Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Qupperneq 35
sambandið og slík uppákoma gæti haft ni jög neikvætt fordæmisgildi. Hinn möguleikinn er sá að ríkið myndi svara með mikilli stífni og ósveigjanleika á öllum stigum i ákvarðanatökuferli sam- bandsins í mörgum eða jafnvel öllum málaílokkum. Hvort tveggja myndi trufla starfsemi sambandsins og skaða það verulega. Myndi engu skipta þar hversu stórt eða lítið ríkið sem ætti hlut að máli væri. Með þessar staðreyndir í huga geta lesendur spáð í líkurnar á því að teknar yrðu ákvarðanir í ráðherraráðinu sem snerta augljósa grundvallarhagsmuni ís- lendinga þvert á vilja okkar. Flökkustofnar Eina veiðireynsla Evrópusambands- þjóða á íslandsmiðum eftir að landhelgin var færð út í 200 mílur eru þau tonn sem þeim hefur tekist að nýta af 3 þúsund tonna karfakvóta sem samið var um í tengslum við EES-samninginn. Auk þess höfðu Belgar, eins og kom fram hér að ofan, til skamms tíma rétt á að veiða nokkur tonn af bolfiski hér við land. Ef Islendingar gerðust fullir aðilar að ESB yrði gengið út frá þessari veiðireynslu við úthlutun veiðiheimilda og því er ljóst að sókn útlendinga á íslandsmið myndi lítið sem ekkert breytast; nánast allur sá afli sem heimilt yrði að taka úr sjó við strendur íslands myndi falla íslendingum í skaut. í áðurnefndri skýrslu utanríkis- ráðherra segir: Aftur á móti myndi ísland þurfa að tryggja sér sinn hlut í flökkustofnunt, þ.e. loðnu, norsk-íslenskri síld, út- hafskarfa, kolmunna og makríl. Sama gæti einnig átt við urn grálúðu og djúp- karfa[_]. Gera má ráð fyrir að þess yrði krafist að skip ESB geti veitt sinn hlut úr þessunt tegundum innan íslensku fisk- veiðilandhelginnar, sérstaklega varðandi loðnu og úthafskarfa, en bestu veiði- svæðin eru þar. Einnig hefur komið í ljós að kolmunni getur veiðst vel þar og væntanlega gildir það sama um norsk-ís- lensku síldina ef hún breytir göngu- tnynstri sínu og gengur í verulegum túæli til íslands (Utanríkisráðuneytið, 2000 bls. 232). Eins og kom fram hér að ofan er mjög k'klegt að Evrópusambandið fari fram trieð kröfu um að fá að veiða hluta af hlutdeild sinni í ofangreindum stofnum tnnan íslenskrar lögsögu, komi lil aðild- arviðræðna. Einhverra hluta vegna er þess ekki getið í skýrslu utanríkisráð- herra að ESB gæti ekki rökstutt slíka kröfu á grundvelli veiðireynslu í íslenskri lögsögu en það er grundvallarskilyrði. Jafnframt sælir furðu að í skýrslunni skuli ekki viðraðar hugmyndir urn gagn- kvæma kröfu á hendur ESB - sumar af ofangreindum fisktegundum veiðast oft á tiðum vel í lögsögu Evrópusambandsins. í þessari stöðu hefðu íslendingar um tvo kosti að velja: Annars vegar gætum við hafnað kröfu ESB alfarið með vísun í þá grundvallarforsendu að engin veiði- reynsla sé fyrir hendi. Hinn kosturinn, og sá betri, er að fara fram með gagn- kröfu á hendur ESB og krefjast aðgangs að völdum fisktegundum í lögsögu sam- bandsins, t.d. áðurnefndum uppsjávar- fiskum. Það er ekki nokkur vafi á því að báðir aðilar myndu hagnast á sliku sam- starfi þegar lil lengri tíma væri litið. Á undanförnum misserum hafa íslenskir útgerðarmenn fjárfest gríðarlega í þess- um sveiflukennda geira. Það eru þvi aug- Ijósir framtíðarhagsmunir fólgnir í þvi - það myndi tryggja ákveðinn stöðugleika - að hafa aðgang að lögsögu ESB þegar tittnefndir uppsjávarfiskar gefa sig alls ekki á íslandsmiðum, eins og dæmi eru til um. Hér er um að ræða sameiginlega stofna og gagnkvæmur