Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 25
Karlsefni á leið til hafnar í Vestmannaeyjum í hávaðaroki árið 1979 >>Mömmu leist nú ekki á að sjá á eftir syni sínum um borð þegar leigubílar rneð marga þessara manna dreif að togar- anum, rétt fyrir brottför. Ragnar er mikill yexti og heljarmenni að burðum sem kom sér oft vel þegar fáliðað var á fyrstu vöktunum eftir að farið var úr höfn og illa gekk að ná mönnum á dekk,” segir Helgi um fyrstu sjóferðirnar. >,Eftir að þessir menn voru búnir að Jafna sig á inniverunni og þeir komnir í sjógallan voru þetta fyrirtaks kallar og af- kurða sjómenn, sumir hverjir. Það var ekkert að því að vinna með þeim, enda kunnu þeir vel til verka og kenndu ^úanni margt. Á þessum árum voru þó aHtaf nokkrir sem vildu ekki kenna okk- Ur strákunum allt of mikið í netavinnu °g slíku, því verkaskipting á dekkinu var 1 mjög föstum skorðum. Við áttum ekki a'l trana okkur fram, heldur halda okkur 1 akyrgðarminni störfum.” Þrif í lágmarki. Helgi nefnir einnig að aðbúnaður um korð hafi verið harla lélegur og ekkert í líkingu við það sem þekkist í dag. >,Kojurnar voru bæði stuttar og þröng- ar fyrir meðalmann. í hásetaklefum frammí voru kojur fyrir 6-8 kalla, sam- tals fimm klefar og eitt klósett og ein sturta fyrir þá sömu. Menn voru ekkert tihakanlega þrifnir og ég man að það tók ttokkrar vikur að má út 13-13 merkið í Sapustykkinu mínu. Þetta var líka á þeim t'ma sem síða hárið var í algleymi og það hékk í kleprum þegar ég kom heim úr veiðiferðinni. Mamma sagði að ég þyrfti fyrst að þvo mér áður en ég gæti farið í bað meðan hún þvoði mesta drulluna úr hárinu. Yngri systkini mín fylgdust með aðförunum af miklum áhuga,“ segir Helgi og hlær. Árið 1972 kom togarinn Karlsefni til landsins, en hann var keyptur notaður frá Þýskalandi og einn af fyrstu skuttog- urunum í eigu íslendinga. Ragnar gerðist skipstjóri á Karlsefni og Helgi fylgdi hon- um á þetta nýja skip, þá sem bátsmaður eftir að fyrsta ári i Stýrimannaskólanum lauk. Ári síðar hætti Ragnar og við tóku Haukur Hallvarðsson, Pétur Jóhannes- son og síðan Auðun Auðunsson. Helgi var í Stýrimannaskólanum með- fram sjómennskunni og árið 1975 lauk hann 3. stiginu, þá 21 árs gamall. Hann réði sig á nótaskipið Gísla Arna þar sem Eggert Gíslason, frændi hans, var skip- stjóri. „Ég lærði mikið af Eggerti þótt nóta- veiðin væri allt annar veiðiskapur en ég átti að venjast. Það er bara góður skóli að vera með góðum skipstjórum. Þótt menn fari í skóla og læri allt af bókum þá er reynslan besti skólinn. Ég var sjálfur ungur þegar ég tók við skipi en hafði gleypt í mig alla þá þekkingu sem ég náði í af þeint köllum sem ég var með. Menn geta fengið talsverða þekkingu í gegnum tækin, sem verða alltaf full- komnari, en reynslan verður aldrei keypt eða tölvuvædd.” Yngsti togaraskipstjórinn Þegar Helgi var 22ja ára bauðst honum skipstjórastaðan á Karlsefni en hann mun vera einn sá yngsti sem gerist tog- araskipstjóri hérlendis. Þrátt fyrir ungan aldur farnaðist honum vel með Karlsefni og var skipstjóri þar til skipinu var lagt árið 1988. „Karlsefni fiskaði yfir sumarmánuðina til vinnslu hér heima, en frá hausti og fram á vor var aðallega siglt með aflann til Þýskalands og Bretlands. Saini kjarn- inn var um borð árurn saman. Þetta var skemmtilegur tími, góður andi um borð og oft ágætur og mikill afli. Um páskana 1978 settum við til dæmis sölumet í Þýskalandi fyrir hæsta meðalverð” segir Helgi og bætir við að þegar hann líti til baka hafi hann sterkustu taugarnar til Karslefnisins og þetta hafi verið á margan hátl mikið listaskip. „I þessum siglingum voru ýmis fríð- indi svo sem eins og í siglingafrí. Þá gat hluti áhafnar tekið frí eftir veiðiferðina án þess að missa laun. Við vorum mest á karfaveiðum fyrir sunnan Reykjanes og í Rósagarðinum svokallaða. Ein vinsæl mið voru í daglegu tali oftast kölluð „Hryggurinn við Þjóðverjafestuna” þar sem Þjóðverjarnir höfðu misst mikið af trollum. Árið 1980 átti Karlsefni annað sölumet um páska í Þýskalandi eftir fiskerí að mestu á þessum hrygg. Magn- ús Ingólfsson, sem lengi var með Bjarna Benediktsson og síðar Ottó N. Þorláks- son gaf þessum hrygg nafnið „Heims- meistarahryggurinn” í tilefni af sölumet- inu sem stóð í nokkur ár.” Áhöfnin var með föst laun og afla „premiu” sem jók launin eftir því sem aflaverðmæti jókst, oftast kallað „stóru- Sjómannablaðið Víkingur - 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.