Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Qupperneq 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Qupperneq 38
Útgerðarmenn vinnsluskipa gætu síðan vegið það og metið hvort þeir teldu hag sínum betur borgið með því að láta skip sín sigla með hluta af afurðunum beint á markað erlendis eða ekki. Það má síðan eflaust deila um það hvort þessi hugsan- legi valmöguleiki, og aukin samkeppni, hefði jákvæðar eða neikvæðar afleiðingar í för með sér. Hafa verður í huga að sam- fara aðild að ESB yrðu íslendingar að láta af því að mismuna fiskimönnum sem leita eftir þjónustu í höfnum landsins á grundvelli þjóðernis. Þannig yrði ekki lengur hægt að láta útlendinga greiða hærri þjónustugjöld en íslendinga, eins og gert er nú (sjá neðanmálsgrein nr. 21, bls. 42). Norsk vinnsluskip landa afurðum sín- um í töluverðum mæli í höfnum utan Noregs. í slíkum tilvikum er þess krafist af skipstjórnarmönnum að þeir gefi upp aflaskýrslur til norsku fiskistofunnar á viku fresti. Að auki verða þeir að gefa upp magn og samsetningu afurða um borð, löndunarstað og löndunardag (House of Commons, 1999).86 Löndun fram hjá vigt - kvótasvindl Nú hefur það aldrei verið neitt feimn- ismál hjá Evrópusambandinu að fiski er landað fram hjá vigt og kemur sá afli fyr- ir vikið aldrei fram í löndunarskýrslum. Þar, ekki síður en hér á landi, er ómögu- legt að segja með nokkurri vissu í hve miklum mæli slikt athæfi er stundað. Löndun fram hjá vigt er, líkt og brott- kast, einn af neikvæðum fylgikvillum kvótakerfis í sjávarútvegi. Evrópusam- bandið hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að bæta eftirlit með veiðum, löndun og meðferð afla. Áhersla hefur verið lögð á aukna samvinnu á milli eft- irlitsmanna framkvæmdastjórnarinnar og eftirlitsmanna í aðildarlöndunum. Jafn- framt er mikil vakning varðandi samstarf á milli eftirlitsmanna í einstökum aðild- arlöndunum. Eftirlitið nær yfir alla þætti ferlisins; allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til að hann er kominn á borð neytenda. Horft er til nútímatækni varðandi samkeyrslu löndunarskýrslna og afladagbóka og gervihnattaeftirlits. Al- mennt ríkir mikil bjartsýni um að gervi- hnattaeftirlitið muni einfalda og bæta allt eftirlit á öllum stigum ferlisins (sjá bls. 79). Þessari vinnu er hvergi nærri lokið og er einn af þeim þáttum sem eru í sí- felldri endurskoðun. í viðleitni sinni til að berjast gegn löndun fram hjá vigt tóku Bretar upp nýtt kerfi sem byggir á völdum, viður- kenndum löndunarstöðum (designated ports) og eru þeir 31 að tölu (löndunar- staðir í Bretlandi eru yfir 450 talsins). Kerfið gekk í gildi þann 5. janúar 1999 og samkvæmt þvi þurfa skip sem eru yfir 20 metrar á lengd að landa í þessum við- urkenndu höfnum. Ákveðið svigrúm er þó gefið en það felst í því að skip, sem einhverra hluta vegna getur ekki landað á viðurkenndum löndunarstað, getur landað annars staðar að því skilyrði upp- fylltu að áætlaður löndunarstaður sé gef- inn upp með fjögurra tima fyrirvara. Evr- ópusambandið lagði blessun sína yfir þessi áform á ráðherraráðsfundi í desem- ber árið 1998 með þeim orðum að hér væri um að ræða “einu mögulegu lausn- ina á því vandamáli sem skapast hefur með svona gríðarlega mörgum löndunar- stöðum”. Einnig var tekið fram að með þessu sýndu Bretar “mjög jákvætt” frum- kvæði. Jafnframt var staðfest að kerfið næði til allra skipa sem landa í breskum höfnum. Það yrði síðan að koma í ljós hvort þessi ráðstöfun, ásamt gervihnatta- eftirlitinu, yrði fullnægjandi (House of Commons, 1999). Nú vill svo til að stærsti hluti ferskfisksútnutnings íslend- inga fer á Bretlandsmarkað. Almennt er talið að þetta skref sem Bretar tóku muni skila árangri. Fram- kvæmdastjóri skoska sjómannasam- bandsins (Scottish Fishermen's Organ- isation) telur að þetta skipulag, ásamt því að rússnesk verksmiðjuskip hafa horfið af miðunum vegna nýrra reglna frá Evrópusambandinu um umskipun afla, hafi nú þegar gert löndun fram hjá vigt ómögulega. Elliot Morley, sjávarút- vegsráðherra Breta, kveður