Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 50

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 50
plöntu í sunnanverðu Angóla. Hins vegar greinir heimildir á um hvenær það var. Ein heimild telur það hafa verið í apríl 1852, önnur nefnir 3. september 1859 og sú þriðja, sú sem oftast er nefnd, telur það hafa verið 1860. Hér verður að sjálfsögðu ekki lagt mat á áreiðanleika þessara heimilda hverrar um sig, enda litið svo á að litlu máli skipti. Heim- kynni plöntunnar eru í Namibíu. Þar vex hún á belti sem frá vestri til austurs er um 100 km breitt en frá norðri til austurs er það um 1000 km. Hvergi annars staðar á hnettinum hefur hún fundist. Svo er sagt að finnandinn hafi orðið svo frá sér numinn, er hann fyrst leit þessa plöntu, að hann hafi fallið á kné og ekki þorað við hana að koma. Um svipað leyti fann Thomas Bains plöntuna í nám- unda við Swakop í Namibíu, líklega við eða í farvegi Swakop-ár, en á sú flytur að jafnaði ekki svo mikið vatn að það nái til sjávar nema tímabundið og á margra ára fresti. Nokkurt vandamál reis út af nafngift plöntunnar og stöku sinnum hefur bainesii verið tengt henni sem „eftirnafn“. Hitt nafn- ið hefur þó sigrað og víst er að mirabilis á hér vel við. Welwitschia verður mest aðeins um 1 metri á hæð. Blöðin eru aðeins tvö, dökk- græn og safarík, enda bíta sum dýr eyði- merkurinnar þau, sjúga úr þeim safann en spýta fasta efninu. Ekki er hér hætta á ofbeit því bæði er að plönturnar vaxa ekki þétt og grasbítar eru ekki margir á vaxtarslóðum þeirra. Eins og áður segir eru blöðin aðeins tvö, koma beint út úr stofninum og eru tals- vert breið, eins og sjá má á myndinni. Þau rifna að endilöngu í vindinum og því lítur svo út sem þau væru mörg. Þau eru hin sömu alla ævi plöntunnar, en hún verður 1000 ára og þaðan af meira. Sú elsta sem vit- að er um er talin 1500 ára. Rótin er talin vera 3 m löng, en vökvun sína fær Welwitschia einkum úr næturþokunni, sem þéttist á blöð- unum og nægir plöntunni að jafnaði. Nætur- þokan kemur frá Atlantshafinu og orsakast af því að Benguela-straumurinn, sem strýk- ur upp eftir ströndinni, er kaldur og of kaldur til þess að af honum verði uppgufun slík að nægi til myndunar regnskýja og úrkomu. Regnský, oft með stórfelldri en skammvinnri úrkomu og þrumuveðri, koma austan frá, inn frá Indlandshafi, og eru þegar inn yfir Namibíu kemur búin að losa sig við það mesta af raka sínum. Því er úrkoma þar víða aðeins 120-130 mm á ári. Hjá Welwitschiu eru karlblóm og kven- blóm sitt á hvorri plöntu. Frjómjölsfram- leiðsla er mikil og fjókornin dreifast með vindum. Kvenblóm eru stærri og gefa frá sér vökva líkan hunangi sem frjókornin festast í. Fræframleiðsla er mikil, fræin eru með svif- hárum og dreifast með vindum. Þau verða hins vegar fyrir þungum áföllum af sveppi sem á þau leggst og af því að ýmis smádýr eyðimerkurinnar éta þau. Því komast tiltölu- lega fá fræ í jörðina, en ekki er þar með allt búið því þar geta þau þurft að bíða þess árum saman að a.m.k. tveggja daga kröftugt skúraveður komi og gefi þeim kraft til að spíra, festa rætur og dafna. Þar eð slíkar kringumstæður eru næsta fátíðar í eyði- mörkinni verður skiljanleg sú staðreynd að flestar plöntur innan sama svæðis eru jafngamlar. Welwitschia mirabilis er alfriðuð í Namibíu. Heimildarit Craven, Patricia & Marais, Christine 1992. Namib. Flora. Gamsberg. Macmillan. PÓSTFANG HÖFUNDAR Jón Jónsson Smáraflöt 42 210Garðabæ 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.