Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 43
Guðlaugur Gíslason, stýrimaður Tillitslaust framferði veiðiþjófa á alþjóðlegu hafsvæði var aðalefni á ráðstefnu sem haldin var í Las Palmas á Kanaríeyjum í október 2001 af Alþjóðasambandi flutn- ingaverkamanna, ITF: Hvað er hægt að gera til að stoppa löglausa starfsemi á heimshöfunum. Taumlaus starfsemi úthafsveiði- skipa, sem sigla undir þæginda- fánum virðist blómstra, en hefð- bundnar fiskveiðiþjóðir og alþjóð- legar stofnanir standa ráðalausar á hliðarlínunni og verða vitni að þróun sem getur bókstaflega leitt til eyðingar fiskistofnanna í heimshöfunum. Þörfin fyrir meiri vitneskju og ná- kvæmari upplýsingar um úthafsveiðiflot- ann undir þægindafánum, var sterklega úndirstrikað á ráðstefnunni í Las Palmas, þar sem 30 þátttakendur, frá fiskimanna- samtökum innan ITF, voru samankomn- ir. Ráðstefnunni stjórnaði Færeyingurinn Oli Jacobsen. Hann hefir verið formaður fiskimannadeildar ITF frá 1980, og er formaður Fiskimannafélags Færeyja. Óli Jacobsen sagði í setningarræðu sinni að úthafsveiðiflotinn sem siglir undir þægindafánum, líka nefnt FOC (Flag of Convenience), væri mikið vandamál í fiskveiðistarfsemi heimsins. í 'náli hans kom einnig fram að Las Palmas á Gran Canaria væri ekki einung- is þekkt sem ferðamannastaður, heldur einnig sem vinsæl fiskimannahöfn með úðum komum FOC- fiskiskipa, sem vinna á stórum hluta Atlantshafsins. Til að leggja frekari áherslu á alvarleik þessa máls luku þáttakendurnir ráðstefn- unni með því að mótmæla í fiskihöfn- mni. Þeir stilltu sér upp fyrir framan sjónvarps myndavélarnar með FOC -tog- ara í baksýn og kröfuspjöld gegn þessari starfsemi á spænsku. Óli Jacobsen sagði að þetta væri í fyrsla sinn á sínum meira en 20 ára ferli sem formaður fiskimanna- ðeildar ITF; að þáttakendur á fundum deildarinnar efndu til slíkra mótmæla. veioipjojum Guðlaugur Gíslason. Jon Whitlow deildarstjóri hjá ITF upplýsti ráðstefnuna um FOC-baráttuna og vísaði í því sambandi til alþjóðlegrar áætlunar sem FAO (Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna) samþykkti 23. júní 2001, og beinist gegn ólöglegum, ó- tilkynntum og óskipulögðum fiskveið- um, sem á alþjóðlegu máli gengur undir heitinu 1UU (Illegal, Unreportet, Unreg- ulated). Aðgerðir gegn FOC FAO hefir hvatt aðildarríkin til að vinna að þessum málum eftir fjórum að- alstefnum: * Þjófánaeftirlit - þjóðirnar skulu fylgjast með að fiskiskip í þeirra lögsögu fylgi ákvörðununum. * Strandeftirlit - fylgst verði með um- fangi fiskveið? á fiskimiðum viðkom- andi lands. * Hafnareftirlit - þjóðirnar skulu fylgjast með komu og brottför skipa, rannsaka búnað, afla og áhafnir þeirra og annað er máli skiptir. * Markaðseftirlit - þjóðirnar hafa skyldur til að rannsaka varning sem skipin setja í land eða umskipa í lögsögu þeirra. Hingað til hefir ekki orðið sjáanlegur árangur af stefnumörkun FAO, og á ráð- stefnunni kom ítrekað frarn, sú skoðun, að reynslan sýni, að menn verða svo sannarlega að beita þolinmæðinni þegar urn slíkar alþjóðlegar tillögur er að ræða. Það getur tekið ár og dag að bíða eftir að nokkur árangur komi í sjónmál. ITF vill því með hliðsjón af þeirri alþjóðlegu þró- un, sém orðið hefir í þessu stóra vanda- máli, og reynslunni nota tækifærið og hvetja til eftirfarandi aðgerða gegn FOC- kerfinu: * að loka höfnum fyrir FOC-fiskiskip- um. * að loka mörkuðum með FOC-veiddan fisk. * að loka fyrirtækjum sem vinna, kaupa eða selja FOC-veiddan fisk. Þægindafánar eru keyri dagsins Framkvæmdastjórn ESB hefir gefið út 42 síðna skýrslu um sameiginlega fisk- veiðipólitík í framtiðinni. í því sambandi mun Franz Fischler æðsti maður ESB í fiskveiðimálum hafa bent á mikilvægi hafnarríkiseftirlitsins við að stöðva ólög- legar fiskveiðar, og sagt að þægindafán- arnir væru keyri dagsins (dagens svöpe) í siglingaheiminum. Á ráðstefnunni í Las Palmas sagði, Jon Whitlow, að hann túlkaði þessa fordæm- ingu frá svo háttsettum manni í Brussel sem sérstaka hvatningu til ITF í áfrarn- haldandi baráttu gegn FOC-kerfinu. í skjölum sem lögð voru fyrir rástefn- una kom fram dökk rnynd af ástandinu hvað varðar ofveiði á alþjóðlegum haf- svæðum. Þar eru FOC -skip í aðalhlut- verki. Þeir sem gera út á ólöglegan hátt virðast telja sig vera í rétti á öllum heimshöfum. Þeir líta á þetta allt sem „stóra smugu,” frá ísbreiðunum við Norðurheimskautið i norðri til Suður- skautslandsins í suðri, þar sem Atlants- haf, Kyrrahaf og Indlandshaf eru mikil- vægustu veiðisvæðin. FOC -útgerðir virðast ekki hafa neina siðferðislega hugsun hvað varðar vernd- un og viðgang fiskistofnanna fyrir fram- tíðina. Þeir fiska svo lengi sem fisk er að hafa, og setja síðan stefnuna á ný fiski- mið. FOC-skip eru sjáanlega ekki í neinum Sjómannablaðið Víkingur - 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.