ekki svo sterkt að orði en er ekki í vafa um að stigið hafi verið stórt skref í rétta átt (House of Commons, 1999). Engar reglur meitlaðar í stein Ef íslendingar hyggja á inngöngu í Evrópusambandið er ljóst að ýmsir möguleikar eru í stöðunni til að koma í veg fyrir að kvóti “hoppi” úr landi og til að tryggja viðunandi eftirlit með útflutn- ingi á fiski. Slíkar ráðstafanir kalla þó ekki á verulegar breytingar á fiskveiði- stjórnunarkefinu. Að auki má geta þess að ef íslendingar krefðust þess í aðildar- viðræðum að öllum afla skyldi landað á íslandi væri ekkert því til fyrirstöðu inn- an Evrópusambandsins ef samkomulag næðist um það þótt það - strangt til tek- ið - stangist á við reglur sambandsins. Það væri fyrst og fremst pólitísk ákvörð- un. í þættinum Aldarhvörf, sem var á dagskrá Ríkissjónvarpsins 6. nóvember 2000, kom fram i máli Fernando Costello de la Torre, talsmanns Evrópu- dómstólsins, að „auðvitað væri hægt að hafa slíkt í samningum umsækjanda, t.d. íslendinga og aðildarríkjanna. Málið gæti fengið sérstaka meðferð eða túlka mætti reglurnar á sérstakan hátt. Samkvæmt ströngustu túlkun væri það ekki mögu- legt en það væri hægt að semja um slíkt eins og svo að segja allt í lögum Evrópu- sambandsins [leturbreyting höfundar]”. II.III. Áhrif styrkjakerfisins Styrkjakerfi Evrópusambandsins hefur áhrif á íslenskan sjávarútveg hvort sem við Islendingar stöndum utan sambands- ins eða gerumst fullir aðilar að því. Gangi ísland í Evrópusambandið mun ís- lenskur sjávarútvegur verða styrkhæfur samkvæmt almennum reglum sem í gildi eru um þróunarsjóði sambandsins. Nán- ari skilgreining á rétti íslensks sjávarút- vegs til fjárstuðnings færi fyrst og fremst eftir því hvernig ísland yrði skilgreint sem efnahagslegt þróunarsvæði. Það yrði gert í aðildarsamningnum og er því samningsatriði. Eins og staðan er í dag er líklegt að ísland sem heild myndi falla undir sömu skilgreiningu og norðlæg héruð Skandinavíu (sjá bls. 82). Það má gera því skóna að ef Islendingar myndu leggja fram þróunaráætlun um niður- skurð ílotans gætu þeir átt von á umtals- verðum styrkjum í tengslum við það verkefni. Þar að auki mætti vænta stuðn- ings við uppbyggingu á annarri atvinnu- starfsemi í þeim byggðarlögum þar sem röskun yrði á atvinnulífi í kjölfar sam- dráttar í sjávarútvegi. Þá má ætla að styrkir fengjust til uppbyggingar og end- urbóta á hafnaraðstöðu, til verndunarað- gerða og til sértækra aðgerða eins og könnunarleiðangra, tilraunaverkefna og tilraunaveiða. Að auki ættu íslendingar að eiga kost á styrkjum til vöruþróunar og markaðsmála í sjávarútvegi og til upp- byggingar á fiskeldi, svo eitthvað sé nefnt. Styrkveitingarnar væru svo háðar mótframlagi íslenskra stjórnvalda og greinarinnar sjálfrar en almenna reglan er sú að þau nemi um helmingi af heild- arupphæð. Hvort um slíkt yrði að ræða og hversu hátt mótframlagið yrði, ef þetta yrði raunin, er ómögulegt að segja nokkuð til um og yrði alfarið á hendi viðkomandi aðila að ákveða. Á íslandi er í dag starfandi þróunar- sjóður sjávarútvegsins sem hefur í raun sama hlutverk og styrkjakerfi Evrópu- sambandsins, þ.e. að kaupa fiskvinnslu- stöðvar og framleiðslutæki þeirra og greiða styrki fyrir úreldingu fiskiskipa til að draga úr afkastagetu í greininni. Auk þess á þróunarsjóðurinn að stuðla að vöruþróun, markaðssetningu íslenskra sjávarafurða og nýsköpun. Það eru því miklar líkur á að framlög þróunarsjóðs- ins yrðu skoðuð sem framlag íslands á móti framlagi Evrópusambandsins lil sjávarútvegs undir tilsvarandi markmiði sem um yrði samið fyrir ísland í aðildar- viðræðum (Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands, 1995, bls. 318). Þess ber að geta að stefnt er að því að leggja þróunarsjóð- inn niður en hann er hér nefndur sem dæmi um hvernig þetta gæti virkað. Evr- ópusambandið stefnir að því að draga úr styrkjum til atvinnulífsins þegar fram líða stundir. Auk þess er það yfirlýst stefna sambandsins að sá kostnaður sem 38 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.