Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 78

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 78
Náttúruperlur VesturtSkaftafellssýslu Dagana 29. ágúst til 1. september var farin ferð í samvinnu við Ferðafélag Islands um ýmsar náttúruperlur Vestur-Skaftafells- sýslu, einkum ofan byggðar á Síðu og í Fljótshverfi. Leiðsögumaður var Jón Jónsson, jarðfræðingur, kominn á 86. aldursár, og leiddi hann göngur leiðangurs- manna af alkunnum léttleik. Ferðafélagið sá um ferðina, en þátttakendur voru 22 talsins. Votviðrasamt var og stundum nokkuð hvasst, en samt þótti ferðin takast ágætlega. Námskeið í notkun /arðfrædikorta Laugardaginn 22. júní var haldið síðdegis- námskeið um notkun jarðfræðikorta. Farið var um hraun og hæðir sunnan Hafnar- fjarðar, Alftanes og Elliðaárdal. Leiðsögu- menn og fararstjórar voru jarðfræðingarnir Árni Hjartarson og Freysteinn Sigurðsson. Þátttakendur voru 6 talsins. Námskeið um plöntugreiningu Laugardaginn 6. júlí var haldið síðdegis- námskeið í plöntugreiningu. Farið var um Mosfellsheiði og á Þingvöll. Leiðsögu- maður var Eyþór Einarsson, grasa- fræðingur, en fararstjóri Freysteinn Sigurðs- son, formaður HIN. Þátttakendur voru 11 talsins og voru mjög ánægðir með námskeiðið. ■ ÚTGÁFA Út komu 3. og 4. hefti af 65. árgangi Náttúru- fræðingsins og 1. hefti af 66. árgangi (1996). Ritstjóraskifti urðu á árinu; Sigmundur Einarsson lét af störfum en Álfheiður Ingadóttir tók við. Að venju urðu nokkrar tafir f útgáfu vegna ritstjóraskiftanna, en þó voru 2.-4. hefti 66. árgangs nærri því tilbúin til útgáfu í árslok. Vegna ritstjóraskiftanna var hætt við að gefa Náttúrufræðinginn út í 6 heftum, en ritstjórnarstefna er óbreytt og áfram verður lögð áhersla á alþýðlega náttúrufræðslu. Sala var nokkur, en þó dræm, á bókum þeim sem HIN hefur staðið að útgáfu á, eða hefur til sölu, en þær eru eftirtaldar (útgáfuár í sviga): Náttúra Mývatns (1991), Þingvallavatnsbókin (gjöf HÍF, 1992), Villt íslensk spendýr (með Land- vernd, 1993), Surtseyjarbókin (með Surts- eyjarfélaginu, 1994). ■ ÖNNUR SÝSLAN Stjórn HIN fjallaði um eftirtalin frumvörp til laga og önnur opinber plögg að beiðni hlutaðeigandi stjórnvalda: Frumvarp til skipulags- og byggingalaga (mars), frum- varp um náttúruvernd (apríl), þingsályktun- artillaga um friðun Hvítár-Ölfusár og Jökulsár á Fjöllum (maí), þingsályktunar- tillaga um varðveislu ósnortinna víðerna (nóvember), athugasemdir til Umhverfis- ráðuneytis við plagg um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi (nóvember). Einnig fjallaði stjórn HÍN um ýmis önnur mál og kynnti sjónarmið sín í ýmsum efnum. Skal þar helst telja: Athugasemdir voru gerðar við umhverfismat vegna byggingar- framkvæmda við Bláa lónið, að beiðni forstöðumanns Náttúrufræðistol'u Kópa- vogs (febrúar). Formaður HIN flutti erindi um siðfræði markmiða HIN á ráðstefnu um umhverfissiðfræði á Kirkjubæjarklaustri L- 2. mars. Samin var stuðningsyfirlýsing við að breyta Stefánsfjósi á Möðruvöllum í safn að beiðni aðila í Eyjafirði (mars). Athuga- semdir voru gerðar við svæðisskipulag í Þingvallasveit, Grímsnesi og Grafningi (júníj- Athugasemdir voru gerðar við aðal- skipulag Garðabæjar (desember). 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.