Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111 6. mynd. Hiti í nokkrum borholum á 7. rnynd. Hiti í borholu G-1 á Krýsu- Hengilssvæðinu. víkursvæðinu. svæði heita vatnsins er því ekki þar, sem holurnar eru, heldur að öllum líkindum norðar. Er sú niðurstaða ekki óeðlileg, þegar litið er á legu holanna við suðurjaðar Hengilsjarðhitasvæðisins. Krýsuvíkursvœðið. Á þessu svæði hafa verið boraðar fáeinar djúpar borholur um 1,5 km suðvestur af Kleifarvatni. Sú dýpsta þeirra er um 1100 m. I henni var mældur hitinn, þegar hún hafði náð hitajafnvægi við bergið í kring, en þó aðeins niður á 650 m dýpi vegna stíflunar þar. Niðurstöður þessara mælinga, sem sýndar eru á 7. mynd, gefa nokkra hugmynd um hitaástand bergsins á þessu svæði. Eins og á Hengilssvæðinu vex hitinn mjög ört í fyrstu og nær há- marki, sem hér er á um 300 m dýpi, en þar fyrir neðan fer hann aftur lækkandi. Hámarkshitinn er hér um 220°C eða nokkru lægri en hann hefur mælzt á Hengilssvæðinu. Sennilega er hér einnig um meira og minna lárétt vatnsrennsli að ræða á um 300 m dýpi og aðaluppstreymis heita vatnsins að leita annars staðar. Ekki hafa verið boraðar nægilega margar holur á þessu svæði til að hitamæl- ingar geti gefið vísbendingu um úr hvaða átt heita vatnið komi. HEIMILDARRIT (1) Gunnar Böðvarsson. 1957. Geothermal Effects of the Pleistocene Glacia- tion in Iceland. Jökull, 7, 1—20.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.