Mér segist svo hugur um að þeir skellir sem sumir urðu fyrir í framhaldi smugu- vertíðar hafi endanlega ýtt af stað já- kvæðri þróun og hugarfarsbreytingu hvað varðar meðferð hráefnis á frysti- skipum. Sú þróun hófst að vísu mun fyrr, en að mínu mati urðu ákveðin kaflaskipti í kjölfar þessa atgangs í Smug- unni. Þróun sem aldrei tekur enda Mín skoðun, varðandi stöðu mála al- mennt á frystiskipum um þessar mundir er sú, að bylting hafi átt sér stað að þessu leyti. Meðferð afla og vinnubrögð eru með þeim hætti að ekki verður um nein stór framfaraspor að ræða á næst- unni miðað við þau skip og þann búnað sem um er að ræða i flotanum. Öllum sem tengjast sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti er ljóst að þar á sér stað þróun sem aldrei tekur enda. Svona sem dæmi varðandi hugsanlega þróun þætti mér persónulega til dæmis mjög athug- andi að fastur nýtingarstuðull verði á- kveðinn fyrir frystiskipaflotann. Finna ætti nýtingarstuðla sem gerði þeirn, sem best væru búnir til vinnslu, kleift að ná umframnýtingu og þar með meiri afrakstri úr úthlutuðum kvóta. Af því lciddi að þær útgerðir sem nú nota úr sér gengnar flökunar- og fiskvinnslu- vélar ættu ekki möguleika á að ná þess- um fasta stuðli . Þar með væri kominn hvati þar sem skussarnir sæu sér hag í því að fjárfesta í nýjum búnaði sent dygði til bættrar nýtingar og þar með betri um- gengni um auðlindina. Hvað varðar hugmyndir manna, um að koma með að landi þann hluta aflans sem ekki hefur verið nýttur til þessa er það að segja, að auðvitað væri það hið besta mál, ef finna mætti einhvern þann farveg sem leiddi af sér að fræðilegur möguleiki yrði á því að hægt væri að komast eitthvað nálægt því marki að þessi þáttur stæði undir sér. Því miður, segi ég, hefur margsinnis verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að um mjög af- gerandi óarðbæra fjárfestingu er að ræða. Alköst í hefbundinni vinnslu myndu rninnka verulega auk þess sem stað- reyndir hvað varðar rnjög lágt afurða- verð þessarar viðbótarframleiðslu blasa við. Ég tel að stórum hluta frystiskipa- flotans sé mjög erfitt að breyta í þá veru að þessi markmið náist. Kostnaður sem hlýst af því að breyta þeim skipum sem hugsanlega eru hæf til þess er margfalt meiri en svo að mögulegt sé að greiða niður fjárfestinguna á líftíma skipsins. Ég á bágt með að trúa þvi að hlutverk þing- manna sé að beita sér fyrir lögum sem sannanlega rýra stórlega afkomu í ákveð- inni atvinnugrein og þar með áhafna þeirra skipa sem um ræðir. Ef skylda á flotann til að koma með allt að landi verður að byrja á því að endurnýja skipa- stólinn nánast frá A-Ö. íslenskur sjávarútvegur er merkilegt fyrirbæri þar sem margir eru kallaðir en fáir útvaldir, kannski full fáir nú um stundir, að sumra mati. En þannig hefur þetta verið gegn um alla okkar útgerðar- sögu og verður trúlega um ókomna tíð þótt eins og oftast áður séu ýmsar blikur á lofti. Ef ekki væru þessar hefbundnu blikur á lofti i sjávarútvegi á íslandi þá væri eitthvað verulega mikið að. Erindi flutt á Fisltiþingi. Millifyrirsagnir eru blaðsins. 8 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.