Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 139 2. mynd. Tekin um páska 1901 við rætur Mýrdalsjökuls að suðvestan. Á skír- dag var þarna jafnfallinn snjór, en á föstudaginn langa gerði NA-hvassviðri og skafhríð. Þegar veðrinu slotaði var brekkan alsett fiigrum og margbreytilegum rifsköflum. Ljósm.: Stefán Bjarnason. leggur yfir veginn, þegar vindur stendur þvert á hann í skafrenn- ingi. Þeir eru oftast mjög þéttir fyrir og því ónotalegir yfirferðar, þótt þeir séu eigi háir. Hér áður voru gerðar sleðabrautir eftir mýrum og flóum með því að skera burtu þúfur og slétta leiðina. Ef skafhríð gerði þvert á brautina, og snjór ekki mikill, lagði sila þvert yfir liana af hverjum þúfnakolli meðfram henni. Gat sleða- færi þá orðið ónotalegt og jafnvel þungt. Það var kallað silafœri. ~ Hið sarna kemur oft fram á þýfðu landi eltir hríðarbylji. Þá leggur sila þúfu af þúfu, en græfur á milli. Rifskaflar eru algengir á sléttu, snævi þöktu landi eða jöklum eftir stórhríðar. Ef vindur er hóflegur og jafn, myndast venjulega sléttar og kúptar fannir, sem oft eru kallaðar þiljar. En þegar vindur verður byljóttur og sveipóttur, getur hann grafið rásir í þiljurnar og myndað langa skafla eða hryggi. Ef áttin breytist, koma rásir og skörð gegnum hina eldri skafla, og verður yfirborðið

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.