Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 35
1. tafla. Gáruskeljar sem fundist hafa í Tjörneslögum. Núverandi og eldri tegunda-
greiningar. - Venerupis species from the Tjörnes beds. The first column lists current species
names, the second lists previous identifications and synonyms with references.
Núverandi tegundarheiti Fyrri greiningar og samheiti núverandi tegunda ásamt höfundum viðkomandi rita
Venerupis aurea (Gmelin, 1791) Glóskel Tapes aureus; Poulsen 1884 Tapes aureus; Schlesch 1924 Tapes aureus; Guðmundur G. Bárðarson 1925 Venerupis aurea; Norton 1975 Venerupis aurea\ Gladenkov o.fl. 1980
Venerupis rhomboides (Pennant, 1777) Bugskel Tapes virginea; Winkler 1863 Tapes aureus; Guðmundur G. Bárðarson 1925 Venerupisperovalis; Gladenkov o.fl. 1980 Venerupis rhomboides; Gladenkov o.fl. 1980
Venerupispullastra (Montagu, 1803) Möttulskel Tapes aureus; Guðmundur G. Bárðarson 1925 Venerupis rhomboides; Gladenkov o.fl. 1980
tóku fram að V. rhomboides finnist einnig í
neðri hluta tígulskeljalaga. Flestir fræði-
menn telja nú að Venerupis perovalis, sem
Englendingurinn Searles V. Wood lýsti upp-
haflega árið 1840, sé sama tegund og nú
heitir V. pullastra (sjá t.d. Heering 1950) og
hér sé því um samheiti að ræða. Hitt virðist
ljóst að skeljarnar sem þeir félagar töldu til
Venerupisperovalis falla mun betur að lýs-
ingu á V. rhomboides, en sumar skeljar sem
þeir nefndu V. rhomboides eru hins vegar
líkari V. pullastra, t.d. hlutfallslega lengri og
áberandi þverstýfðari að aftan en V. rhom-
boides. Venerupis aurea virðist aftur á móti
rétt ákvörðuð hjá þeim. Þá hefur komið í ljós
í Tjörnesferðum jarðfræðinema í Háskóla
Islands að Venerupis rhomboides og V.
pullastra ná að minnsta kosti upp í efri hluta
tígulskeljalaga (í lag nr. 10 í riti Guðmundar
G. Bárðarsonar frá 1925). Allt er þetta
óneitanlega orðið nokkuð ruglingslegt, en
niðurstaða okkar er sú að þrjár tegundir
gáruskelja hafi fundist í neðri hluta
Tjörneslaga (3. mynd og 1. tafla). Venerupis
pullastra og V. rhomboides eru algengastar
en V. aurea er hins vegar sjaldgæfari. Allar
þessar tegundir hafa fundist r gáruskelja-
lögunum og tvær þeirra, Venerupis pull-
astra og V. rhomboides, hafa einnig fundist
hér og þar í tígulskeljalögunum. Þess má
geta að tígulskeljalögin byrja ekki þar sem
gáruskeljarnar hverfa úr skeldýrasamfélögun-
um heldur þar sem tígulskelin kemur inn í þau
(4. mynd).
Gáruskeljategundirnar þrjár eru nú al-
gengar við Bretlandseyjar, en útbreiðslu-
svæði þeirra nær raunar frá Lofoten við
Vestur-Noreg til stranda Norður-Afríku.
Venerupis pullastra er sú eina þeirra sem
hefur fundist norðan við Lofoten og er hún
útbreidd suður á bóginn til Marokkó eins og
V. rhomboides, en V. aurea nær hins vegar
lengra til suðurs, lil Rio de Oro í Vestur-Sa-
hara (Tebble 1966, Petersen 1968). Þær lifa
ekki lengur hér við land og Venerupis aurea
ekki heldur við Færeyjar (Petersen 1968).
Venerupis pullastra er sú eina þessara teg-
unda sem lifir við strendur Danmerkur, en
hún og V. aurea voru mjög algengar þar á
steinöld þegar sjávarhiti var nokkru hærri en
nú (Jensen og Spárck 1934). Þær lifa í mun
hlýrri sjó en nú er við Norðurland og bendir
það til þess að sjávarhiti gæti hafa verið að
minnsta kosti 5-6° C hærri þegar gáruskelja-
lögin voru að myndast en hann er á okkar
dögum (Strauch 1972, Cronin 1991). Þessar
33