Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 38
132 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1. mynd. Veðurkort kl. G GMT 8. okt. 1961. Feita örvaltnan sýnir flugleið fugla, sem legðu af stað frá Stafangri kl. 18, 7. okt. og stefndu á Peterhead eins og granna örvalínan sýnir. Varla er nokkur eí’i, að fuglahóparnir hafa verið á leið frá Suðvestur-Noregi til Skotlands. Venja þessara fugla er að afla fæðu á daginn, en fljúga á nóttunni. Fyrri sveimurinn hefur því lagt af stað að kvöldi þess 7. Þá var veðri svo háttað, að suðaustan átt var á stóru svæði á þessum slóðum, eða frá háþrýstisvæði, sem var yfir Finnlandi, að djúpri lægð um 000 km vestur af Skotlandi. Kuldaskil lágu frá Norður-Englandi suðaustur yfir Norðursjó til Hollands, og loftið fyrir austan skilin var þurrt og hlýtt Evrópu- loft. Náði það yfir öll Norðurlönd og mikinn hluta Norðursjávar. Á meginlandinu var sæmilegt skyggni í þessu lofti, en þegar það kom út yfir sjóinn, myndaðist í því þoKumistur og skýjaflákar. Við skilin er veðrið þó verst, mjög lágskýjað, rigning eða súld og víða þoka. Veðrið í Stafangri virðist nógu gott til að fuglar hefji flug. Klukkan 18, eða í rökkrinu, var þar ASA 4 vindstig, léttskýjað og 15 km skyggni, en á Petershead í Skotlandi, ströndinni beint á móti, var SSA 3 vindstig, úðarigning og skyggni aðeins 2 km. Ef fuglarnir hafa flogið með 20 hnúta hraða í beina stefnu milli oíannefndra staða, mundi vindurinn bera þá svo af leið, að förin lægi rétt fyrir sunnan Hjaltlandseyjar, því að SA-stinningskaldi var

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.