Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 16
og við Kolavatn, en það er Álftavatn (einnig nefnt Höfðavatn) á Höfða í Vallahreppi á Héraði. Ábúandi á Höfða er Þröstur Ey- steinsson, líffræðingur, og stóð hann að endurheimtinni en eigandi landsins er Skógrækt ríkisins. Um vorið stíflaði Þröstur með torfi og grjóti þrjú skörð í gömlum áveitugarði sem gerður var á þeim tíma er vatnið var nýtt sem flæðiengi. Aðgerðin bar góðan árangur og hækkaði vatnsborðið um 40 sm. Mikil aukning varð á fuglalífi á svæðinu og sáust þar grágæsir, álftir, stokk- endur, rauðhöfðar, skúfendur og óðins- hanar um sumarið. I vatninu varð vart við urriða og hornsíli og þá kom á óvart að blöðrujurt var orðin algeng í vatninu er leið á sumarið (Þröstur Eysteinsson 1998, skrif- legar upplýsingar). ■ AÐSTÆÐUROG AÐFERÐIR TIL ENDURHEIMTAR VOTLENDIS Aðstæður til endurheimtar votlendis hér á Iandi verða að teljast fremur góðar. Enda þótt mikil röskun hafi orðið á votlendi ber þess að gæta að stærstur hluti framræstra mýra hefur verið nýttur sem óræktaður út- hagi. Gróður þeirra er víðast hvar blandaður votlendistegundum (Borgþór Magnússon 1987 og 1998, Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1990) og fræforði af mýraplöntum er í jarðvegi (Áslaug Rut Áslaugsdóttir 1994, Þóra Ellen Þórhalls- dóttir 1998b). Nýtingarstig framræstra mýra hér á landi verður að teljast fremur lágt og röskun á náttúrufari minni en gerist í löndum þar sem mýrar hafa verið ræstar fram og nýttar t.d. til akuryrkju eða mótekju. Þar er villtur gróður sumstaðar horfinn úr fram- ræsta landinu og lítill eða enginn fræforði eftir í jarðvegi (Wheeler og Shaw 1995). Við endurheimt á slíku landi nægir ekki alltaf að stífla skurði og hækka jarðvatnsstöðu heldur getur einnig þurft að flytja votlendis- tegundir inn á svæðin að nýju. Kostnaður við aðgerðir getur verið mikill auk þess sem það er oft vandkvæðum bundið að stýra framvindu gróðurs og dýralífs í átt til fyrra horfs (Wheeler og Shaw 1995). í flestum framræstum mýrum hér á landi hefur lífríkið ekki vikið jafnlangt frá hinu upprunalega horfi og ætti endurheimt því að verða auðveldari og kostnaðarminni. Nauðsynlegt er að vanda til alls undir- búnings við endurheimt votlendis. Huga þarf að lífríki, kanna halla lands og streymi vatns um svæði sem endurheimt fer fram á. Ríkja þarf sátt við landeigendur í ná- grenninu um þær aðgerðir sem eru fyrir- hugaðar ef líkur eru á að þær geti einnig haft áhrif á land þeirra. Víða má endurheimta land með einfaldri stíflugerð en fylling heilla skurða er hins vegar meiri og kostnaðar- samari aðgerð. Ýmsar leiðir eru til að stífla skurði eða afrennsli úr tjörnum. Þar sem ruðningar eru enn á skurðbökkum kemur til álita að ýta þeim öllum ofan í skurðina. Einnig er hægt að fara þá leið að setja hluta af ruðningi í skurði og stífla á einum eða fleiri stöðum. Á sléttu landi þar sem rennsli er lítið getur nægt að stífla skurð á einum til tveimur stöðum en þar sem rennsli er meira, eða halli, þarf að stífla með þéttara bili. Þar sem skurðir eru í miklum halla getur verið mjög erfitt að stífla þá og hætta er á að vatn grafi sig niður í skurðstæðinu eða við stíflur sé ekki vel frá þeim gengið. Ekki ætti að stífla slíka skurði nema að vel athuguðu máli. Jarðvegsstíflur úr skurðruðningi eða efni sem grafið er upp við skurð geta dugað vel sé þess gætt að þjappa þær vel og vanda frágang að ofan. Einnig má gera stíflur úr grjóti sem þétt er með torfi, úr timbri, málmplötum eða öðru tilfallandi efni (Wheeler og Shaw 1995). í stærri skurðum eru jarðvegsstíflur sennilega ódýrasti kosturinn sé hægt að beita vinnu- vélum við gerð þeirra. Þar sem vatnsstreymi er mikið eða líkur á Hóðum getur verið nauðsynlegt að setja yfirfall í stíl'lur eða láta vatn fara um rör í gegnum þær. Slíkur frágangur gefur einnig möguleika á útbúnaði til að stýra vatns- borðshæð (Welch 1966). Framhald votlendisheimtar hér á landi veltur mjög á undirtektum bænda og annarra landeigenda og því hvernig gengur að afla fjár til hennar. Með endurheimt votlendis er 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.