Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 72
ritstjórn og útgáfu félagsbréfs og undir-
búning og framkvæmd fræðslufunda og
fræðsluferða. Skrifstofa félagsins að Hlemmi
3 (hjá Náttúrufræðistofnun Islands) var
opin á þriðjudögum og fimmtudögum flestar
vikur ársins. Utbreiðslustjóri sá um
félagatal, útsendingu Náttúrufræðingsins
og félagsbréfa, innheimtu félagsgjalda og
skyld erindi.
Ritstjóri Náttúrufræðingsins var Sig-
mundur Einarsson jarðfræðingur, sem
ráðinn var til upphafs 67. árgangs.
Sigmundur sagði starfinu lausu um vorið,
þegar hann var ráðinn í fullt starf hjá
Umhverfisráðuneytinu. Samið var við
Náttúrufræðistofnun íslands í júlí, að hún
réði sér starfsmann í samráði við HIN sem
annaðist ritstjórn Náttúrufræðingsins. Sem
nýr ritstjóri var í ágúst ráðin Alfheiður
Ingadóttir líffræðingur, sem tók við ritstjórn
frá og með 3.-4. hefti 66. árgangs.
Stjórnarfundir voru 8 á milli aðalfunda.
Gefin voru út 6 félagsbréf á árinu. Stjórn HÍN
hélt þeim sið að senda jólakort vinum sínum
og velunnurum og öðrum þeim sem félagið á
gott upp að inna.
■ NEFNDIR OG RÁÐ
Ýmsar nefndir störfuðu á vegum HÍN á
árinu. Snemma árs var heitum útgáfuráðs og
ritnefndar Náttúrufræðingsins breytt og var
verksviði þeirra breytt lítillega um leið.
Útgáfuráðið var nefnt ritstjórn og ritnefndin
fagráð. Þeir sem sæti áttu í útgáfuráði og
ritnefnd gáfu kost á sér til áframhaldandi
setu í hinum nýju nefndum. Ritstjórn
skipuðu Áslaug Helgadóttir grasafræðing-
ur, sem var formaður ritstjórnar, Árni
Hjartarson jarðfræðingur, Gunnlaugur
Björnsson stjarneðlisfræðingur, Lúðvík E.
Gústafsson jarðfræðingur, Marta Olafs-
dóttirframhaldsskólakennari. Auk þeirra sat
Hreggviður Norðdahl fundi ritstjórnar sem
fulltrúi stjórnar HÍN. Fagráð skipuðu Ágúst
Kvaran efnafræðingur, Borgþór Magnús-
son gróðurvistfræðingur, Einar Svein-
björnsson veðurfræðingur, Guðmundur V.
Karlsson framhaldsskólakennari, Guðrún
Gísladóttir landfræðingur, Hákon Aðal-
steinsson vatnalíffræðingur, Hrefna Sigur-
jónsdóttir dýrafræðingur, Ingibjörg Kaldal
jarðfræðingur, Leifur A. Símonarson
jarðfræðingur, Ólafur K. Nielsen fugla-
fræðingur, Ólafur S. Ástþórsson fiski-
fræðingur.
í ritstjórn Náttúrufræðingatals sat Frey-
steinn Sigurðsson, tilnefndur 1991.
Útbreiðslunefnd skipuðu Erling Ólafsson,
Hreggviður Norðdahl og Sigmundur
Einarsson; ferðanefnd Eyþór Einarsson,
Freysteinn Sigurðsson og Guttormur
Sigbjarnarson; nefnd um skipan náttúru-
rannsókna Freysteinn Sigurðsson, Gutt-
ormur Sigbjarnarson, Hreggviður Norðdahl
og Sigurður S. Snorrason. Umboðsmenn
HÍN á náttúrufræðilegum vinnustöðum á
höfuðborgarsvæðinu voru um 40 talsins.
■ AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags
fyrirárið 1996 varhaldinn laugardaginn 1. mars
1997, kl. 14-16, í stofu 101 í Odda,
Hugvísindahúsi Háskólans. Fundarstjóri var
Árni Einarsson en fundarritari Jóhann L.
Þórsson. Fundinn sóttu 18 manns.
VlÐURKENNlNG HIN
Formaður félagsins tilkynnti að stjórn HÍN
hefði ákveðið að veita Guðmundi Páli
Ólafssyni, líffræðingi og náttúrufræðibóka-
höfundi, viðurkenningu l'yrir sérlegt framlag
til kynningar á náttúrufræði, vegna bóka
hans „Fuglar í náttúru íslands“, „Perlur
íslenskrar náttúru" og „Ströndin“. Guð-
mundur Páll gat ekki verið viðstaddur
aðalfundinn, þar eð hann var erlendis, en
formaður, varaformaður og framkvæmda-
stjóri afhentu honum viðurkenningarskjalið
á samkomu í Perlunni 31. maí 1997.
Kjor heiðursfélaga HÍN
Að tillögu stjórnar var Örnólfur Thorlacius,
náttúrufræðingur, einróma kjörinn heiðurs-
félagi HIN og sæmdur gullmerki félagsins.
Örnólfur þakkaði fyrir sig með vel völdum
orðum.
70