Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 31
Aðild íslands að ES6 og íslenskur sjávarútvegur Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins byggir á því að veiðiheimildir einstakra ríkja eru ákveðnar af sameig- tnlegri yfirstjórn. Þetla atriði ber ávallt hæst í umræðunni um hugsanlega aðild Islands að Evrópusambandinu og er Þyrnir í augum flestra íslendinga. Á það jafnt við um þá sem eru hlynntir og þá sem eru andvígir aðild íslands að sam- bandinu. Andstæðingar aðildar telja sjávarút- vegsstefnuna útiloka aðild og vilja meina að umræða um inngöngu sé ekki tíma- bær. í grein í Fiskifréttum þann 6. októ- ber 2000 lýsir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, þeirri skoðun sinni að lá] meðan það er ófrávíkjanleg krafa ESB að fiskveiðilögsaga aðildarþjóða sé sameiginleg auðlind getum við ekki gerst aðilar að sambandinu”. í þættinum Ald- arhvörf segir Kristján Ragnarsson, for- niaður LÍÚ: Við tefjum að sjávarútvegsstefna þeirra [ESB] sé með þeim hætti að það sé al- deilis alveg útilokað að við geturn gerst aðilar að Evrópusambandinu að henni ó- breyttri. Líkurnar á að henni verði breytt tel ég hverfandi litlar og ég get ekki hugsað þá bugsun til enda að ákvörðun um rétt til Ve>ða í okkar lögsögu, hvað við veiðum °g hvernig við nýtum afla færist til Brus- sel. Arni Matthiesen, sjávarútvegsráðherra, er á svipuðum nótum og formaður LÍÚ: Eg get ekki hugsað þá hugsun til enda £[ ég þyrfti að fara í árlegar bænaferðir til báknsins í Brussel og semja um það sem Islendingar hafa nú þegar full yfir- ráð yfír. Kvótarnir væru ákveðnir sameiginlega af ráðherrum allra Evrópusambandsríkja en ekki islenska sjávarútvegsráðherran- Ulu, eins og er í dag. t>að óneitanlega bækir málið og þýðir að við þyrftum að b'ra í gegnum öll landhelgisstríðin a.m.k. einu sinni á ári í Brussel (Aldarhvörf, 6. rtóvember 2000). Fylgismenn aðildar telja góðar likur á ná megi samningi sem samrýmist hagsmunum íslendinga í sjávarútvegs- j^álum og þar sem tekið yrði tillit til sér- lagsmuna íslands. Vísbendingar um það eru m.a. aðildarsamningur Norðmanna. ^uk þess er áhugavert að skoða 10. grein j’eglugerðar nr. 3760/92. Fyrri hluti lennar hljóðar svo: Aðildarrikin geta gert ráðstafanir til verndunar og stjórnunar á auðlindum á tniðum sem þau hafa yfirráðarétt yfir, að því tilskildu að: - þær taki eingöngu til staðbundinna stofna sem einungis fiskimenn frá hlut- aðeigandi aðildarríki hafa hag af, - að þær taki eingöngu til fiskimanna frá hlutaðeigandi aðildarríki eða - að þær séu í samræmi við markmiðin sem eru sett fram í 1. og 2. málsgrein -2. greinar og séu ekki vægari en ráð- stafanirnar sem eru samþykktar sam- kvæmt 4. grein. Þetta ákvæði í reglugerð nr. 3760/92 er frávik frá meginstefnu Evrópusambands- ins i sjávarútvegsmálum. Það nær til til- vika þar sem ekki getur orðið urn að ræða mismunun á grundvelli þjóðernis vegna staðbundinna stofna sem einungis eru nýttir af innlendum aðilum. Þannig er opnað fyrir þann möguleika að aðild- arþjóðir Evrópusambandsins taki stjórn fiskveiða í eigin hendur við sérstakar að- stæður, þ.e. þar sem um er að ræða stað- bundna stofna sem einungis eru nýttir af einu strandríki. Þetta eru einmitt þær að- stæður sem eru ríkjandi hér við land. Ef til aðildarviðræðna kærni er líklegt að markmið íslendinga