Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 54
3. mynd. Tildurmosi með gróhirslum (baukum). Myndin er tekin á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu í maí 1987. Sjaldgœft er að mosinn myndi bauka. Ljósm. Hörður Kristinsson. kærari mosategundir sem menn eru að berjast við. Tildurmosi er afar algengur um allt ísland, bæði á láglendi og hálendi, en hlutfallslega er mest af honum um norðan- og austanvert landið, eins og fyrr var á minnst. Við Eyja- fjörð fannst hann ekki á hæsta fjallinu, Kerlingu (1530 m), en hins vegar á næst- hæsta tindinum, Bónda, í 1350 m h.y.s., og á ýmsum ljöllum í kringum 1000 m hæð (Helgi Hallgrímsson og Hörður Kristinsson 1965). Hann virðist þó eiga erfitt uppdráttar á svæðum þar sem saman fara sumarþurrkar og sandfok, eins og fram kemur á útbreiðslu- kortinu (meðfylgjandi), en þar lítur út sem hann vaxi ekki á stórum svæðum á NA-hálendinu. ■ SKYLDARTEGUNDIR EÐA LÍKAR Tildurmosinn var lengi talinn til hinnar risastóru ættkvíslar Hypnum, eins og flestallir greinamosar (Musci pleurocarpi), en 1852 var kvíslin Hylocomium stofnuð fyrir hann og nokkrar aðrar tegundir, sem nú eru taldar til Rhytidium (rjúpumosa), Rhytidiadelphus (skrautmosa) o.fl. Algengar tegundir af því tagi eru: Rhytidium rugosum, Rhytidia- delphus loreus (á SV-landi), R. squarrosus og R. triquetrus. Engin þeirra líkist Hylocomium splendens neitt sérstaklega. Hylocomiastrum pyrenaicum (stigmosi) er skyld tegund, sem sumir mosafræðingar telja enn til Hylo- comium. Hún hefur aðeins fundist á tveim stöðum á íslandi og skiptir því litlu máli í þessu sambandi, enda ekki sérlega lík tildurmosa. Eiginlega verður ekki sagt að tildurmosinn líkist verulega neinni annarri mosategund sem tíð er eða algeng hér á landi. Helst væri það hrísmosi (Pleurozium schreberi), sem iðulega myndar álíka viðamiklar beðjur og vex mjög oft í bland við tildurmosa. Þessi líking er þó aðeins yfirborðsleg. Þótt hann hafi líka rauða stöngla er greiningin aðeins 4. mynd. Kort yfir útbreiðslu tildurmosa á íslandi. Hver punktur er miðaður við að mosinn hafi fundist í 10 x 10 km reit. (Ur riti Bergþórs Jóhanns- sonar: Islenskir mosar. Fjölrit Náttúrufrœðistofnunar 29. 1996.) 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.