Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 52
1. mynd. Dœmigerð tildurmosaþemba. Myndin er tekin í þurrki, en þá er mosinn nánast
gulbrúnn að lit. Ljósm. Hörður Kristinsson.
Sjálfsagt þykir ýmsum nafnið „tildurs-
legt“, en það lýsir þessari mosategund á
skemmtilegan hátt og venst ekki síður en
önnur. Þess má geta að viðurnafnið
splendens er latneskt lýsingarorð sem
merkir lýsandi eða glansandi (samstofna
enska orðinu splendid) og vísar til glans-
andi áferðar blaðanna. Gamla viðurnafnið
proliferum merkir hins vegar bara greinóttur.
Heitið „skógatildri“ reyndist óþarft því stuttu
síðar var ættkvíslinni skipt, svo að til hennar
heyrir nú aðeins tegundin H. splendens, sem
situr þá ein að kvíslarnafninu.
■ NYTJAR
Björn Halldórsson ritar: „Stóri engjamosinn
má brúkast fyrir tróð, og lfka má stappa með
honum á milli þils og veggja í húsum, so að
fyllist allar gáttir; það gjörir hita, og ver
slaga.“ Oddur Hjaltalín segir um notkun
H. proliferum: „Mosa þennan má brúka í
dýnur, og að troða í rifur á þilhúsum.“ A
sænsku kallast þessi tegund „husmossa",
sem vísar til þessarar notkunar hans, einkum
við að þétta samskeyti í bjálkahúsum.
Nú er þessi nýting mosans úr sögunni, en
hins vegar er hann ennþá töluvert notaður
til að pakka meðfram rótum plantna sem
flytja þarf lengra til, því hann heldur vel í sér
hæfilegum raka. Meðan skógræktarstöðv-
arnar seldu „berrótarplöntur“ úr beðum var
þeim oftast pakkað með tildurmosa, sem
tíndur var sérstaklega í þeim tilgangi og var
það á Hallormsstað kallað „að fara í mosa-
skóg“. Þá er tildurmosi notaður í ýmiss
konar skreytingar með blómum eða trjá-
greinum og hentar vel til þeirra hluta.
■ LÝSING MOSANS
Tildurmosi myndar gulgrænbrúnan, laus-
legan eða allþéttan, bólsturlaga llóka eða
þekju (þembu), sem stundum er ógreinilega
lagskipt, og getur orðið allt að 20 sm á þykkt,
en þá er neðri hlutinn oftast bara dauðir
50