yrðu í grundvallaratriðum þau sömu og Norðmanna, þ.e. að tryggja veiðimögu- leika íslendinga til frambúðar og áfram- haldandi ábyrga stjórnun fisveiða innan íslenskrar efnahagslögsögu (sjá bls. 143). Áherslur íslendinga yrðu samt að mörgu leyti aðrar en Norðmanna og á það sér efnahagslegar og landfræðilegar skýring- ar. Hlutur sjávarútvegs i þjóðarbúskap Norðmanna er mun minni en á íslandi. Sem dæmi má nefna að norskur sjávarút- vegur stendur fyrir um 6% af vöruút- flutningi landsins (Utenriksdepartem- entet/Statistisk sentralbyrá, 1997, bls. 46). Á íslandi er hlutur sjávarútvegs um 63% af vöruútflutningi (39% af gjaldeyr- istekjum). Það gefur því augaleið að ís- lendingar myndu leggja áherslu á að um þjóðarhagsmuni væri að ræða en ekki svæðisbundna hagsmuni eins og Norð- menn gerðu. Fiskveiðistjórnun í Noregi gengur fyrst og fremst út á að viðhalda byggð og atvinnu við strendur Norður- Noregs. Þangað er starfsemi sjávarútvegs- ins beint og nýtur sú stefna opinbers fjárstuðnings. Af þessu má sjá að áhersl- ur Norðmanna á sviði sjávarútvegs eru um margt svipaðar áherslum Evrópusam- bandsins. Þar fyrir utan deila Norðmenn fiskistofnum með Evrópusambandinu þar sem efnahagslögsögur þeirra og sam- bandsins liggja saman en lögsaga íslands liggur hvergi að að lögsögu ESB. Samn- ingsstaða íslendinga er því töluvert frá- brugðin samningsstöðu Norðmanna. í þau skipti sem umræða um aðild ís- lendinga að Evrópusambandinu ber á góma strandar hún oftar en ekki á sjávar- útvegsmálum. Upplýst umræða um hvað það er nákvæmlega í sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem íslendingar geta ekki sætt sig við er hins vegar af skorn- um skammti. Látið er að því liggja að með fullri aðild að Evrópusambandinu myndi fiskveiðilögsaga íslands standa berskjölduð fyrir erlendum fiskiskipum og að við aðild þyrftu íslendingar að heyja árlegt landhelgisstríð við embættis- báknið í Brussel og hefðu lítið að segja um nýtingu auðlindarinnar. Þannig er því haldið fram að það sé með öllu ó- vinnandi að ná ásættanlegri niðurstöðu um sjávarútvegsmál í viðræðum við Evr- ópusambandið. Umræðan hér á eftir mun snúast um þau atriði sem oftast eru nefnd í tengsl- urn við sjávarútvegsmál og sem íslend- ingar þyrftu að tryggja viðunandi með- ferð á í samningaviðræðum við Evrópu- sambandið ef sótt yrði urn aðild. II.I. Aðild að hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu - fullt forræði yfir fiskimiðunum Eins og margsinnis hefur komið fram þá eru sjávarútvegsmál rneðal þeirra málaflokka sem aðildarríki Evrópusam- bandsins hafa falið stofnunum sam- bandsins að fara með. Þannig hafa aðild- arríkin framselt yfirráð þessa málaflokks að mestu leyti í hendur sameiginlegra stofnanna. Ef til aðildarviðræðna kæmi er ekki raunhæft að að gera ráð fyrir að íslendingar gætu staðið utan við sjávar- útvegsstefnuna til frambúðar. Fiskveiði- stefnan er hluti af lagasafni Evrópusam- bandsins og því yrðu íslendingar vænt- anlega að gangast undir þá sameiginlegu sjávarútvegsstefnu sem gilti við inn- göngu. Um þetta er þó ekkert hægt að fullyrða en ef tekið er tillit til reynslu Norðmanna og ummæla Emmu Bonino hér að framan verður að teljast ólíklegt að íslendingar gætu fengið varanlega Sjómannablaðið Víkingur - 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.