Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 21
- Síðan má geta þess - og það helst í hendur við þetta áhugaleysi um sjó- ■nennskuna sem myndefni - að snemma koma fram myndir þar sem dregin er fram neikvæða hliðin á sjómennskunni, til dæmis teikning eftir Kristínu Jóns- dóttur af sjómannsekkjum frá 1914, mál- verk eftir Snorra Arinbjarnar af sjóreknu líki frá um 1920 og mynd eftir Jón Engil- berts af afleiðingum sjóslyss. Segja má að listamenn takist ekki á við sjómennsk- una og fiskveiðarnar sem alvöru við- fangsefni fyrr undir 1920 þegar togararn- ir eru orðnir staðreynd sem erfitt er að horfa framhjá. Kjarval var sjómaður Aðalsteinn segir fyrstu myndirnar þar sem tekið er á sjómennskunni af þekk- ingu og raunsæi séu myndir Kjarvals uppi á efri hæð Landsbankans frá 1924. Þar fjallar stærsta myndin um fiskverk- unina, en til hliðar við hana eru myndir þar sem Kjarval er ekki bara að fjalla urn sjómennskuna í nútíð heldur sögu ís- lenskrar sjómennsku á 19. öld. Þar korna fyrir opnu árabátarnir, við fáum örlitla innsýn í skútuöldina, þar sem gríðarstórt segl er gert að tákni fyrir hana alla og loks klykkir listamaðurinn út með tákn- rnynd fyrir togaraöldina þar sem birtast þrír sjómenn í stökkum sínurn upp við uiastur á togara. Kjarval málar þarna líka rujög raunsæjar myndir af sjómönnum frá 19. öld í skinnstökkum sínum. Hann er því fyrstur íslenskra listamanna til að taka sjómennskuna og fiskveiðar alvar- lega. Par skiptir öllu máli að hann var sjálfur sjómaður og hafði reynslu af skút- unum. Hann þekkir þetta allt af eigin raun. I’etta eru því fyrstu myndirnar þar sem íslenskur listamaðurinn sér sjó- rnennskuna raunsætt og í víðara sam- hengi. En það er svo skrítið að Jró að Kjarval máli fleiri myndir af bátum og sjómönnum eftir þetta, þá breytir hann þeim verkum undantekningarlaust í hreinar og klárar fantasíur, segir Aðal- steinn. Sjómaðurinn - hetja hafsins í uiyndum Schevings Við víkjum talinu aftur að Gunnlaugi Scheving og þætti hans í að skapa ís- lenska sjómanninum og sjómennskunni tuyndlistarlega ímynd. Frá upphafi síns ferils tekur Gunnlaugur sjómennskuna alvarlega sem myndefni og mótar sér við- horf til hennar, segir Aðalsteinn. Segja urá að fyrsta „alvöru” sjómannamyndin eftir hann sé Bassabáturinn frá 1929-30, uú í Listasafni íslands, og árið 1932, í urynd sem heitir Aldan, leggur hann grunninn að þroskamyndum sínum um sjómennskuna. í þessari mynd virðist holskefla í þann mund að ríða yfir bát- skænu og tvo sjómenn, en þetta er í raun tálsýn, sköpuð með svipuðum mynd- Gunnlaugur Scheving: Baldvin formaður frá Hópi, 1940 Gunnlaugur Scheving: Fiskibátui; 1938 Sjómannablaðið Víkingur - 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.