Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Page 26
Slappað af í siglingatúr togara-samingarnir” til aðgreiningar frá bátakjarasamningunum sem minni togar- ar unnu eftir og varð grunnur að núgild- andi kjarasamningum. Þetta var ekki gallalaust kerfi en að mörgu leyti mjög gott. Það var afkasta- hvetjandi en því fylgdi alltaf ákveðin tekjutrygging ef ekki gekk sem skyldi. Þessir samningar höfðu náðst í gegn með löngum og stífum verkföllum eins og árið f970 og aftur 1975 og einnig á árum þar á undan. Ég held að það hafi ekki verið rétt að kasta þessu launakerfi fyrir það sem nú er í gangi. Það mátti laga og bæta, en hugsanlega hefur það þótt of flókið þvi inn í því voru réttindi í frídög- um og fleiru.” Frystitogarar koma til sögunnar Karlsefni var síðar seldur til Sjóla- stöðvarinnar í Hafnarfirði árið 1987, en Helgi og flestir úr áhöfninni fylgdu með skipinu. Sjólastöðin var með togarann Harald Kristjánsson í smíðum í Noregi, ásamt systurskipinu Sjóla, og hann kom til heimahafnar í mars 1988. Helga var boðin skipstjórastaðan á þessu nýja skipi Hafnfirðinganna. „Þetta voru fyrstu íslensku frystitogar- arnir sem voru hannaðir og smíðaðir sem slikir. Þeir íslensku frystitogarar sem áður komu voru allir breyttir skuttogarar sem hannaðir höfðu verið upphaflega sem ísfisktogarar. Þessi nýju skip voru mun breiðari en þekktist og allt milli- dekkið var lagt undir vinnslulínuna. í brúnni voru nýjustu tæki og mannaíbúð- ir voru stærri, rúmbetri og nýtískulegri en i nokkru öðrum íslenskum skipum á þeim tíma. Klefarnir eru aðeins fyrir einn eða í hæsta lagi tvo og sturta og salerni var við hvern klefa. Þetta var mikil breyt- ing frá gömlu togurunum þar sem að- búnaður var ekki upp á marga fiska,” segir Helgi. Skipstjórinn gerist stjóri í landi Helgi var aðeins eitt ár skipstjóri á þessu nýja skipi því enn á ný bauðst honum tækifæri til breytinga þegar Sjóla- stöðina vantaði útgerðarstjóra. Hann hafði lokið námi í útgerðartækni frá Tækniskólanum árið 1985 og hafði því bæði menntun og reynslu í þetta starf. Þar með lauk sjómennskuferlinum þrátt fyrir að Helgi væri rétt 35 ára gamall. „Ég var tilbúinn að reyna þetta nýja starf en aðeins í hálft ár til að byrja með. Það er stór ákvörðun að hætta á sjó því ýmislegt breytist í kjölfarið. Fyrst má nefna tekjurnar sem auðvitað drógust saman til mikilla muna. Síðan verða ó- hjákvæmilega breytingar á félagslegri stöðu manns. Alll í einu er maður kom- inn í hefðbundna vinnu frá morgni til kvölds allt árið um kring í stað þess að vinna mikið í skorpum og eiga góð frí á milli. Ég vissi auðvitað að því lengur sem ég yrði til sjós því erfiðara yrði að kom- ast í gott starf í landi,” segir Helgi. „Mér fannst einfaldlega ekki eins gaman á frystitogara eins í gamla daga á ísfiskirí- inu. Tilkoma kvótans gerir líka að verk- um að menn geta aðeins fiskað að á- kveðnu marki og því dettur út þessi spenna sem þarf að fylgja veiðunum. Þeir sem ekki hafa kvóta verða undir í saman- burði við aðra skipstjóra og það er ekki aðvelt að sætta sig við það”. Hann viðurkennir þó að sjómennskan hafi togað i hann í gegnum árin en mað- ur geti ekki bæði haldið og sleppt. „Páll Eyjólfsson og Eiríkur Ragnarsson sem verið höfðu stýrimenn með mér í nokkur ár tóku við skipinu og sögðu að ef ég sæi mig um hönd myndu þeir víkja aftur í sitt fyrra starf. Ég gerði mér alveg ljóst að ef ég færi aftur á sjóinn þá myndi ég alls ekki koma aftur um borð í Harald heldur reyna fyrir mér annars staðar,” segir Helgi. “Ég vissi að það yrði erfitt að hefja störf í landi og því væri ekkert sniðugt að vera með opna leið til baka, því ég ætlaði að reyna þetta til þrautar”. Frumkvöðlastarf á úthafskarfanum Sem útgerðarstjóri var Helgi þátttak- andi og frumkvöðull í þvi að finna ný mið fyrir hátækniskip sem Haraldur og Sjóli voru. Vitað var um úthafskarfamið- in en menn þurftu að leggja töluvert á sig til þess að finna réttu staðina og að þróa heppileg veiðafæri. „Við vissum af því að það voru erlend- ir togarar á hverju vori rétt upp við landhelgislínuna. Árið 1982 höfðu nokkrir íslenskir togarar farið á þessi mið en aflinn var rýr og auk þess sýktur af sníkjudýrum,” segir Helgi um upphaf- ið að úthafkarfaveiðunum árið 1989. ,,Á þessum tima var sóknardagakerfið í gangi og skipin okkar hjá Sjólastöðinni þurftu að liggja við bryggju í 90 daga á ári sem er alltof mikið fyrir svona mikla fjárfestingu. Leyfi fékkst hjá Halldóri Ás- grímssyni, þáverandi sjávarútvegsráð- herra, um að Haraldur Kristjánsson hæfi tilraunaveiðar. Til þess að fara eftir öllum reglum urðum við að hafa eftirlitsmann um borð og hlíta mörgum skilyrðum. Hampiðjan var með i þessu tilraunaverk- efni og lagði til troll og netagerðameist- ara. Það gekk á ýmsu í fyrstu veiðiferð- inni sem stóð í 13 daga og mikil vinna var hjá áhöfninni við viðgerðir og breyt- ingar á veiðarfærinu þar til það fór að skila árangri. í þessari fyrstu ferð fékk ég eitt sinn flugvél Landhelgisgæslunnar, sem var að fara i eftirlitsflug, til að kasta niður netastykkjum til skipsins til að ekki þyrfti að sigla lil lands eftir því sem þyrfti. Aflinn var rýr eða enginn framan af, en i síðasta holinu þann 1. maí, fékkst mik- ill og góður fiskur, sem nægði til að sannfæra okkur um að þetta væri ger- andi. Ákveðið var að fara í úthafskarfann aftur að ári og þá bæði með Sjóla og Har- ald. Þá fékk ég styrk hjá ráðuneytinu upp á grálúðukvóta fyrir bæði skipin, en skilyrði ráðuneytisins var þannig að skipið varð að vera úti í lágmarki tíu daga. Eftir það átti hvort skip að fá 10 tonn af grálúðu fyrir hvern dag umfram þessa tíu, en samt að hámarki 140 tonn. Það voru margir sem sáu ofsjónum yfir þessu, en sannleikurinn var sá, að það var ekki hægt að bjóða köllunum um borð að vera í löngu tilraunaúthaldi upp á von og óvön. Þeir þurftu líka að hafa einhvern hvata til að leggja þetta erfiði á sig og vera með í þessu af fullum áhuga. Við vissum að ef veiðarnar heppnuðust þá yrðu fleiri til að koma í kjölfarið því 26 - Sjómannablaðið Vlkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.