Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 74

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 74
þær, en þær síðan samþykktar með þeim fyrirvara að stjórn HÍN var falið að ganga endanlega frá þrem tillögum. I endanlegri gerð sinni hljóða ályktanirnar svo: 1) Um Þingvallavatnssvœðið, friðun og náttúrufarsrannsóknir: „Aðalfundur Hins íslenska náttúru- fræðifélags (HÍN), haldinn 1. mars 1997 í Reykjavík, ítrekar ályktanir aðalfundar HÍN 17. febrúar 1996 um friðland á vatnasviði Þingvallavatns og náttúru- farsrannsóknir á sama svæði, sem lokið verði í tæka tíð fyrir 1000 ára afmæli kristnitökunnar á Islandi. Því er beint til hlutaðeigandi stjórnvalda að láta fara fram könnun og kortlagningu á náttúrufari svæðisins (jarðfræði, gróður- fari og vatnafari) og stuðla að útgáfu viðeigandi korta og upplýsingarita um svæðið fyrir almenning og gesti á svæðinu. Minnt skal á að veruleg gögn eru nú þegar fyrir hendi um náttúrufar svæðisins. Einnig er ítrekuð þörf þess að koma á viðeigandi vöktun á hinu einstæða lífnki Þingvallavatns. Jafnframt er því beint til hlutaðeigandi stjórnvalda að vatnasvið Þingvallavatns og umhverfi þess verði friðað á viðeigandi hátt. Er bent á að sú friðun getur verið mismunandi fyrir einstaka hluta svæðisins í samræmi við mismunandi þörf fyrirfriðun.“ 2) Um lög um mat á umhverfisáhrifum („ umhverfismat“): „Aðalfundur Hins íslenska náttúru- fæðifélags (HÍN), haldinn 1. mars 1997 í Reykjavík, beinir þeim eindregnu til- mælum til umhverfisráðherra að stofna hið fyrsta nefnd, sem endurskoði hið fyrsta lög um mat á umhverfisáhrifum (nr. 63/1993) og hugi einkum að eftirfarandi atriðum: 1. Að tryggja að viðeigandi og viðunandi þekking á náttúrufari verði lögð til grundvallar mati á umhverfisáhrifum og að náttúrufræðilegar rannsóknir séu unnar eftir atvikum af fagaðilum í náttúrufræðum. 2. Að stofnað verði sérfræðingaráð sem komi að mati á umhverfisáhrifum í upphafi kynningar á framkvæmd. I ráðinu skal sitja a.m.k. einn náttúru- fræðingur. Ráðið skal veita leið- beiningar til stjórnvalda um hvað fram- kvæmdaraðili skuli meta. Leiðbeining- arnar skulu byggjast á fagþekkingu nefndarmanna ásamt umsögnum og ábendingum frá almenningi. 3. Að mat sé heildstætt og taki til helstu framkvæmda- og umhverfisþátta, sem tengjast framkvæmd. Hin svonefnda varúðarregla („precautionary princi- ple“) verði höfð að leiðarljósi við mat á umhverfisáhrifum. Brýnt er að meta huglæg rök, t.d. fagurfræðileg, eigi síður en önnur rök (sbr. 10. gr.). 4. Að bráðabirgðaákvæði nr. II í núgild- andi lögum verði fellt niður. 5. Að framkvæmdaraðila verði gert skylt í mati á umhverfisáhrifum að greina a.m.k. frá tveimur valkostum við útfærslu á framkvæmd, þ.m.t. enga fram- kvæmd (,,núll-lausn“), auk þess að greina frá mótvægisaðgerðum. 6. Að kynning á frummatsskýrslu fram- kvæmdaraðila verði ítarlegri og eigi sér stað fyrr í matsferlinu en nú er kveðið á um í lögunum. Sérstaklega er brýnt að kynna almenningi betur þessi atriði, einnig aðilum sem sýsla með náttúru- og umhverfismál á viðkomandi svæði framkvæmdar. 7. Að kanna hvort ekki sé ástæða til að setja á fót sérstaka ráðgjafanefnd, sem fjalli í hverju tilfelli um kærða úrskurði skipulagsstjóra áður en umhverfis- ráðherra fellir úrskurð sinn. Umhverfis- ráðherra tilnefni formann nefndarinnar en málsaðilar, skipulagsstjóri og kær- andi tilnefni jafnmarga nefndarmenn hvor.“ 3) Um verndun Laxár í Suður-Þingeyjar- sýslu: „Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði- félags (HÍN), haldinn 1. mars 1997 í Reykjavík, beinir þeim eindregnu tilmælum til Alþingis og Náttúruverndar 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.