Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 48
142 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN færustu grasafræðingum landsins að t. d. rauðar og brúnar Sphag- num-tegundir séu nærri hvítar og heiti hvítmosar. Fullyrðingar um að hvitmosi sé hvítur eru ekki nema eðlilegar, jafnvel hjá grasa- fræðingum. Þetta heiti, hvítmosi, hefur verið notað í íslenzku, að ég held, í meira en 65 ár, og má vera að það réttlæti það, að jafnvel rautt sé kallað hvítt eða „nærri hvítt“. Ég hef litla von um að þetta nafn verði lagt niður, þó hefur Eyþór Einarsson tekið upp rnína tillögu og notað orðið svarðmosi um Sphagnum í Náttúru íslands, og er ég honum þakklátur fyrir það. Að lokum vil ég minna á grein eftir Ingimar Óskarsson í öðru hefti 18. árgangs af Náttúrufræðingnum um nafngiftir plantna. Þó ég sé ekki að öllu leyti sammála þeim starfsreglum, sem þar eru fram settar, er æskilegt að tillögu lians um nafngiftarnefnd verði hrundið í framkvæmd sem fyrst. Slík nefnd veit ég að er a. m. k. starfandi í Noregi, og virðist mér hennar ekki síður þörf hér. Bergþór Jóhannsson. Þriðji fundarstaður vatnsagnar. Rétt þykir mér að geta nýrra fundarstaða tveggja blómplantna, þótt það hafi nokkuð dregist. Vatnsögn, Crassula aquatica (L) Schönland, fann ég 24. ágúst 1961 við Þorlákshver í Skálholti, er ég var þar að svipast um eftir mosum. Tegund þessi hefur ekki fundizt hér alllengi þrátt fyrir nokkra leit. Áður hefur hún fundizt á Laugarvatni og í Laugarási. Vatnsögnin í Skálholti óx í rökum leir í jarðhita rétt við hverinn, og var þar allnokkuð af henni. Aðrar háplöntutegundir, er þar uxu voru m. a. vatnsnafli, flóajurt, græðisúra, tágamura, mýradún- urt, skriðlíngresi, laufasef og lindasef. Jarðhiti er bæði á Laugar- vatni og Laugarási, en ekki er mér kunnugt hvort vatnsögnin hefur á þeim stöðum fundizt við jarðhita, verður það ekki ráðið af Flóru íslands. Vera má að leit að vatnsögninni á fyrri fundarstöðum verði ekki árangurslaus ef vaxtarstaðurinn á þriðja fundarstaðnum er hafður í huga. Jöklaklukku, Cardamine bellidifolia L., fann ég á Esjunni í öllum ferðum mínum þangað 1961. Þar vex hún víða á háfjallinu í Rhacomitrium breiðum. Jöklaklukku er ekki getið frá SV-landi í Flóru íslands. Bergþór Jóhannsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.