Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 78
Náttúruperlur
VesturtSkaftafellssýslu
Dagana 29. ágúst til 1. september var farin
ferð í samvinnu við Ferðafélag Islands um
ýmsar náttúruperlur Vestur-Skaftafells-
sýslu, einkum ofan byggðar á Síðu og í
Fljótshverfi. Leiðsögumaður var Jón
Jónsson, jarðfræðingur, kominn á 86.
aldursár, og leiddi hann göngur leiðangurs-
manna af alkunnum léttleik. Ferðafélagið sá
um ferðina, en þátttakendur voru 22 talsins.
Votviðrasamt var og stundum nokkuð
hvasst, en samt þótti ferðin takast ágætlega.
Námskeið í notkun /arðfrædikorta
Laugardaginn 22. júní var haldið síðdegis-
námskeið um notkun jarðfræðikorta. Farið
var um hraun og hæðir sunnan Hafnar-
fjarðar, Alftanes og Elliðaárdal. Leiðsögu-
menn og fararstjórar voru jarðfræðingarnir
Árni Hjartarson og Freysteinn Sigurðsson.
Þátttakendur voru 6 talsins.
Námskeið um plöntugreiningu
Laugardaginn 6. júlí var haldið síðdegis-
námskeið í plöntugreiningu. Farið var um
Mosfellsheiði og á Þingvöll. Leiðsögu-
maður var Eyþór Einarsson, grasa-
fræðingur, en fararstjóri Freysteinn Sigurðs-
son, formaður HIN. Þátttakendur voru 11
talsins og voru mjög ánægðir með
námskeiðið.
■ ÚTGÁFA
Út komu 3. og 4. hefti af 65. árgangi Náttúru-
fræðingsins og 1. hefti af 66. árgangi (1996).
Ritstjóraskifti urðu á árinu; Sigmundur
Einarsson lét af störfum en Álfheiður
Ingadóttir tók við. Að venju urðu nokkrar
tafir f útgáfu vegna ritstjóraskiftanna, en þó
voru 2.-4. hefti 66. árgangs nærri því tilbúin
til útgáfu í árslok. Vegna ritstjóraskiftanna
var hætt við að gefa Náttúrufræðinginn út í 6
heftum, en ritstjórnarstefna er óbreytt og
áfram verður lögð áhersla á alþýðlega
náttúrufræðslu. Sala var nokkur, en þó
dræm, á bókum þeim sem HIN hefur staðið
að útgáfu á, eða hefur til sölu, en þær eru
eftirtaldar (útgáfuár í sviga): Náttúra
Mývatns (1991), Þingvallavatnsbókin (gjöf
HÍF, 1992), Villt íslensk spendýr (með Land-
vernd, 1993), Surtseyjarbókin (með Surts-
eyjarfélaginu, 1994).
■ ÖNNUR SÝSLAN
Stjórn HIN fjallaði um eftirtalin frumvörp til
laga og önnur opinber plögg að beiðni
hlutaðeigandi stjórnvalda: Frumvarp til
skipulags- og byggingalaga (mars), frum-
varp um náttúruvernd (apríl), þingsályktun-
artillaga um friðun Hvítár-Ölfusár og
Jökulsár á Fjöllum (maí), þingsályktunar-
tillaga um varðveislu ósnortinna víðerna
(nóvember), athugasemdir til Umhverfis-
ráðuneytis við plagg um sjálfbæra þróun í
íslensku samfélagi (nóvember).
Einnig fjallaði stjórn HÍN um ýmis önnur
mál og kynnti sjónarmið sín í ýmsum efnum.
Skal þar helst telja: Athugasemdir voru
gerðar við umhverfismat vegna byggingar-
framkvæmda við Bláa lónið, að beiðni
forstöðumanns Náttúrufræðistol'u Kópa-
vogs (febrúar). Formaður HIN flutti erindi
um siðfræði markmiða HIN á ráðstefnu um
umhverfissiðfræði á Kirkjubæjarklaustri L-
2. mars. Samin var stuðningsyfirlýsing við
að breyta Stefánsfjósi á Möðruvöllum í safn
að beiðni aðila í Eyjafirði (mars). Athuga-
semdir voru gerðar við svæðisskipulag í
Þingvallasveit, Grímsnesi og Grafningi
(júníj- Athugasemdir voru gerðar við aðal-
skipulag Garðabæjar (desember).
76