Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Page 13
Kostnaður við stjórn fiskveiða Nemur 312 Gísli S. Einarsson bar fram fyrirspurn 1>1 sjávarútvegsráðherra á síðasta þingi um kostnað við stjórn fiskveiða. Hér á ehir fara spurningar Gisla og svör Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra. 1- Hver er heildarkostnaður við eftirlit með fiskveiðistjórnarkerfinu d drs- grundvelli? 2- Hvemig skiptist kostnaðurinn eftir út- gerðarflokkum, sundurliðað eftir skil- greiningu veiðileyfa? Hversu mörg drs- verk eru við eftirlit með fiskveiðiflotan- um 2- Óskað er yfirlits yfir drin 1999-2001. 1. Heildarkostnaður Fiskistofu vegna veiðieftirlits hefur verið metinn árlega vegna út reiknings á veiðieftirlitsgjaldi. Sá kostnaður við starf Fiskistofu sem Gngöngu snýst um eftirlit með fiskveið- um hefur verið lagður þar til grundvallar að fullu og að hluta kostnaður við þá þætti í rekstri Fiskistofu sem snerta eftir- litið með óbeinum hætti, t.d. rekstur tölvudeildar, yfirstjórn og húsnæðis- kostnaður. Kostnaður við veiðieftirlit á árunum 1999-2001 samkvæmt þessu kemur fram í töflunni. Fjöldi ársverka við eftirlit. Ár Beint eftirlit Óbeint eftirlit Eftirlit alls 1999 33 ,7 10 ,9 44 ,6 2000 36 ,0 11 ,6 47 ,6 2001 45 ,6 12 ,8 58 ,4 Koslnaður við eftirlit. Ár Millj. kr. 1999 207 ,4 2000 232 ,1 2001 312 ,1 Kostnaður jókst rnjög milli áranna 2000 og 2001 en það skýrist af ráðningu tiu nýrra eftirlitsmanna, fimm í septem- ber 1999 og fimm í janúar 2000. l’ess skal enn fremur getið að eigendur fiski- skipa greiða kostnað Fiskistofu af veiði- eftirliti með veiðieftirlitsgjaldi. 2. Núna er ekki hægt að skipta raun- kostnaði við eftirlit með veiðunt eftir skilgreiningum veiðileyfa. Helstu skýr- ingar þess eru að oft eru eftirlitsmenn Fiskistofu á ferð um hafnir landsins og fylgjast í einni og sömu eftirlitsferðinni með skipurn með mismunandi veiðileyfi. Ekki er skráð hversu mikill tími eftirlits- manna fer í að skoða eða fylgjast með hverju einstöku skipi og væri raunar nær ógerlegt. Enn fremur getur sama skip haft mörg mismunandi veiðileyfi og þyrftu eftirlitsmenn þá að meta hvaða leyfi skipið er að nota á hverjum tíma. Fiskistofa vinnur nú að því að leita leiða til að skipta kostnaði við eftirlit stofnun- arinnar niður eftir útgerðarflokkum og munu tillögur liggja fyrir í haust. 3. Við mat á því hversu mörg ársverk eru unnin við eftirlit með fiskveiðiflotan- urn var beitt sömu aðferðafræði og við skiptingu kostnaðar (sbr. 1. lið). í töíl- unni er gefinn upp fjöldi árs verka við beint eftirlit, við óbeint eftirlit, þ.e. þar sem hluti starfs er við eftirlit eða eftirliti er sinnt óbeint (t.d. hlutdeild í yfir- stjórn), og loks samtala ársverka. „SáGLEG ráðgtöf og ! ^UPÖNTUNARÞJÓNUSTA =!ir^nnm-TTrafiq.qh,,rrrrrr^i.i 'i i^'i^on rarEGLEj^gjr^;--------------------- rafmótorar - gírar - tannhjól & keðjur - rcimar & reimskífur - og alt annað til sjós og lands dælur- lokar- ásþctti- legur- pakkningarefni smurefni - smurkcrfi - hrcinsicfni ni/icp http://www.poulsen.is poulsen@pouIsen.is Sjómannablaðið Víkingur - 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.