aðgangur að fisk- veiðilögsögum myndi ryggja að kvóta- upptakan færi fram með lægsta mögulega tilkostnaðnum og skilaði mestu mögu- legu verðmætunum. Hér hafa einungis verið nefnd dæmi um hvernig íslendingar gætu brugðist við aðstæðum sem upp gætu komið. Þau má síðan útfæra á ýmsa vegu. Fjárfestingar í sjávarútvegi Samkvæmt núgildandi íslenskum lög- um mega útlendingar eiga allt að 25% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Ein grundvallarregla EES-samningsins kveð- ur á um frelsi í fjármagnsflutningum en í EES-samningnum samþykkti Evrópu- sambandið varanlega undanþágu varð- andi fjárfestingar í íslenskum sjávarút- vegi umfram það sem lög kveða á urn á íslandi. Erfitt hefur hins vegar verið að framfylgja þessu banni til hins ýtrasta og nú þegar er um óbeina eignaraðild út- lendinga í útgerðarfyrirtækjum að ræða, m.a. í gegnum olíufélögin, og getur sá hlutur nuntið allt að 49,9%. Uppi hafa verið raddir um að slaka beri á núver- andi löggjöf og leyfa a.m.k. skilyrta eign- araðild útlendinga. Talsmenn þessa sjón- armiðs eru á þeirri skoðun að bannið sé okkur íslendingum ekki í hag; sjávarút- vegur sé meira en bara veiðar og frum- vinnsla. Þeir telja sjávarútveg háþróaðan matvælaiðnað þar sem dreifing fram- leiðslunnar og markaðssetning leiki stórt hlutverk. Það sé því íslendingum í hag að nýta erlenda þekkingu og fjármagn á þessu sviði. Þessi skoðun fer ekkert endi- lega saman við afstöðu manna til hugs- anlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Á haustdögum 2000 lýsti Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra þvi yfir á fundi með nemendnum Viðskiptaháskól- ans á Bifröst að tímabært væri að endur- skoða lögin sem takmarka eignarhald út- lendinga í íslenskum sjávarútvegi. Að- spurður segist Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, ekki hrif- inn af hugmyndinni - slík endurskoðun sé alls ekki tímabær: “Með því að heimila erlenda eignaraðild að útgerðinni, mynd- um við hleypa útlendingum inn í ís- lenska landhelgi og það finnst mér snautlegur endir á landhelgisstríðinu” (Dagur, 30. september 2000)! Svipað við- horf kom fram í ræðu Kristjáns Ragnars- sonar, formanns LÍÚ, á aðalfundi lands- sambandsins 9. október 2000. Kristján telur að þrátt fyrir að íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki séu mun betur í stakk búin til að takast á við erlenda samkeppni á þessu sviði en þau voru fyrir áratug sið- an þá sé einfaldlega engin þörf fyrir er- lenda fjárfestingu í íslenskum sjávarút- vegi. Almennt virðast talsmenn sjávarút- vegsins vera frekar jákvæðir og óhræddir við fjárfestingar erlendra aðila í greininni Öll þjónusta fyrlr díeselvélar á €lnum Staðt y FRAMTAK VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA eW Dranf.hr.unl l-lb H.(n.r(|ðrður Slml: 56S 2S56 • F.«: 565 2954 N * i(a n |: I nloQfr.ml.k. I. H.lmailfla: htip://www.(r.mtak.li • SÉRHÆFT DIESELVERKST/T.ÐI • Eldsneytisdælur • Dieselstillingar • Olíuverk •Túrbínur • Spíssar aa FRAMTAK BLOSSI ehf Dr.n|.hr.unl I -1b H.(n.r(|6rflur Slml: 555 4010 • Fa«: 555 6015 H.lm.ilfla: http://www.fr.mt.k.li • VARAHLUTAVERSLUN • Hlutir í eldsneytiskerfi • Túrbínuhlutir • Alternatorar • Glóðarkerti • Miðstöðvar • Startarar A TurboServicc Tölvustýrður stillibekkur fyrir ALLAR gerðir af olíuverkum □ENSO STANADYNE CARRHU, i... -i Jafnvægisstillibekkir fyrir allar túrbínur Sjómannablaðið Víkingur - 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.