Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 64

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 64
5. mynd. Samband súrefnishliðrunar við hitastig jarðhitavatns. Af myndinni sést að súr- efnishliðrun er oftast hverfandi efhiti vatnsins er undir u.þ.b. 80°C. Því má nota súrefni-18 sem kenniefni til að rekja uppruna jarðhitavatns, ef hiti þess hefur ekki farið yfir 80°C. Tíglarnir svara til vatns sem sýnir óvenjumikla súrefnishliðrun miðað við hita. Þetta vatn er úr borholum á Suðurlandsundirlendi. Talið er að hluti þess sé frá ísöld. Hinn hái aldur vatnsins skýrir hina óvenjumiklu súrefnishliðrun. styrk tvívetnis og súrefnis-18 í heitu og köldu vatni af nokkrum jarðhitasvæðum (Craig o.fl. 1956). Þeir félagar töldu að kalda vatnið svaraði til staðbundinnar úrkomu. Niðurstöðurnar sýndu að tvívetnisinnihald jarðhitavatnsins var hið sama og í kalda vatninu. Af því var ályktað að jarðhita- vatnið væri staðbundin úrkoma að uppruna. Jarðhitavatnið var hins vegar auðugra af súrefni-18 en kalda vatnið, enda féll það ekki á úrkomulínuna (6. mynd). Aður höfðu mælingar sýnt að berg er auðugra af súrefni- 18 en allt vatn, þar með talinn sjór. Því var þessi „súrefnishliðrun" frá úrkomulínunni skýrð með skiptum á súrefni milli vatnsins og þess bergs sem það hafði streymt um. Súrefni er sem næst 50% af öllu algengu bergi (miðað við þunga) og því af nógu að taka. Hins vegar er sáralítið vatn í flestu bergi og því sáralítið vetni. Þess vegna er ekki við því að búast að tvívetnisinnihald vatns geti breyst að neinu ráði við streymi þess um berg. Með rannsóknum sínum lögðu Craig og félagar grunninn að notkun tvívetnis sem kenniefnis til að rekja uppruna jarðhita- vatns. Umfangsmiklar athuganir hafa verið gerðar á mörgum jarðhitasvæðum frá því tímamótagrein Craigs og félaga birtist árið 1956. Þessar seinni athuganir sýna að tví- vetni í heitu vatni á mörgum jarðhitasvæð- um er ekki hið sama og í staðbundinni úr- komu. Oftast hefur þetta verið skýrt með því að jarðhitavatnið svari ekki til staðbundinn- ar úrkomu heldur til úrkomu af svæði sem hefur sama tvívetnisgildi og jarðhitavatnið, og að það sé aðrunnið frá því ákomusvæði. Sú skýring hefur þó einnig verið sett fram að samsæturnar í jarðhitavatninu ráðist af því að það sé blanda af staðbundinni úrkomu og vatni frá kviku (Giggenbach 1992). Enn- fremur er mögulegt að jarðhitavatn hafi fallið sem úrkoma við önnur veðurfarsskilyrði en nú ríkja og af þeim sökum hafi það ekki sama 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.