Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 75
ríkisins að halda í heiðri lög um verndun
Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu
(nr. 36/1974) og leyfa ekki fyrirhugaða
hækkun stíflu í Laxá við Brúar á vegum
Landsvirkjunar, nema að undangengnu
mati á áhrifum á umhverfi, sem byggist á
ítarlegum rannsóknum á vistfræði
Laxársvæðisins alls. Rannsóknirnar skulu
hafa það að markmiði að skýra og segja
fyrir, eins og kostur er, um afleiðingar
stífluhækkunarinnar á lífríki Laxár, einkum
hvað varðar sandburð og lífríki fugla,
laxfiska og annarra vatnalífvera, bæði
ofan og neðan fyrirhugaðrar stíflu.“
4) Um verndun og friðlýsingu sérstæðra
jarðmyndana:
„Aðalfundur Hins íslenska náttúru-
fræðifélags (HÍN), haldinn I. inars 1997 í
Reykjavík, hvetur umhverfisráðherra,
Náttúruvernd n'kisins og Náttúrufræði-
stofnun Islands til að vinna sem fyrst að
friðlýsingu allra ósnortinna og lílt
raskaðra gjall- og klepragíga, sem eftir eru
í landinu, og stuðla eins og frekast er unnl
að verndun hrauna, er þeim fylgja. Einnig
að vinna almennt sem mest gegn frekari
spjöllum á hraunum þeim sem runnin eru á
nútíma.“
5) Um vöktun vatns: Tilskipanir Evrópu-
sambandsins:
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags (HÍN), haldinn 1. mars 1997 í
Reykjavík, skorar á hlutaðeigandi stjórn-
völd að ljúka hið fyrsta við gerð íslenskrar
löggjafar urn vistfræðilega vöktun vatns í
samræmi við tilskipanir Evrópusambands-
ins þar að lútandi. í kjölfar löggjafarinnar
er alar brýnt að stjórnvöld tryggi vöktun
vatnsins með viðeigandi rannsóknunt.“
6) Um ráðstefnu um vegagerð á hálendinu:
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags (HÍN), haldinn 1. mars 1997 í
Reykjavík, hvetur umhverfisráðuneytið
og Náttúruvernd ríkisins til að gangast
hið fyrsta fyrir ráðstefnu um vegagerð á
hálendinu, þar sem fjallað verði um
markmið vegagerðarinnar, vegtæknilegar
kröfur og áhrif vegagerðarinnar á
umhverfíð.“
7) Um mat á umhverfisáhrifum orkumann-
virkja:
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags (HÍN), haldinn 1. mars 1997 í
Reykjavík, hvetur umhverfisráðherra til að
hafa vaðið fyrir neðan sig og beita sér fyrir
því að ráðist verði hið fyrsta í mat á
umhverfisáhrifum vegna hugsanlegra
franrkvæmda við hina ýmsu kosti
vatnsafls- og jarðvarmavirkjana þeirra
sem kynntir eru í riti Iðnaðarráðu-
neytisins, „Innlendar orkulindir til vinnslu
raforku“ (1994). Oftar en einu sinni hefur
brunnið við að tímaskortur hafi orðið að
frágangssök við gerð ítarlegs mats á
umhverfisáhrifum orkumannvirkja. Slíkt er
fyrirhyggjuleysi og þarflaust með öllu,
einkum í ljósi þeirra miklu áhrifa sem orðið
geta á ósnortinni og lítt raskaðri náttúru á
hálendi íslands. Eðlilegt er að mat á
umhverfisáhrifum sé unnið með góðum
fyrirvara og fylgi í umfangi og nákvæmni
áætlunum um orkumannvirki vegna
virkjana og áhrif þeirra."
8) Hálendi lslands: Friðland þjóðarinnar:
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags (HÍN), haldinn I. mars 1997 í
Reykjavík, skorar á Alþingi að stofna til
friðlands á hálendi Islands með því að
setja sérstaka löggjöf þar að lútandi, með
vernd náttúru í fyrirrúmi.“
Greinargerðir fylgdu flestum þessara
tillagna.
Fleiri mál voru ekki á dagskrá, né heldur
óskað umræðu um önnur mál. Formaður
þakkaði starfsmönnum fundarins og starfs-
mönnum félagsins fyrir vel unnin störf og
sleit síðan fundi.
■ FRÆÐSLUFUNDIR
Fundirnar voru að venju haldnir síðasta
ntánudag hvers vetrarmánaðar, klukkan
20:30, í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi
73