Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 53
2. mynd. Tildurmosi. Hér er mosinn rakur og ólífugrœnn. Myndin er tekin snemma sumars
og má vel sjá hálfvaxna árssprota, sem vaxa upp úr „bakinu“ á sprota fyrra árs. Ljósm.
Hörður Kristinsson.
hlutar mosans. Stönglarnir rauðleitir, tví-
eða þrífjaðurgreindir og liggja greinar hvers
árssprota í hliðlægum eða næsturn láréttum
fleti, sem er tengdur við sprota fyrra árs að
ofanverðu (baklægt) með greinalausum
stöngulhluta, þannig að mosinn verður al-
settur „pöllum“ eða „rimum“ og minnir á
stiga. (Norska nafnið „etasjemose“ og
þýska nafnið „Etagemoos“ eru dregin af
þessu, eins og tildurmosanafnið.)
Stöngulblöðin eru 2-3 mm löng, egglaga,
með fíntenntum oddi, glansandi, tvírifja,
aðlæg, kúpt og skarast nokkuð; greina-
blöðin 1-2 mm, heilrend, þaklögð. Auk þess
eru greinótt, hárlaga „flosblöð“ á stönglum
og greinum. Þessa blaðgerð mosans má
auðveldlega sjá í góðu stækkunargleri (8- til
12-föld stækkun).
Mosinn er einkynja og fyrir kemur að
baukar með gróum (gróhirslur) sjást á kven-
plöntunni, en það er sárasjaldgæft hérlendis
og man ég ekki til að hafa séð það sjálfur.
Hann virðist því fjölga sér á einhvern annan
hátt en með gróum.
■ VAXTARSTAÐIROG
ÚTBREIÐSLA
Tildurmosinn vex í alls konar landi, sem
hvorki er mjög þurrt né rakt en þó frekar í
þurrari kantinum. Mestum þroska nær hann í
lyngmóum, kjarri og skógum, grjóturðum og
ýmiss konar gisnu graslendi. Hann er einnig
mjög algengur og áberandi í mýrarþúfum og
í mólendi til fjalla. Við beitarfriðun mólendis
og skóga eykst hann oft gríðarlega að
magni, svo hann getur þakið landið meira
eða minna á stórum svæðum og myndað 10-
20 sm þykkt mosateppi, þar sem ýmsar aðrar
plöntur eiga erfitt uppdráttar, m.a. skógar-
plöntur. Tildurmosi er talinn gera meðal-
kröfur til næringarefna í jarðvegi þar sem
hann vex, og má því kalla það land sem hann
þekur í meðallagi frjósamt og meðalrakt, sem
er hagstætt flestum öðrum plöntum.
Tildurmosi vex ekki í frjósömu gras- eða
valllendi, ekki heldur í ræktuðu landi, þar
sem gætir áburðaráhrifa, t.d. í túnum eða á
húsalóðum. Þar eru það aðrar og áburðar-
51