Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Qupperneq 28
Haraldur Kristjánsson kemur til heimahafnar ífyrsta sinn | HAKALUuin - þarna fundust algerlega ný mið fyrir ís- lendinga og ný verkefni fyrir bæði þessi og önnur íslensk skip. Á þessum sama tíma voru erlendu skipin stöðugt að draga úr sínum veiðum og sumar þjóðir sem þarna voru að veiðum eru hættar því í dag, eins og til dæmis Búlgarar”. Helgi segir að menn hafi nú ekki spáð vel fyrir þeim í byrjun og þegar Haraldur kom úr sínum fyrsta túr af úthafskarfa- miðunum var múgur og margmenni á bryggjunni í Hafnarfirði og margir sáust hrista hausinn yfir þessu öllu. Gloría kemur til sögunnar Starfsmenn Hampiðjunnar með Guð- mundur Gunnarsson í fararbroddi hönnuðu veiðarfærið sem notað var, en ýmislegt kom uppá eins og áður segir og endurbætur þurfti þar til góður afli fékkst á þessum nýju miðum. „Pegar Páll skipstjóri og Guðmundur höfðu verið að basla með trollið með misjöfnum árangri kom til tals að nefna gripinn. Páll sagði að það væri búið að gera svo miklar gloriur með þetta troll að réttast væri að það héti Gloría,” segir Helgi og hlær. Þannig festist nafnið á gripinn og undir því nafni er það selt í dag. Þetta þrotlausa starf áhafnar og neta- gerðarmeistara skilaði þeim árangri að nú eru þetta ein af miðum íslendinga. Veiðin er nú komin undir kvóta einsog annað. „Sóknarmarkið var tekið af sem ég var aldrei ánægður með að yrði gert og full- yrði að við hefðum aldrei farið út í þess- ar tilraunir nema af því að veiðin var utan kvóta og skipin voru bundin þessa ákveðnu daga. Árið 199 f sæki ég um leyfi til að prófa úthafskarfaveiðar rétt innan landhelginnar því við vorum alltaf á og rétt utan 200 sjómílna markanna með öðrum “útlendingum”. Það væri skrítið ef fiskurinn vissi hvorum megin línunnar hann ætti að halda sig,” segir Helgi. Leyfi til að fiska upp að 130 míl- um fékkst og þá varð allt vitlaust. „Þær útgerðir sem ekki höfðu farið í þessar veiðar töldu að nú væri verið að opna landhelgina fyrir útlendingum og fjandinn yrði laus. Ég var einmitt um borð þennan fyrsta túr á þessari slóð en í miðri veiðiferð er leyfið afturkallað og við urðum að hypja okkur út fyrir 150 mílur. í dag eru þessar veiðar nánast al- farið fyrst á vorin í þessum bita sem myndaðist milli landhelginnar og upp að 150 mílunum.” Helgi segir að þessi tími hafi verið mikil reynsla. Frekar hafi verið dregið úr mönnum að þróa veiðar og hann hafi þurft að vera í endalausum bónbjörgum um allt stjórnkerfið. „Hafrannssóknarstofnun átti ekkert skip þá til að sinna svona verkefni og eina ráðið var að treysta á frumkvæði út- gerðarinnar. Það var ekki auðvelt verk- efni því það er alltaf þessi ótti um að menn séu að svíkjast um eða reyna að komast i kringum reglurnar.” Það er nú gömul saga og ný að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Helgi seg- ir að miðin við Grænland, Jónsmið og Fylkismið, hafi til dæmis aldrei fundist nema af því að skipstjórar og útgerðir sýndu frumkvæði. Þeir fiska sem róa Helgi hætti sem útgerðarstjóri Sjóla- stöðvarinnar árið 1994. Þá lá leiðin í byrjun ti! Namibíu sem útgerðarstjóri. Síðan ýmis störf bærði þar og hér heima í 4 ár á vegum íslenskra sjávarafurða. Þá var hann tæpt ár skipstjóri á Hoffellinu frá Fáskrúðsfirði en hann hafði unnið með útgerðinni þegar þeir stóðu í kaup- unum á skipinu. „Þá lá við að ég færi aftur á sjóinn en að vel athuguðu máli hætti ég við. Það var einfaldlega of mikið rask fyrir fjöl- skylduna að taka sig upp til að flytja austur og varla gerandi til frambúðar að róa fyrir austan og búa í Garðabæ. Ég var lika fullkomlega sáttur við það að vinna í landi við þau verk sem ég hafði lært til.” Stofnun fiskmarkaða er eitt af því sem Helgi telur hafa verið mikla kjarabót fyrir íslenska sjómenn. Eftir að hafa fiskað áratugum saman á verði sem ákveðið var og fest yfir linuna fengu sjómenn loks raunvirði fyrir aflann með tillit til magns og gæða. „Annað sem ég tel að hafi komið ís- lenskum sjómönnum til góða er tilkoma farsíma í íslensk fiskiskip. Þá gátu menn talað heim til sín án þess að landið og miðin vissu hvernig heimilislífinu væri háttað,” segir Helgi. Frá árinu 1999 hefur Helgi starfað sem markaðs- og sölustjóri hjá Skipatækni. Hann er í sambandi við sitt fyrra starf að hluta til því hann þekkir auðvitað vel til útgerðar á sjó og i landi. Hann segir að það sé töluverður samdráttur í nýsmíði og endurbótum á flotanum sem er að hans mati orðinn allt of gamall. En minni kvóti og samdráttur i veiðurn og efnahagslífi bitnar á þessari atvinnugrein sem öðrum. - Hvernig starf er þetta fyrir skip- stjóra? „Það eru sömu lögmál og í sjómennsk- unni. Þeir fiska sem róa,” segir Helgi Kristjánsson að lokum. -JÁJ 28 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.