Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 74
þær, en þær síðan samþykktar með þeim
fyrirvara að stjórn HÍN var falið að ganga
endanlega frá þrem tillögum. I endanlegri
gerð sinni hljóða ályktanirnar svo:
1) Um Þingvallavatnssvœðið, friðun og
náttúrufarsrannsóknir:
„Aðalfundur Hins íslenska náttúru-
fræðifélags (HÍN), haldinn 1. mars 1997 í
Reykjavík, ítrekar ályktanir aðalfundar
HÍN 17. febrúar 1996 um friðland á
vatnasviði Þingvallavatns og náttúru-
farsrannsóknir á sama svæði, sem lokið
verði í tæka tíð fyrir 1000 ára afmæli
kristnitökunnar á Islandi.
Því er beint til hlutaðeigandi stjórnvalda
að láta fara fram könnun og kortlagningu á
náttúrufari svæðisins (jarðfræði, gróður-
fari og vatnafari) og stuðla að útgáfu
viðeigandi korta og upplýsingarita um
svæðið fyrir almenning og gesti á
svæðinu. Minnt skal á að veruleg gögn
eru nú þegar fyrir hendi um náttúrufar
svæðisins. Einnig er ítrekuð þörf þess að
koma á viðeigandi vöktun á hinu einstæða
lífnki Þingvallavatns.
Jafnframt er því beint til hlutaðeigandi
stjórnvalda að vatnasvið Þingvallavatns
og umhverfi þess verði friðað á viðeigandi
hátt. Er bent á að sú friðun getur verið
mismunandi fyrir einstaka hluta
svæðisins í samræmi við mismunandi þörf
fyrirfriðun.“
2) Um lög um mat á umhverfisáhrifum
(„ umhverfismat“):
„Aðalfundur Hins íslenska náttúru-
fæðifélags (HÍN), haldinn 1. mars 1997 í
Reykjavík, beinir þeim eindregnu til-
mælum til umhverfisráðherra að stofna
hið fyrsta nefnd, sem endurskoði hið
fyrsta lög um mat á umhverfisáhrifum (nr.
63/1993) og hugi einkum að eftirfarandi
atriðum:
1. Að tryggja að viðeigandi og viðunandi
þekking á náttúrufari verði lögð til
grundvallar mati á umhverfisáhrifum og
að náttúrufræðilegar rannsóknir séu
unnar eftir atvikum af fagaðilum í
náttúrufræðum.
2. Að stofnað verði sérfræðingaráð sem
komi að mati á umhverfisáhrifum í
upphafi kynningar á framkvæmd. I
ráðinu skal sitja a.m.k. einn náttúru-
fræðingur. Ráðið skal veita leið-
beiningar til stjórnvalda um hvað fram-
kvæmdaraðili skuli meta. Leiðbeining-
arnar skulu byggjast á fagþekkingu
nefndarmanna ásamt umsögnum og
ábendingum frá almenningi.
3. Að mat sé heildstætt og taki til helstu
framkvæmda- og umhverfisþátta, sem
tengjast framkvæmd. Hin svonefnda
varúðarregla („precautionary princi-
ple“) verði höfð að leiðarljósi við mat á
umhverfisáhrifum. Brýnt er að meta
huglæg rök, t.d. fagurfræðileg, eigi
síður en önnur rök (sbr. 10. gr.).
4. Að bráðabirgðaákvæði nr. II í núgild-
andi lögum verði fellt niður.
5. Að framkvæmdaraðila verði gert skylt í
mati á umhverfisáhrifum að greina
a.m.k. frá tveimur valkostum við
útfærslu á framkvæmd, þ.m.t. enga fram-
kvæmd (,,núll-lausn“), auk þess að
greina frá mótvægisaðgerðum.
6. Að kynning á frummatsskýrslu fram-
kvæmdaraðila verði ítarlegri og eigi sér
stað fyrr í matsferlinu en nú er kveðið á
um í lögunum. Sérstaklega er brýnt að
kynna almenningi betur þessi atriði,
einnig aðilum sem sýsla með náttúru-
og umhverfismál á viðkomandi svæði
framkvæmdar.
7. Að kanna hvort ekki sé ástæða til að
setja á fót sérstaka ráðgjafanefnd, sem
fjalli í hverju tilfelli um kærða úrskurði
skipulagsstjóra áður en umhverfis-
ráðherra fellir úrskurð sinn. Umhverfis-
ráðherra tilnefni formann nefndarinnar
en málsaðilar, skipulagsstjóri og kær-
andi tilnefni jafnmarga nefndarmenn
hvor.“
3) Um verndun Laxár í Suður-Þingeyjar-
sýslu:
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags (HÍN), haldinn 1. mars 1997 í
Reykjavík, beinir þeim eindregnu
tilmælum til Alþingis og Náttúruverndar
72