Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 54
3. mynd. Tildurmosi með gróhirslum (baukum). Myndin er tekin á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu í maí 1987. Sjaldgœft er að mosinn myndi bauka. Ljósm. Hörður Kristinsson. kærari mosategundir sem menn eru að berjast við. Tildurmosi er afar algengur um allt ísland, bæði á láglendi og hálendi, en hlutfallslega er mest af honum um norðan- og austanvert landið, eins og fyrr var á minnst. Við Eyja- fjörð fannst hann ekki á hæsta fjallinu, Kerlingu (1530 m), en hins vegar á næst- hæsta tindinum, Bónda, í 1350 m h.y.s., og á ýmsum ljöllum í kringum 1000 m hæð (Helgi Hallgrímsson og Hörður Kristinsson 1965). Hann virðist þó eiga erfitt uppdráttar á svæðum þar sem saman fara sumarþurrkar og sandfok, eins og fram kemur á útbreiðslu- kortinu (meðfylgjandi), en þar lítur út sem hann vaxi ekki á stórum svæðum á NA-hálendinu. ■ SKYLDARTEGUNDIR EÐA LÍKAR Tildurmosinn var lengi talinn til hinnar risastóru ættkvíslar Hypnum, eins og flestallir greinamosar (Musci pleurocarpi), en 1852 var kvíslin Hylocomium stofnuð fyrir hann og nokkrar aðrar tegundir, sem nú eru taldar til Rhytidium (rjúpumosa), Rhytidiadelphus (skrautmosa) o.fl. Algengar tegundir af því tagi eru: Rhytidium rugosum, Rhytidia- delphus loreus (á SV-landi), R. squarrosus og R. triquetrus. Engin þeirra líkist Hylocomium splendens neitt sérstaklega. Hylocomiastrum pyrenaicum (stigmosi) er skyld tegund, sem sumir mosafræðingar telja enn til Hylo- comium. Hún hefur aðeins fundist á tveim stöðum á íslandi og skiptir því litlu máli í þessu sambandi, enda ekki sérlega lík tildurmosa. Eiginlega verður ekki sagt að tildurmosinn líkist verulega neinni annarri mosategund sem tíð er eða algeng hér á landi. Helst væri það hrísmosi (Pleurozium schreberi), sem iðulega myndar álíka viðamiklar beðjur og vex mjög oft í bland við tildurmosa. Þessi líking er þó aðeins yfirborðsleg. Þótt hann hafi líka rauða stöngla er greiningin aðeins 4. mynd. Kort yfir útbreiðslu tildurmosa á íslandi. Hver punktur er miðaður við að mosinn hafi fundist í 10 x 10 km reit. (Ur riti Bergþórs Jóhanns- sonar: Islenskir mosar. Fjölrit Náttúrufrœðistofnunar 29. 1996.) 52

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.