Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 63
vegna rakataps á leið loftsins yfir landið. Tvívetniskortið hefur verið notað til að álykta um ákomusvæði einstakra lághita- svæða. Fyrst er tvívetnisinnihald jarðhita- vatnsins mælt. Gildið er næst borið saman við tvívetniskortið. Ef jarðhitavatnið hefur lægra tvívetnisinnihald en úrkoma á jarð- hitasvæðinu, eins og oftast er raunin, er leitað að svæði á kortinu inn til landsins þar sem tvívetnisinnihald úrkomu og jarðhita- vatnsins er eins. Þar er ákomusvæði jarð- hitasvæðisins. Síðan er dregin lína frá ákomusvæði að jarðhitasvæði u.þ.b., þvert á hæðarlínur. Sú lína sýnir rennslisstefnu vatnsins í berggrunni. Jarðhitavatn getur verið mörg hundruð og upp í tugþúsunda ára gamalt. Notkun tvívetniskortsins gerir ráð fyrir því að tvívetnisinnihald úrkomu hafí ekki breyst frá því jarðhitavatnið féll sem úrkoma og fram á þennan dag. Eins og síðar verður fjallað um virðast veðurfarssveiflur undanfarinna alda og árþúsunda hafa haft veruleg áhrif á meðaltvívetnisinnihald úrkomu á hverjum stað. Því er nú ekki talið öruggt eða sjálfsagt að nota tvívetniskort Braga Árnasonar til að álykta um rennslisstefnur jarðhitavatns í berggrunni eins og lýst var hér að ofan. TVÍVETNISAUKINN Tölurnar lengst til hægri í jöfnum (1) og (2) nefnast tvívetnisauki. Við útreikning á tví- vetnisauka er þó jafnan miðað við að halla- talan sé 8, en ekki þær hallatölur sem sýndar eru í þessum jöfnum. Þannig er tvívetnis- aukinn (táknaður með d) skilgreindur sem d =8D-88'80 (3) Gildi tvívetnisaukans er háð veðurfari á uppgufunarstað úrkomunnar. Hann er hár þar sem veðurlag er þurrt, en getur verið nálægt núlli í röku loftslagi. Sýnt hefur verið fram á að tvívetnisaukinn í ís úr Grænlandsjökli breytist í takt við veðurfarsbreytingar. Hann er hærri (um 8) á köldustu tímabilum síðasta jökulskeiðs en lægri (um 4) á hlýrri tímabilum þess (Sigfús Johnsen o.fl. 1989). Hita- og rakastig á uppgufunarstað úrkomunnar virðist stjóma d- gildi hennar. Því hafa mismunandi d-gildi í ís frá Grænlandi verið túlkuð á þann veg að uppruni úrkomunnar hafi verið annar á köldu tímabilunum en á þeim hlýrri. Tvívetnisauka í köldu gmnnvatni og jarð- hitavatni má nota til að meta veðurfar á þeim tíma sem það féll sem úrkoma. Eins og fjallað er um í næsta kafla á þetta þó aðeins við um jarð- hitavatn ef hiti þess er neðan við u.þ.b. 80°C. Af jöfnunum í kössunum á 3. mynd má sjá að tvívetnisaukinn er hærri í úrkomu á Tröllaskaga en í úrkomu á Suðurlandi og Vestfjörðum. Þetta gæti stafað af því að úrkoma sem fellur á Tröllaskaga er, a.m.k. að hluta, komin frá loftraka norðan úr Dumbs- hafi þar sem loft er að meðaltali þurrara en fyrir sunnan og vestan land, þaðan sem úrkoma á Suðurlandi og Vestfjörðum er aðallega ættuð. SÚREFNISHLIÐRUN Breyting á styrk súrefnis-18 í vatni getur átt sér stað vegna skipta við bergið sem vatnið fer um. Slík breyting nefnist súrefnishliðrun. Magn samsætuskipta súrefnis milli vatns og bergs er háð hita og hversu lengi vatnið dvelur í berggrunni. Þau verða vegna efnaskipta. Vatnið leysir upp frumsteindir bergsins en fellir út ýmsar ummyndunarsteindir í staðinn. Tengsl samsætuskipta við hita stafa af því að efnaskiptin eru því hraðari sem hitinn er hærri. Hér á landi virðist súrefnishliðrun vera hverf- andi ef vatnshiti er undir 80°C (5. mynd). Þess vegna má nota súrefni-18 sem kenniefni fyrir kalt vatn og einnig fyrir jarðhitavatn ef hiti þess er undir um 80°C. í þeim tilfellum sem nota má bæði tvívetni og súrefni-18 sem kenniefni er unnt að nota tvívetnisaukann í jarðhitavatni til að afla frekari vitneskju um uppruna þess. Ef tvívetnisaukinn er sá sami og í úrkomu í dag má álykta að jarðhitavatnið svari til úrkomu sem féll við sömu veðurfarsskilyrði og nú ríkja. Sé tvívetnisaukinn hins vegar annar bendir það til þess að jarðhitavatnið svari til úrkomu sem féll við önnur veðurfarsskilyrði en ríkja í dag. Fyrstu rannsóknir á tvívetni og súrefni-18 í jarðhitavatni Á sjötta áratugnum birtist í tímaritinu Sci- ence grein eftir þrjá Bandaríkjamenn um 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.